„Horfum bara á þetta sem venjulegan leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. ágúst 2022 12:00 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, býst við skemmtilegum leik milli Vals og Breiðabliks í úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Vísir/Stöð 2 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, mætir með lið sitt á Laugardalsvöllinn í dag þar sem liðið mætir Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Pétur segir að þarna séu tvö góð fótboltalið að mætast og býst við að leikurinn verði hin mesta skemmtun. „Þetta leggst bara vel í mig. Tvö góð fótboltalið og vonandi verður þetta skemmtilegur leikur,“ sagði Pétur í samtali við Stöð 2 í gær. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem Valskonur komast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og því orðið ansi langt síðan þetta sigursæla félag fagnaði bikarmeistaratitlinum. Pétur segist þó ekki finna fyrir neinni sérstakri pressu fyrir leikinn. „Nei, nei. Ég held að það séu bara allir mjög sáttir við það að Valur sé komið í bikarúrslitaleik. Ég held að það bara snúist aðallega um það.“ Þá segir hann einnig að liðið breyti ekki út af vananum í undirbúningi fyrir þennan leik miðað við aðra. „Við gerum það svo sem ekki. Við erum nýkomin úr átta daga ferð þar sem við vorum á heilsuhóteli og ég veit ekki hvað og hvað. Við horfum bara á þetta sem venjulegan leik.“ Klippa: Pétur Pétursson fyrir bikarúrslitaleikinn Ferðin sem Pétur nefnir var svo sem engin venjuleg ferð. Valskonur voru að taka þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og tryggðu sér sæti í riðlakeppni hennar með sigrum gegn Hayasa frá Armeníu og Shelbourne frá Írlandi og Pétur segir að sigrarnir gefi liðinu sjálfstraust „Það gefur alltaf að vinna leiki,“ sagði Pétur án þess að fara nánar út í þau mál. Breiðablik getur jafnað Val í titlafjölda með sigri í dag og Pétur var spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann hefði áhyggjur af. Pétur var þó hreinskilinn og sagðist einfaldlega ekki hafa vitað af þessu. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta,“ sagði Pétur léttur. „En þetta eru bara tvö góð fótboltalið, svipuð fótboltalið. Lið sem vilja sækja og lið sem vilja halda bolta. Oftast eru þetta mjög góðir fótboltaleikir milli Val og Breiðabliks þannig ég á von á því að það verði þannig á laugardaginn.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir það að Valur hafi unnið leikinn milli liðanna í deildinni fyrr í sumar þá skipti það engu máli í dag. „Þetta er bara sérleikur. Þetta er bara bikarúrslitaleikur og þetta snýst um dagsformið og það sem er hægt að gera þann daginn til að vinna leikinn.“ „Blikarnir eru náttúrulega búnir að vera að spila í bikarúrslitum undanfarin ár og unnu 2018 líka. Þetta er bara einn leikur sem á að vera skemmtilegur.“ „Þær eru allavega vanar þessu. Það er hægt að segja það þannig,“ sagði Pétur að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í mig. Tvö góð fótboltalið og vonandi verður þetta skemmtilegur leikur,“ sagði Pétur í samtali við Stöð 2 í gær. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem Valskonur komast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og því orðið ansi langt síðan þetta sigursæla félag fagnaði bikarmeistaratitlinum. Pétur segist þó ekki finna fyrir neinni sérstakri pressu fyrir leikinn. „Nei, nei. Ég held að það séu bara allir mjög sáttir við það að Valur sé komið í bikarúrslitaleik. Ég held að það bara snúist aðallega um það.“ Þá segir hann einnig að liðið breyti ekki út af vananum í undirbúningi fyrir þennan leik miðað við aðra. „Við gerum það svo sem ekki. Við erum nýkomin úr átta daga ferð þar sem við vorum á heilsuhóteli og ég veit ekki hvað og hvað. Við horfum bara á þetta sem venjulegan leik.“ Klippa: Pétur Pétursson fyrir bikarúrslitaleikinn Ferðin sem Pétur nefnir var svo sem engin venjuleg ferð. Valskonur voru að taka þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og tryggðu sér sæti í riðlakeppni hennar með sigrum gegn Hayasa frá Armeníu og Shelbourne frá Írlandi og Pétur segir að sigrarnir gefi liðinu sjálfstraust „Það gefur alltaf að vinna leiki,“ sagði Pétur án þess að fara nánar út í þau mál. Breiðablik getur jafnað Val í titlafjölda með sigri í dag og Pétur var spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann hefði áhyggjur af. Pétur var þó hreinskilinn og sagðist einfaldlega ekki hafa vitað af þessu. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta,“ sagði Pétur léttur. „En þetta eru bara tvö góð fótboltalið, svipuð fótboltalið. Lið sem vilja sækja og lið sem vilja halda bolta. Oftast eru þetta mjög góðir fótboltaleikir milli Val og Breiðabliks þannig ég á von á því að það verði þannig á laugardaginn.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir það að Valur hafi unnið leikinn milli liðanna í deildinni fyrr í sumar þá skipti það engu máli í dag. „Þetta er bara sérleikur. Þetta er bara bikarúrslitaleikur og þetta snýst um dagsformið og það sem er hægt að gera þann daginn til að vinna leikinn.“ „Blikarnir eru náttúrulega búnir að vera að spila í bikarúrslitum undanfarin ár og unnu 2018 líka. Þetta er bara einn leikur sem á að vera skemmtilegur.“ „Þær eru allavega vanar þessu. Það er hægt að segja það þannig,“ sagði Pétur að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira