Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2022 10:00 Haukar fagna góðum sigri á síðasta tímabili. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og þeir verði því í sama sæti og undanfarin tvö ár. Eftir síðasta tímabil skiptu Haukar um þjálfara, létu Gunnar Gunnarsson fara og við tók Ragnar Hermannsson sem náði góðum árangri með Hauka í byrjun þessarar aldar. Sömuleiðis urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi og liðið missti þrjár öflugar skyttur; Söru Odden, Bertu Rut Harðardóttur og Ástu Björt Júlíusdóttur. Haukar endurheimtu aftur á móti Sonju Lind Sigsteinsdóttur og Ragnheiði Sveinsdóttur og fengu tvo króatíska leikmenn. Markmið Hauka í vetur virðist vera nokkuð skýrt; byggja upp til framtíðar og nýta yngri leikmenn félagsins. Haukar eiga til að mynda gríðarlega sterkan 2004-árgang og leikmenn úr honum eru þegar farnir að láta til sín taka í aðalliðinu. Í þessum kynslóðaskiptum verður krafan á árangur á Ásvöllum kannski ekki jafn mikil og oft áður. Haukar fá eflaust tækifæri til að taka út þroska í vetur og hrasa á leiðinni á áfangastað. Hafnfirðingar ættu þó að komast í úrslitakeppninni og ef Króatarnir eru góðir og ungu leikmennirnir þroskast hratt gætu þeir gert atlögu að fimmta, og jafnvel fjórða sætinu. Gengi Hauka undanfarinn áratug 2021-22: 6. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 5. sæti 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: 4. sæti+undanúrslit+bikarúrslit 2016-17: 3. sæti+undanúrslit 2015-16: Deildarmeistari+undanúrslit 2014-15: 5. sæti+átta liða úrslit 2013-14: 7. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 8. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Elín Klara Þorkelsdóttir er komin með mikla reynslu þrátt fyrir mjög ungan aldur.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að verða ekki fjárráða fyrr en á miðvikudaginn er Elín Klara Þorkelsdóttir einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hún er allavega löngu hætt að vera efnileg og var langmikilvægasti leikmaður Hauka. Elín Klara er gríðarlega öflug á báðum endum vallarins og besti einn á einn leikmaður sem hefur komið fram síðan Lovísa Thompson skaust fram á sjónarsviðið. Þyrfti helst að geta skotið betur utan af velli og fjölga stoðsendingunum en þegar það kemur verður hún ekki bara einn besti, heldur besti leikmaður deildarinnar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir frá Stjörnunni Ragnheiður Sveinsdóttir frá Val Ena Car frá Koka Varzdin (Króatíu) Lara Zidek frá Koka Varzdin (Króatíu) Farnar: Berta Rut Harðardóttir til Holstebro (Danmörku) Sara Odden til Sachsen Zwickau (Þýskalandi) Ásta Björt Júlíusdóttir til ÍBV Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Thelma Melsted Björgvinsdóttir er önnur úr 2004-árganginum í Haukum. Spilar í miðri vörninni og á línunni í sókn. Er dóttir Hörpu Melsted, eins besta leikmanns sem Haukar hafa átt og ljóst er að Thelma þarf að halda heldur betur rétt á spilunum til að verða móðurbetrungur inni á vellinum. Hefur spilað með Haukum undanfarin tvö tímabil en hlutverkið verður eflaust stærra í vetur. Olís-deild kvenna Haukar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og þeir verði því í sama sæti og undanfarin tvö ár. Eftir síðasta tímabil skiptu Haukar um þjálfara, létu Gunnar Gunnarsson fara og við tók Ragnar Hermannsson sem náði góðum árangri með Hauka í byrjun þessarar aldar. Sömuleiðis urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi og liðið missti þrjár öflugar skyttur; Söru Odden, Bertu Rut Harðardóttur og Ástu Björt Júlíusdóttur. Haukar endurheimtu aftur á móti Sonju Lind Sigsteinsdóttur og Ragnheiði Sveinsdóttur og fengu tvo króatíska leikmenn. Markmið Hauka í vetur virðist vera nokkuð skýrt; byggja upp til framtíðar og nýta yngri leikmenn félagsins. Haukar eiga til að mynda gríðarlega sterkan 2004-árgang og leikmenn úr honum eru þegar farnir að láta til sín taka í aðalliðinu. Í þessum kynslóðaskiptum verður krafan á árangur á Ásvöllum kannski ekki jafn mikil og oft áður. Haukar fá eflaust tækifæri til að taka út þroska í vetur og hrasa á leiðinni á áfangastað. Hafnfirðingar ættu þó að komast í úrslitakeppninni og ef Króatarnir eru góðir og ungu leikmennirnir þroskast hratt gætu þeir gert atlögu að fimmta, og jafnvel fjórða sætinu. Gengi Hauka undanfarinn áratug 2021-22: 6. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 5. sæti 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: 4. sæti+undanúrslit+bikarúrslit 2016-17: 3. sæti+undanúrslit 2015-16: Deildarmeistari+undanúrslit 2014-15: 5. sæti+átta liða úrslit 2013-14: 7. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 8. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Elín Klara Þorkelsdóttir er komin með mikla reynslu þrátt fyrir mjög ungan aldur.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að verða ekki fjárráða fyrr en á miðvikudaginn er Elín Klara Þorkelsdóttir einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hún er allavega löngu hætt að vera efnileg og var langmikilvægasti leikmaður Hauka. Elín Klara er gríðarlega öflug á báðum endum vallarins og besti einn á einn leikmaður sem hefur komið fram síðan Lovísa Thompson skaust fram á sjónarsviðið. Þyrfti helst að geta skotið betur utan af velli og fjölga stoðsendingunum en þegar það kemur verður hún ekki bara einn besti, heldur besti leikmaður deildarinnar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir frá Stjörnunni Ragnheiður Sveinsdóttir frá Val Ena Car frá Koka Varzdin (Króatíu) Lara Zidek frá Koka Varzdin (Króatíu) Farnar: Berta Rut Harðardóttir til Holstebro (Danmörku) Sara Odden til Sachsen Zwickau (Þýskalandi) Ásta Björt Júlíusdóttir til ÍBV Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Thelma Melsted Björgvinsdóttir er önnur úr 2004-árganginum í Haukum. Spilar í miðri vörninni og á línunni í sókn. Er dóttir Hörpu Melsted, eins besta leikmanns sem Haukar hafa átt og ljóst er að Thelma þarf að halda heldur betur rétt á spilunum til að verða móðurbetrungur inni á vellinum. Hefur spilað með Haukum undanfarin tvö tímabil en hlutverkið verður eflaust stærra í vetur.
2021-22: 6. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 5. sæti 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: 4. sæti+undanúrslit+bikarúrslit 2016-17: 3. sæti+undanúrslit 2015-16: Deildarmeistari+undanúrslit 2014-15: 5. sæti+átta liða úrslit 2013-14: 7. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 8. sæti+átta liða úrslit
Komnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir frá Stjörnunni Ragnheiður Sveinsdóttir frá Val Ena Car frá Koka Varzdin (Króatíu) Lara Zidek frá Koka Varzdin (Króatíu) Farnar: Berta Rut Harðardóttir til Holstebro (Danmörku) Sara Odden til Sachsen Zwickau (Þýskalandi) Ásta Björt Júlíusdóttir til ÍBV Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild kvenna Haukar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00