Segir orð Birgittu vera kjaftshögg Bjarki Sigurðsson skrifar 1. september 2022 17:39 Patrekur Jaime segir Æði-strákana ekki vera með handrit við gerð þáttanna. Vísir/Vilhelm/Sigurjón Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime er ekki sáttur með orð sem Birgitta Líf Björnsdóttir, einnig raunveruleikaleikastjarna, lét falla í Ísland í dag í vikunni. Birgitta sagði raunveruleikaþátt sinn vera „mest alvöru raunveruleikaþætti“ sem gerðir hafa verið hér á landi. Birgitta var ásamt vinkonum sínum í LXS-hópnum í viðtali í Ísland í dag á þriðjudaginn vegna samnefnds þáttar þeirra sem hóf göngu sína á Stöð 2 í ágúst. „Þetta eru raunveruleikaþættir um líf okkar og kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir. Ekkert leikið, ekkert „script-að“, ekkert tekið aftur,“ sagði Birgitta og virtist þannig skjóta á meðlimi raunveruleikaþáttarins Æði. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umrætt viðtal. Ummæli Birgittu má heyra á mínútu 00:48. Æði-þættirnir eru einnig sýndir á Stöð 2 og hafa notið gífurlegra vinsælda. Fyrsta þáttaröðin var sýnd árið 2019 og í ár kom fjórða þáttaröðin út. Þar er fylgst með lífi Æði-strákanna, Patreks, Binna Glee, Bassa Maraj, Sæmundar og Gunnars. Patrekur telur ummæli Birgittu í Ísland í dag vera beint skot á Æði-þættina sem eru einu öðru raunveruleikaþættir landsins. „Okey vá, hversu mikið slap in the face. Let‘s keep it real tho. Við strákarnir höfum sett allt okkar líf fyrir framan myndavélina og höfum aldrei haldið á handriti eða verið með eitthvað „script-að“,“ skrifar Patrekur á Instagram-síðu sína. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi verið smá leikin. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi mögulega verið smá leikin en það hafi verið því enginn vissi nákvæmlega hvað hann væri að gera, enda fyrsta raunveruleikaþáttaröð landsins. „Við höfum gert mjög mikið fyrir minnihlutahópa hér á landi og það er ekki í lagi að þið séuð að taka það frá okkur,“ skrifar Patrekur en allir fimm strákarnir eru samkynhneigðir og tveir þeirra af erlendum uppruna. Æði-strákarnir vilja sýna fólki að það er í lagi að vera þú sjálfur. Patrekur hefði viljað óskað sér að sjá einhvern eins og sig í sjónvarpinu þegar hann var lítill og týndur. Hann vonar að þeir strákarnir séu að sýna ungu fólki að það er í lagi að vera öðruvísi og að vera þú sjálfur. @bassi_maraj You cant even spell O-R-I-G-I-N-A-L-I-T-Y original sound - Bassi Maraj Patrekur nýtur tækifærið og hnýtir í Birgittu og vinkonur hennar í þáttunum. Hann segir raunveruleikasjónvarp snúast meira um persónuleika frekar en útlit og lífsstíl. „Þannig þið gætuð kannski orðið fyrstu „scripted“ raunveruleikaþættirnir ef þið fáið fleiri seríur,“ skrifar Patrekur. Í þáttunum hafa strákarnir rætt um alls kyns átakanleg tímabil í sínum lífum. Bíó og sjónvarp Æði LXS Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Birgitta var ásamt vinkonum sínum í LXS-hópnum í viðtali í Ísland í dag á þriðjudaginn vegna samnefnds þáttar þeirra sem hóf göngu sína á Stöð 2 í ágúst. „Þetta eru raunveruleikaþættir um líf okkar og kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir. Ekkert leikið, ekkert „script-að“, ekkert tekið aftur,“ sagði Birgitta og virtist þannig skjóta á meðlimi raunveruleikaþáttarins Æði. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umrætt viðtal. Ummæli Birgittu má heyra á mínútu 00:48. Æði-þættirnir eru einnig sýndir á Stöð 2 og hafa notið gífurlegra vinsælda. Fyrsta þáttaröðin var sýnd árið 2019 og í ár kom fjórða þáttaröðin út. Þar er fylgst með lífi Æði-strákanna, Patreks, Binna Glee, Bassa Maraj, Sæmundar og Gunnars. Patrekur telur ummæli Birgittu í Ísland í dag vera beint skot á Æði-þættina sem eru einu öðru raunveruleikaþættir landsins. „Okey vá, hversu mikið slap in the face. Let‘s keep it real tho. Við strákarnir höfum sett allt okkar líf fyrir framan myndavélina og höfum aldrei haldið á handriti eða verið með eitthvað „script-að“,“ skrifar Patrekur á Instagram-síðu sína. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi verið smá leikin. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi mögulega verið smá leikin en það hafi verið því enginn vissi nákvæmlega hvað hann væri að gera, enda fyrsta raunveruleikaþáttaröð landsins. „Við höfum gert mjög mikið fyrir minnihlutahópa hér á landi og það er ekki í lagi að þið séuð að taka það frá okkur,“ skrifar Patrekur en allir fimm strákarnir eru samkynhneigðir og tveir þeirra af erlendum uppruna. Æði-strákarnir vilja sýna fólki að það er í lagi að vera þú sjálfur. Patrekur hefði viljað óskað sér að sjá einhvern eins og sig í sjónvarpinu þegar hann var lítill og týndur. Hann vonar að þeir strákarnir séu að sýna ungu fólki að það er í lagi að vera öðruvísi og að vera þú sjálfur. @bassi_maraj You cant even spell O-R-I-G-I-N-A-L-I-T-Y original sound - Bassi Maraj Patrekur nýtur tækifærið og hnýtir í Birgittu og vinkonur hennar í þáttunum. Hann segir raunveruleikasjónvarp snúast meira um persónuleika frekar en útlit og lífsstíl. „Þannig þið gætuð kannski orðið fyrstu „scripted“ raunveruleikaþættirnir ef þið fáið fleiri seríur,“ skrifar Patrekur. Í þáttunum hafa strákarnir rætt um alls kyns átakanleg tímabil í sínum lífum.
Bíó og sjónvarp Æði LXS Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“