„Ég hef oft pælt í því hvernig það er“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2022 09:00 Sveindís Jane Jónsdóttir er ekki kunnug því að missa leikmenn framúr sér. Vísir/Vilhelm „Það er ótrúlega gott að koma heim. Veðrið mætti vera aðeins betra en það er samt alltaf gaman að koma og hitta stelpurnar,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir. Hún verður líklegast í liði Íslands sem mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli klukkan 17:30 í dag. Sem betur fer hefur veðrið lægt frá því að íslenska liðið var til æfinga í gær og fyrradag og útlitið fínt fyrir leik dagsins. Sveindís segir íslenska liðið hafa farið sérstaklega yfir Evrópumót sumarsins þegar það kom saman og sett það mót endanlega í bakspegilinn. „Stemningin í hópnum er góð og við erum allar búnar að komast yfir EM. Við tókum fund fyrir tveimur dögum, þegar við komum, og lokuðum þessu alveg þannig að EM er bara búið hjá okkur núna,“ segir Sveindís sem segir gott að hafa þetta verkefni í undankeppni HM til að einblína á í kjölfarið. „Jú, auðvitað það væri lang best. Það væri bara klikkað að komast beint á HM og vinna riðilinn sem við erum í. Þetta er alveg erfiður riðill og það er auðvitað markmiðið að vinna þessa tvo leiki sem við eigum eftir og komast beint á HM,“ Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane Um verkefni dagsins og hvítrússneska liðið segir Sveindís: „Ef við vinnum hann erum við komnar í mjög góða stöðu. Þá dugar okkur auðvitað jafntefli við Holland [til að fara beint á HM]. En við erum fyrst og fremst að pæla í þessum Hvít-Rússa leik. Þetta getur alveg verið erfitt og ef ég man rétt þá vann Hvíta-Rússland Tékka síðast, það eru geggjuð úrslit og sýnir að Hvíta-Rússland er með fínt lið og geta gert góða hluti,“ Hraðinn meðfæddur Athygli vakti á EM í sumar að Sveindís var með lang hraðasta sprett mótsins, og því hægt að færa rök fyrir því að hún sé sneggsti leikmaður Evrópu. Hún kveðst þó geta hlaupið hraðar en mælingarnar frá EM gáfu til kynna. „Ég held að þetta sé meðfætt. Það er geðveikt að ég geti hlaupið svona hratt og ég er bara mjög sátt með það. Ég náttúrulega hefði alveg getað hlaupið hraðar, þetta er ekki hraðasti spretturinn minn á ævinni. En ég er ánægð með þetta,“ „Ég hef oft pælt í því hvernig það er að láta hlaupa framhjá sér,“ segir Sveindís sem hefur eðli málsins samkvæmt ekki mikla reynslu af því. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. 1. september 2022 15:46 „Þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi“ „Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, aðspurð hvað þurfi að breytast til að uppselt sé á eins mikilvægan leik og viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM í fótbolta á morgun. 1. september 2022 14:01 Drullusama um umræðuna um Elínu Mettu Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist treysta öllum sínum leikmönnum til að vera í byrjunarliðinu gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í leikjunum sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM kvenna í fótbolta. 1. september 2022 12:58 Ræddu um leikmannarót íslenska landsliðsins:„Gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í dag og því var liðið eðlilega til umræðu í seinasta þætti af Bestu mörkunum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar þáttarins ræddu um það hversu margir leikmenn liðsins spiluðu á EM í sumar og voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á liðinu. 2. september 2022 07:01 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Sem betur fer hefur veðrið lægt frá því að íslenska liðið var til æfinga í gær og fyrradag og útlitið fínt fyrir leik dagsins. Sveindís segir íslenska liðið hafa farið sérstaklega yfir Evrópumót sumarsins þegar það kom saman og sett það mót endanlega í bakspegilinn. „Stemningin í hópnum er góð og við erum allar búnar að komast yfir EM. Við tókum fund fyrir tveimur dögum, þegar við komum, og lokuðum þessu alveg þannig að EM er bara búið hjá okkur núna,“ segir Sveindís sem segir gott að hafa þetta verkefni í undankeppni HM til að einblína á í kjölfarið. „Jú, auðvitað það væri lang best. Það væri bara klikkað að komast beint á HM og vinna riðilinn sem við erum í. Þetta er alveg erfiður riðill og það er auðvitað markmiðið að vinna þessa tvo leiki sem við eigum eftir og komast beint á HM,“ Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane Um verkefni dagsins og hvítrússneska liðið segir Sveindís: „Ef við vinnum hann erum við komnar í mjög góða stöðu. Þá dugar okkur auðvitað jafntefli við Holland [til að fara beint á HM]. En við erum fyrst og fremst að pæla í þessum Hvít-Rússa leik. Þetta getur alveg verið erfitt og ef ég man rétt þá vann Hvíta-Rússland Tékka síðast, það eru geggjuð úrslit og sýnir að Hvíta-Rússland er með fínt lið og geta gert góða hluti,“ Hraðinn meðfæddur Athygli vakti á EM í sumar að Sveindís var með lang hraðasta sprett mótsins, og því hægt að færa rök fyrir því að hún sé sneggsti leikmaður Evrópu. Hún kveðst þó geta hlaupið hraðar en mælingarnar frá EM gáfu til kynna. „Ég held að þetta sé meðfætt. Það er geðveikt að ég geti hlaupið svona hratt og ég er bara mjög sátt með það. Ég náttúrulega hefði alveg getað hlaupið hraðar, þetta er ekki hraðasti spretturinn minn á ævinni. En ég er ánægð með þetta,“ „Ég hef oft pælt í því hvernig það er að láta hlaupa framhjá sér,“ segir Sveindís sem hefur eðli málsins samkvæmt ekki mikla reynslu af því.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. 1. september 2022 15:46 „Þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi“ „Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, aðspurð hvað þurfi að breytast til að uppselt sé á eins mikilvægan leik og viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM í fótbolta á morgun. 1. september 2022 14:01 Drullusama um umræðuna um Elínu Mettu Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist treysta öllum sínum leikmönnum til að vera í byrjunarliðinu gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í leikjunum sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM kvenna í fótbolta. 1. september 2022 12:58 Ræddu um leikmannarót íslenska landsliðsins:„Gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í dag og því var liðið eðlilega til umræðu í seinasta þætti af Bestu mörkunum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar þáttarins ræddu um það hversu margir leikmenn liðsins spiluðu á EM í sumar og voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á liðinu. 2. september 2022 07:01 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
„Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. 1. september 2022 15:46
„Þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi“ „Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, aðspurð hvað þurfi að breytast til að uppselt sé á eins mikilvægan leik og viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM í fótbolta á morgun. 1. september 2022 14:01
Drullusama um umræðuna um Elínu Mettu Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist treysta öllum sínum leikmönnum til að vera í byrjunarliðinu gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í leikjunum sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM kvenna í fótbolta. 1. september 2022 12:58
Ræddu um leikmannarót íslenska landsliðsins:„Gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í dag og því var liðið eðlilega til umræðu í seinasta þætti af Bestu mörkunum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar þáttarins ræddu um það hversu margir leikmenn liðsins spiluðu á EM í sumar og voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á liðinu. 2. september 2022 07:01