Everton steinlá og Lampard varar liðið við annarri fallbaráttu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júlí 2022 12:31 Frank Lampard segir að leikmenn Everton þurfi að gera betur til að sleppa við aðra fallbaráttu. Brace Hemmelgarn/Everton FC via Getty Images Undibúningstímabil enska úrvalsdeildarliðsins Everton fer ekki vel af stað, en liðið steinlá 4-0 er þeir bláklæddu heimsóttu Minnesota United í Bandaríkjunum í nótt. Frank Lampard, þjálfari Everton, varaði leikmenn liðsins við annarri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Everton bjargaði sér endanlega frá falli á seinustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni með 3-2 sigri gegn Crystal Palace í næst seinustu umferð deildarinnar. Dominic Calwert-Lewin skoraði sigurmark liðsins á 85. mínútu eftir að Crystal Palace hafði komist í 0-2 í fyrri hálfleik. Eins og áður segir tapaði liðið 4-0 gegn Minnesota United í nótt, en Everton hefur þá tapað báðum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Everton mátti þola 2-0 tap gegn Arsenal í fyrsta leik sínum á þessu undirbúningstímabili. NEWS | Frank Lampard has warned that #EFC could face another relegation battle after the club lost 4-0 to MLS side Minnesota United in pre-season.More from @jwhitey98 https://t.co/oGZat1SfZR— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 21, 2022 Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við blaðamenn eftir tapið í nótt. Hann sagði að bæði hann og leikmenn liðsins þyrftu að gera betur til að forðast aðra fallbaráttu. „Leikmenn liðsins verða að skilja að við vorum í fallbaráttu stóran hluta seinasta tímabils,“ sagði Lampard. „Við áttum frábært kvöld [á móti Crystal Palace] og náðum í frábær úrslit sem voru söguleg fyrir félagið. En um leið og það var búið þá lagði ég það til hliðar og leikmennirnir verða að gera það líka.“ „Við vorum í þessari baráttu af ástæðu og ef við viljum ekki lenda í sömu stöðu aftur þá þurfa leikmennirnir að gera betur. Ég þarf að gera betur.“ „Það er mikið sem við þurfum að pæla í og það er mikil vinna framundan,“ sagði Lampard að lokum. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
Everton bjargaði sér endanlega frá falli á seinustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni með 3-2 sigri gegn Crystal Palace í næst seinustu umferð deildarinnar. Dominic Calwert-Lewin skoraði sigurmark liðsins á 85. mínútu eftir að Crystal Palace hafði komist í 0-2 í fyrri hálfleik. Eins og áður segir tapaði liðið 4-0 gegn Minnesota United í nótt, en Everton hefur þá tapað báðum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Everton mátti þola 2-0 tap gegn Arsenal í fyrsta leik sínum á þessu undirbúningstímabili. NEWS | Frank Lampard has warned that #EFC could face another relegation battle after the club lost 4-0 to MLS side Minnesota United in pre-season.More from @jwhitey98 https://t.co/oGZat1SfZR— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 21, 2022 Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við blaðamenn eftir tapið í nótt. Hann sagði að bæði hann og leikmenn liðsins þyrftu að gera betur til að forðast aðra fallbaráttu. „Leikmenn liðsins verða að skilja að við vorum í fallbaráttu stóran hluta seinasta tímabils,“ sagði Lampard. „Við áttum frábært kvöld [á móti Crystal Palace] og náðum í frábær úrslit sem voru söguleg fyrir félagið. En um leið og það var búið þá lagði ég það til hliðar og leikmennirnir verða að gera það líka.“ „Við vorum í þessari baráttu af ástæðu og ef við viljum ekki lenda í sömu stöðu aftur þá þurfa leikmennirnir að gera betur. Ég þarf að gera betur.“ „Það er mikið sem við þurfum að pæla í og það er mikil vinna framundan,“ sagði Lampard að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira