Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 09:31 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af síðustu leikjunum í undankeppni HM, eftir að hafa verið frábær á EM í sumar. Getty/Alex Pantling Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi næsta föstudag og heldur svo til Hollands í úrslitaleik um sæti á HM. Landsliðið var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem meðal annars var rætt um þá staðreynd að Karólína, sem var frábær á EM í Englandi í júlí, yrði ekki með vegna meiðsla. „Auðvitað eru það stórar fréttir og það fer hrollur um marga, eflaust. En við höfum misst út lykilleikmenn og við leysum það alltaf. Þetta er ekki of stór biti fyrir okkur,“ sagði Harpa. Kantmaðurinn Hlín Eiríksdóttir er nú með í landsliðinu á nýjan leik eftir góða frammistöðu í Svíþjóð í sumar. Koma hennar hjálpar til við að fylla í skarð Karólínu, segir Harpa: „Það er ekki það langt síðan að Karólína var ekki eitt af stóru nöfnunum. Við erum með reynslubolta þarna inni og getum gert breytingar. Karólína Lea var ekki á miðjunni hans [Þorsteins] á EM. Við erum að fá inn leikmenn eins og Hlín sem getur leyst þessa kantstöðu mjög vel – gríðarlega sterk og jákvætt að fá hana inn.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um landsliðið Auk þess sem Hlín kemur inn þá er miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir í hópnum á nýjan leik eftir að hafa farið á kostum með liði Vals í Bestu deildinni í sumar. Hún var valin í skarðið sem Hallbera Guðný Gísladóttir skildi eftir þegar hún lagði skóna á hilluna eftir EM, þrátt fyrir að Arna sé alls ekki hugsuð sem vinstri bakvörður. „Arna Sif búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni“ „Mér finnst mjög „basic“ að Arna Sif komi þarna inn. Hún er búin að vera að spila frábærlega og ég held að hún hafi alveg gert tilkall til þess að vera í EM-hópnum. Annað er nokkuð eftir bókinni,“ sagði Harpa um valið á varnar- og markmönnum. „Þetta kemur kannski á óvart því það hafa aðrir leikmenn virst vera á undan henni á lista hjá Þorsteini til þessa, en þetta kemur engan veginn á óvart miðað við frammistöðu í sumar og hún er klárlega búin að vinna sér inn fyrir þessu sæti,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og benti á að Natasha Anasi, miðvörður Breiðabliks, hefði þó ekkert gert af sér til að missa Örnu Sif fram fyrir sig í goggunarröðinni. „Mér finnst Arna Sif bara búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni í sumar. Ég veit ekki hvar listinn hans Steina er en ég held að Arna sé nú búin að vera á blaði hjá honum,“ sagði Harpa. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi næsta föstudag og heldur svo til Hollands í úrslitaleik um sæti á HM. Landsliðið var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem meðal annars var rætt um þá staðreynd að Karólína, sem var frábær á EM í Englandi í júlí, yrði ekki með vegna meiðsla. „Auðvitað eru það stórar fréttir og það fer hrollur um marga, eflaust. En við höfum misst út lykilleikmenn og við leysum það alltaf. Þetta er ekki of stór biti fyrir okkur,“ sagði Harpa. Kantmaðurinn Hlín Eiríksdóttir er nú með í landsliðinu á nýjan leik eftir góða frammistöðu í Svíþjóð í sumar. Koma hennar hjálpar til við að fylla í skarð Karólínu, segir Harpa: „Það er ekki það langt síðan að Karólína var ekki eitt af stóru nöfnunum. Við erum með reynslubolta þarna inni og getum gert breytingar. Karólína Lea var ekki á miðjunni hans [Þorsteins] á EM. Við erum að fá inn leikmenn eins og Hlín sem getur leyst þessa kantstöðu mjög vel – gríðarlega sterk og jákvætt að fá hana inn.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um landsliðið Auk þess sem Hlín kemur inn þá er miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir í hópnum á nýjan leik eftir að hafa farið á kostum með liði Vals í Bestu deildinni í sumar. Hún var valin í skarðið sem Hallbera Guðný Gísladóttir skildi eftir þegar hún lagði skóna á hilluna eftir EM, þrátt fyrir að Arna sé alls ekki hugsuð sem vinstri bakvörður. „Arna Sif búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni“ „Mér finnst mjög „basic“ að Arna Sif komi þarna inn. Hún er búin að vera að spila frábærlega og ég held að hún hafi alveg gert tilkall til þess að vera í EM-hópnum. Annað er nokkuð eftir bókinni,“ sagði Harpa um valið á varnar- og markmönnum. „Þetta kemur kannski á óvart því það hafa aðrir leikmenn virst vera á undan henni á lista hjá Þorsteini til þessa, en þetta kemur engan veginn á óvart miðað við frammistöðu í sumar og hún er klárlega búin að vinna sér inn fyrir þessu sæti,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og benti á að Natasha Anasi, miðvörður Breiðabliks, hefði þó ekkert gert af sér til að missa Örnu Sif fram fyrir sig í goggunarröðinni. „Mér finnst Arna Sif bara búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni í sumar. Ég veit ekki hvar listinn hans Steina er en ég held að Arna sé nú búin að vera á blaði hjá honum,“ sagði Harpa.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira