Ólafía Þórunn leggur kylfurnar á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2022 14:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lagt kylfuna á hilluna. Seth/Golf.is Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er hætt í golfi. Þetta tilkynnti hún sjálf í tilfinnaríku myndbandi á Youtube-síðu sinni nú rétt í þessu. Ólafía Þórunn hefur verið einn albesti kylfingur Íslands undanfarin ár en hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014. Eftir að eignast sitt fyrsta barn á síðasta ári, dreng að nafni Maron Atlas, þá sneri Ólafía Þórunn aftur á völlinn fyrr á þessu ári eftir 20 mánaða fjarveru. Hún hefur nú ákveðið að kalla þetta gott, hætta í golfi og snúa sér að öðrum verkefnum eins og kemur fram í yfirlýsingunni á Youtube-síðu hennar. „Ég hef verið golfari síðustu 20 ár, átta síðustu ár hef ég verið atvinnumaður í golfi. Nú er komið að tímamótum í mínu lífi,“ segir Ólafía Þórunn í upphafi tilkynningarinnar áður en tilfinningarnar taka yfir. Kylfingurinn fyrrverandi segist ætla að eyða tíma með fjölskyldu sinni, eiga dýrmætar stundir með syni sínum og frumkvöðla verkefni sem hún hefur haft í kollinum í nokkur ár. „Það er alltaf mikilvægt fyrir mig að gefa eitthvað til samfélagsins þannig að ég mun reyna það að bestu getu,“ bætir hún við en myndbandið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Ólafía Þórunn var valinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna árið 2017 eftir frábæran árangur. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og varð Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur, Birgi Leifi Hafþórssyni og Axel Bóassyni árið 2018. Einnig er Ólafía Þórunn eini íslenski kylfingurinn til að taka þátt á öllum fimm risamótunum í golfi kvenna. Alls tók hún þátt á sjö risamótum á ferli sínum og 26 mótum á vegum LPGA-mótaraðarinnar. Hæst komst hún upp í 172. sæti heimslistans. Snemma árs 2019 greindi Ólafía Þórunn frá því að álagið væri farið að segja til sín og hún þyrfti að taka sér pásu þar sem hún hefði keyrt sig út bæði andlega og líkamlega. Hún hefur nú, þremur árum síðar, tekið þá ákvörðun að snúa sér að öðrum hlutum en golfi. Klippa: Ólafía Þórunn tilkynnir að hún sé hætt í golfi Golf Tímamót Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Sjá meira
Ólafía Þórunn hefur verið einn albesti kylfingur Íslands undanfarin ár en hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014. Eftir að eignast sitt fyrsta barn á síðasta ári, dreng að nafni Maron Atlas, þá sneri Ólafía Þórunn aftur á völlinn fyrr á þessu ári eftir 20 mánaða fjarveru. Hún hefur nú ákveðið að kalla þetta gott, hætta í golfi og snúa sér að öðrum verkefnum eins og kemur fram í yfirlýsingunni á Youtube-síðu hennar. „Ég hef verið golfari síðustu 20 ár, átta síðustu ár hef ég verið atvinnumaður í golfi. Nú er komið að tímamótum í mínu lífi,“ segir Ólafía Þórunn í upphafi tilkynningarinnar áður en tilfinningarnar taka yfir. Kylfingurinn fyrrverandi segist ætla að eyða tíma með fjölskyldu sinni, eiga dýrmætar stundir með syni sínum og frumkvöðla verkefni sem hún hefur haft í kollinum í nokkur ár. „Það er alltaf mikilvægt fyrir mig að gefa eitthvað til samfélagsins þannig að ég mun reyna það að bestu getu,“ bætir hún við en myndbandið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Ólafía Þórunn var valinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna árið 2017 eftir frábæran árangur. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og varð Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur, Birgi Leifi Hafþórssyni og Axel Bóassyni árið 2018. Einnig er Ólafía Þórunn eini íslenski kylfingurinn til að taka þátt á öllum fimm risamótunum í golfi kvenna. Alls tók hún þátt á sjö risamótum á ferli sínum og 26 mótum á vegum LPGA-mótaraðarinnar. Hæst komst hún upp í 172. sæti heimslistans. Snemma árs 2019 greindi Ólafía Þórunn frá því að álagið væri farið að segja til sín og hún þyrfti að taka sér pásu þar sem hún hefði keyrt sig út bæði andlega og líkamlega. Hún hefur nú, þremur árum síðar, tekið þá ákvörðun að snúa sér að öðrum hlutum en golfi. Klippa: Ólafía Þórunn tilkynnir að hún sé hætt í golfi
Golf Tímamót Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti