Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 14:30 Birgitta Haukdal. Vísir/Hulda Margrét „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ Birgitta Haukdal söngkona og bókahöfundur upplifði það mjög ung að vera fræg á Íslandi. Hún ræddi ferilinn, Írafár og margt fleira í hlaðvarpsþættinum Jákastið. „Ég held að við séum öll alltaf börn inn við beinið. Ég tek sakleysið með mér frá Húsavík og það hefur haldist svolítið í mínum kjarna.“ Söngkonan verður dómari í Idol þáttunum á Stöð 2 í vetur, en hennar eigin tónlistarferill hófst einmitt út frá hæfileikakeppni þegar hún var sextán ára. „Ég sá auglýsingu í Morgunblaðinu fyrir Stjörnur morgundagsins. Þetta voru prufur sem voru á Broadway.“ Birgitta mætti til að horfa á prufurnar og tók með sér börnin sem hún var að passa. Gunnar Þórðarson var þar að taka fólk í þessar prufur fyrir hæfileikakeppni og sá hana horfa á og spurði hana hvort hún vildi ekki prófa að syngja. „Hann náði upp úr mér nokkrum tónum.“ útskýrir Birgitta. „Nokkrum dögum eða vikum síðar fæ ég símtalið, hvort ég vilji ekki vera með. Þess vegna segi ég við alla takið þátt í öllu, mætið á svæðið. Þið þurfið ekki að vinna keppnina“ Ekki nauðsynlegt að vinna Þetta var gæfuspor fyrir Birgittu. Hún tók þátt í tveimur hæfileikakeppnum og svo í undankeppni fyrir Söngvakeppni framhaldsskólanna. Í fyrstu tilraun komst hún ekki í aðalkeppnina en í annarri tilraun vann hún og komst alla leið í Söngvakeppni framhaldsskólanna. „Ég stend mig alveg hræðilega illa að mínu mati, mér fannst þetta alveg hræðilegt. En það skipti ekki öllu máli því að eftir þá keppni fékk ég símtal og mér var boðin vinna á Brodway.“ Átján ára var hún svo byrjuð í ABBA sýningunni. „Þetta var allt út af því að ég mætti. Ekki af því að ég sigraði eða af því að ég var best. Þarna byrjaði boltinn að rúlla.“ Þátturinn er í heild sinni á Spotify og einnig má hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Jákastið Idol Norðurþing Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Birgitta Haukdal söngkona og bókahöfundur upplifði það mjög ung að vera fræg á Íslandi. Hún ræddi ferilinn, Írafár og margt fleira í hlaðvarpsþættinum Jákastið. „Ég held að við séum öll alltaf börn inn við beinið. Ég tek sakleysið með mér frá Húsavík og það hefur haldist svolítið í mínum kjarna.“ Söngkonan verður dómari í Idol þáttunum á Stöð 2 í vetur, en hennar eigin tónlistarferill hófst einmitt út frá hæfileikakeppni þegar hún var sextán ára. „Ég sá auglýsingu í Morgunblaðinu fyrir Stjörnur morgundagsins. Þetta voru prufur sem voru á Broadway.“ Birgitta mætti til að horfa á prufurnar og tók með sér börnin sem hún var að passa. Gunnar Þórðarson var þar að taka fólk í þessar prufur fyrir hæfileikakeppni og sá hana horfa á og spurði hana hvort hún vildi ekki prófa að syngja. „Hann náði upp úr mér nokkrum tónum.“ útskýrir Birgitta. „Nokkrum dögum eða vikum síðar fæ ég símtalið, hvort ég vilji ekki vera með. Þess vegna segi ég við alla takið þátt í öllu, mætið á svæðið. Þið þurfið ekki að vinna keppnina“ Ekki nauðsynlegt að vinna Þetta var gæfuspor fyrir Birgittu. Hún tók þátt í tveimur hæfileikakeppnum og svo í undankeppni fyrir Söngvakeppni framhaldsskólanna. Í fyrstu tilraun komst hún ekki í aðalkeppnina en í annarri tilraun vann hún og komst alla leið í Söngvakeppni framhaldsskólanna. „Ég stend mig alveg hræðilega illa að mínu mati, mér fannst þetta alveg hræðilegt. En það skipti ekki öllu máli því að eftir þá keppni fékk ég símtal og mér var boðin vinna á Brodway.“ Átján ára var hún svo byrjuð í ABBA sýningunni. „Þetta var allt út af því að ég mætti. Ekki af því að ég sigraði eða af því að ég var best. Þarna byrjaði boltinn að rúlla.“ Þátturinn er í heild sinni á Spotify og einnig má hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Jákastið Idol Norðurþing Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira