Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2022 10:01 Elísabet Gunnarsdóttir er einn af reynsluboltunum í liði Stjörnunnar. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og Garðbæingar fari upp um eitt sæti frá síðasta tímabili. Eftir að hafa komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum í röð og unnið tvo bikarmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla hafa síðustu ár verið tíðindalítil hjá Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera með nokkuð sterkan mannskap hafa hlutirnir ekki smollið og Garðbæingar hafa ekki gert atlögu að titlum undanfarin ár. Því miður fyrir stuðningsmenn Stjörnunni er ekki líklegt að það breytist í vetur. Hópurinn er reyndur og vel skipaður með nóg af leikmönnum sem hafa spilað með landsliðinu og erlendis en það vantar eitthvað ferskt, eitthvað nýtt krydd til að búa til lystuga kássu. Ef til vill hefði Stjarnan þurft að fá unga, hungraða og hugaða leikmenn sem gætu vakið liðið upp af værum blundi. Stjarnan er með alltof góðan mannskap til að missa af úrslitakeppninni en ekki nógu góðan til að geta strítt þremur bestu liðum landsins sem virðast vera í sérflokki. Líklegast er að framundan sé enn eitt meðalmennskutímabilið í Garðabænum. Gengi Stjörnunnar undanfarinn áratug 2021-22: 5. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 5. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti 2017-18: 5. sæti 2016-17: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistarar 2015-16: 4. sæti+úrslit+bikarmeistarar 2014-15: 3. sæti+úrslit 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+úrslit Lykilmaðurinn Eva Björk Davíðsdóttir (til vinstri) er öflug á báðum endum vallarins.vísir/hulda margrét Eva Björk Davíðsdóttir kom til Stjörnunnar 2020 ásamt góðvinkonu sinni Helenu Rut Örvarsdóttur eftir dvöl erlendis í atvinnumennsku. Hún hefur verið besti leikmaður Garðbæinga síðan þá og var sérstaklega góð fyrsta tímabilið sitt hjá Stjörnunni þegar hún var næstmarkahæst í Olís-deildinni. Stjörnukonur hafa endað í 5. sæti bæði tímabilin eftir að Eva Björk og Helena komu heim en þær vilja vafalaust hífa liðið ofar í töfluna. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Eva Dís Sigurðardóttir frá Aftureldingu Farnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir til Hauka Sigrún Ása Ásgrímsdóttir til ÍR Katla María Magnúsdóttir til Selfoss Ásthildur Bertha Bjarkadóttir til ÍR Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Eva Dís Sigurðardóttir er eini leikmaðurinn sem Stjarnan fékk fyrir tímabilið. Þessi efnilegi markvörður fékk alvöru eldskírn með Aftureldingu á síðasta tímabili og býr eflaust af þeirri reynslu þótt ekkert hafi gengið hjá Mosfellingum. Eftir misjafna markvörslu um nokkurra ára skeið átti Darija Zecevic góða innkomu í mark Stjörnunnar á síðasta tímabili og markvarslan í vetur ætti ekki að vera síðri með þær Evu Dís að skipta mínútunum á milli sín. Olís-deild kvenna Stjarnan Garðabær Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og Garðbæingar fari upp um eitt sæti frá síðasta tímabili. Eftir að hafa komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum í röð og unnið tvo bikarmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla hafa síðustu ár verið tíðindalítil hjá Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera með nokkuð sterkan mannskap hafa hlutirnir ekki smollið og Garðbæingar hafa ekki gert atlögu að titlum undanfarin ár. Því miður fyrir stuðningsmenn Stjörnunni er ekki líklegt að það breytist í vetur. Hópurinn er reyndur og vel skipaður með nóg af leikmönnum sem hafa spilað með landsliðinu og erlendis en það vantar eitthvað ferskt, eitthvað nýtt krydd til að búa til lystuga kássu. Ef til vill hefði Stjarnan þurft að fá unga, hungraða og hugaða leikmenn sem gætu vakið liðið upp af værum blundi. Stjarnan er með alltof góðan mannskap til að missa af úrslitakeppninni en ekki nógu góðan til að geta strítt þremur bestu liðum landsins sem virðast vera í sérflokki. Líklegast er að framundan sé enn eitt meðalmennskutímabilið í Garðabænum. Gengi Stjörnunnar undanfarinn áratug 2021-22: 5. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 5. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti 2017-18: 5. sæti 2016-17: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistarar 2015-16: 4. sæti+úrslit+bikarmeistarar 2014-15: 3. sæti+úrslit 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+úrslit Lykilmaðurinn Eva Björk Davíðsdóttir (til vinstri) er öflug á báðum endum vallarins.vísir/hulda margrét Eva Björk Davíðsdóttir kom til Stjörnunnar 2020 ásamt góðvinkonu sinni Helenu Rut Örvarsdóttur eftir dvöl erlendis í atvinnumennsku. Hún hefur verið besti leikmaður Garðbæinga síðan þá og var sérstaklega góð fyrsta tímabilið sitt hjá Stjörnunni þegar hún var næstmarkahæst í Olís-deildinni. Stjörnukonur hafa endað í 5. sæti bæði tímabilin eftir að Eva Björk og Helena komu heim en þær vilja vafalaust hífa liðið ofar í töfluna. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Eva Dís Sigurðardóttir frá Aftureldingu Farnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir til Hauka Sigrún Ása Ásgrímsdóttir til ÍR Katla María Magnúsdóttir til Selfoss Ásthildur Bertha Bjarkadóttir til ÍR Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Eva Dís Sigurðardóttir er eini leikmaðurinn sem Stjarnan fékk fyrir tímabilið. Þessi efnilegi markvörður fékk alvöru eldskírn með Aftureldingu á síðasta tímabili og býr eflaust af þeirri reynslu þótt ekkert hafi gengið hjá Mosfellingum. Eftir misjafna markvörslu um nokkurra ára skeið átti Darija Zecevic góða innkomu í mark Stjörnunnar á síðasta tímabili og markvarslan í vetur ætti ekki að vera síðri með þær Evu Dís að skipta mínútunum á milli sín.
2021-22: 5. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 5. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti 2017-18: 5. sæti 2016-17: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistarar 2015-16: 4. sæti+úrslit+bikarmeistarar 2014-15: 3. sæti+úrslit 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+úrslit
Komnar: Eva Dís Sigurðardóttir frá Aftureldingu Farnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir til Hauka Sigrún Ása Ásgrímsdóttir til ÍR Katla María Magnúsdóttir til Selfoss Ásthildur Bertha Bjarkadóttir til ÍR Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild kvenna Stjarnan Garðabær Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00