„Cristiano Ronaldo færi í Liverpool ef hann ætti möguleika á því“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 09:00 Cristiano Ronaldo vill spila í Meistaradeildinni og það fær hann ekki sem leikmaður Manchester United í vetur. Getty/James Gill Cristiano Ronaldo reynir nú allt til þess að komast frá Manchester United og í lið sem spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Fyrrum enskur landsliðsmaður er allt annað en hrifinn af fréttunum sem sífellt berast af einum besta fótboltamanni sögunnar. Sá heitir Gabriel Agbonlahor og gerði góða hluti með Aston Villa á árum áður. Hann segir að Ronaldo sýni United enga hollustu með þessum tilraunum sínum til að losna. Cristiano Ronaldo would join Liverpool this summer, if he could." He has no loyalty to Manchester United."https://t.co/AbMugeXf1p— SPORTbible (@sportbible) July 29, 2022 Manchester United hefur margoft gefið það út að Ronaldo sé ekki til sölu en hann hefur ekkert verið í kringum liðið á undirbúningstímabilinu og mætti aðeins á svæðið í vikunni til að reyna að fá sig lausan samkvæmt fréttum enskra miðla. „Cristiano Ronaldo færi í Liverpool í sumar ef hann ætti möguleika á því. Þeir eru aðalerkifjendur Man. United en þetta snýst allt um Ronaldo sjálfan,“ sagði Gabriel Agbonlahor í viðtali við talkSPORT. „Hann fer þangað sem hann getur spilað Meistaradeildarfótbolta, til að bæta við markatölfræði sína og vinna titla. Ég held að Ronaldo beri enga hollustu til United, Real Madrid eða Juventus,“ sagði Agbonlahor en það eru þrjú síðustu félögin sem Portúgalinn spilaði með. Should Man United let Cristiano Ronaldo go? pic.twitter.com/UnQaXNAITX— ESPN UK (@ESPNUK) July 28, 2022 Ronaldo er orðinn 37 ára gamall og á því ekki mörg tímabil eftir í fremstu röð. Hann er markhæsti fótboltamaður sögunnar og sá sem hefur skorað flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar auk þess að spila flesta leiki og vinna hana fimm sinnum á ferlinum. Hann fór ekki með United í æfingaferðina til Tælands og Ástralíu en mætti svo á æfingasvæðið í Carrington með umboðsmann sinn, Jorge Mendes, með í för. Manchester United endaði bara í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þrátt fyrir átján mörk frá Ronaldo og liðið spilar því í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara með eins marks forskot Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira
Fyrrum enskur landsliðsmaður er allt annað en hrifinn af fréttunum sem sífellt berast af einum besta fótboltamanni sögunnar. Sá heitir Gabriel Agbonlahor og gerði góða hluti með Aston Villa á árum áður. Hann segir að Ronaldo sýni United enga hollustu með þessum tilraunum sínum til að losna. Cristiano Ronaldo would join Liverpool this summer, if he could." He has no loyalty to Manchester United."https://t.co/AbMugeXf1p— SPORTbible (@sportbible) July 29, 2022 Manchester United hefur margoft gefið það út að Ronaldo sé ekki til sölu en hann hefur ekkert verið í kringum liðið á undirbúningstímabilinu og mætti aðeins á svæðið í vikunni til að reyna að fá sig lausan samkvæmt fréttum enskra miðla. „Cristiano Ronaldo færi í Liverpool í sumar ef hann ætti möguleika á því. Þeir eru aðalerkifjendur Man. United en þetta snýst allt um Ronaldo sjálfan,“ sagði Gabriel Agbonlahor í viðtali við talkSPORT. „Hann fer þangað sem hann getur spilað Meistaradeildarfótbolta, til að bæta við markatölfræði sína og vinna titla. Ég held að Ronaldo beri enga hollustu til United, Real Madrid eða Juventus,“ sagði Agbonlahor en það eru þrjú síðustu félögin sem Portúgalinn spilaði með. Should Man United let Cristiano Ronaldo go? pic.twitter.com/UnQaXNAITX— ESPN UK (@ESPNUK) July 28, 2022 Ronaldo er orðinn 37 ára gamall og á því ekki mörg tímabil eftir í fremstu röð. Hann er markhæsti fótboltamaður sögunnar og sá sem hefur skorað flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar auk þess að spila flesta leiki og vinna hana fimm sinnum á ferlinum. Hann fór ekki með United í æfingaferðina til Tælands og Ástralíu en mætti svo á æfingasvæðið í Carrington með umboðsmann sinn, Jorge Mendes, með í för. Manchester United endaði bara í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þrátt fyrir átján mörk frá Ronaldo og liðið spilar því í Evrópudeildinni á komandi tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara með eins marks forskot Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira