Gæsaveiðin er búin að vera góð Karl Lúðvíksson skrifar 12. september 2022 10:29 Gæsaveiðin hófst þann 20 ágúst Gæsaveiðin hófst 20. ágúst og þær fréttir sem við erum að fá um veiðar síðustu daga ættu að vera hvetjandi fyrir þá sem eiga eftir að fara á heiðarnar. Það er ekki annað að sjá og heyra en að gæsaveiðin gangi vel og þeir hópar sem við höfum verið að fá fréttir frá bera sig í flestum tilfellum mjög vel. Mest er verið að sækja í heiðagæs þessa dagana en fugl sem er skotinn á þessum árstíma er búinn að vera troða í sig berjum og bragðið af bráðinni er þess vegna alveg eftir því. Þeir sem hafa mest verið að skjóta fyrir norðan og austan segja að það sé mikið af fugli á þekktum slóðum en eins og venjulega eru gæsaskyttur ekkert mikið fyrir það að gefa upp nákvæmar staðsetningar á sínum stöðum. Þekkt svæði eins og Fljótsdalshérað og heiðarnar við austfirðina eru og hafa alltaf verið mjög gjöfular enda geta skyttur komið sér fyrir við sínar tjarnir án þess að þurfa að keppa um plássið. Það er nokkuð mikið af fugli farin að sækja niður í tún og akra en það á þó eftir að aukast þegar það fer að kólna í veðri. Á meðan gæsin er í nægu æti og veður er gott fer fuglinn yfirleitt ekki neitt. Það er frábær tími framundan fyrir gæsaveiðar á hálendinu miðað við veðurspá næstu daga og vonandi að sem flestir komist í góð kvöld og morgunflug. Skotveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði
Það er ekki annað að sjá og heyra en að gæsaveiðin gangi vel og þeir hópar sem við höfum verið að fá fréttir frá bera sig í flestum tilfellum mjög vel. Mest er verið að sækja í heiðagæs þessa dagana en fugl sem er skotinn á þessum árstíma er búinn að vera troða í sig berjum og bragðið af bráðinni er þess vegna alveg eftir því. Þeir sem hafa mest verið að skjóta fyrir norðan og austan segja að það sé mikið af fugli á þekktum slóðum en eins og venjulega eru gæsaskyttur ekkert mikið fyrir það að gefa upp nákvæmar staðsetningar á sínum stöðum. Þekkt svæði eins og Fljótsdalshérað og heiðarnar við austfirðina eru og hafa alltaf verið mjög gjöfular enda geta skyttur komið sér fyrir við sínar tjarnir án þess að þurfa að keppa um plássið. Það er nokkuð mikið af fugli farin að sækja niður í tún og akra en það á þó eftir að aukast þegar það fer að kólna í veðri. Á meðan gæsin er í nægu æti og veður er gott fer fuglinn yfirleitt ekki neitt. Það er frábær tími framundan fyrir gæsaveiðar á hálendinu miðað við veðurspá næstu daga og vonandi að sem flestir komist í góð kvöld og morgunflug.
Skotveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði