„Vá, næst sjá þeir okkur kannski á bensínstöðinni“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 09:01 Erling Haaland í ísbaði á æfingu Manchester City. Getty/Matt McNulty Norski markaskorarinn Erling Haaland er mættur í enska boltann og það hefur óhjákvæmilega í för með sér meiri umfjöllun um hann í ensku götublöðunum. Pabbi hans gerði grín að fréttaflutningi The Sun í gær. Blaðamenn The Sun ákváðu að gera sér mat úr því að mynd náðist af Erling Haaland með Alfie pabba sínum í verslun Sainsbury að kaupa ýmsar vörur fyrir heimilið. Þeir fóru yfir það hvað hinn 21 árs gamli Haaland, sem Manchester City keypti frá Dortmund fyrir 51 milljón punda í sumar, og pabbi hans hefðu sett í innkaupakerruna. Þar á meðal var hraðsuðuketill, ruslafata, klósettpappír, skálar og flaska af tómatsósu. Alfie ákvað að skjóta á þennan fréttaflutning og skrifaði: „Vá, næst sjá þeir okkur kannski á bensínstöðinni. Dísel, bensín… 95, 98?“ Wow, next time they might see us at the petrol station. Diesel, petrol . 95, 98? https://t.co/iCo2FFNpWu— Alfie Haaland (@alfiehaaland) July 19, 2022 Þó að flestir hafi sjálfsagt lítinn áhuga á að vita hvaða vörur feðgarnir voru að versla þá er þess beðið með mikilli eftirvæntingu að sjá hvernig Erling Haaland reiðir af í ensku úrvalsdeildinni. Tímabilið hjá City hefst eftir tíu daga með leik við Liverpool um Samfélagsskjöldinn en fyrsti deildarleikur liðsins er svo gegn West Ham 7. ágúst. Áður en að þessum leikjum kemur mun Haaland væntanlega spila sínar fyrstu mínútur í City-treyjunni í vináttuleik gegn mexíkóska liðinu América í nótt eða gegn Bayern München á laugardagskvöld. Haaland skoraði 83 mörk í 87 leikjum fyrir Dortmund áður en hann skrifaði undir samning við City sem gildir til ársins 2027. Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara með eins marks forskot Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira
Blaðamenn The Sun ákváðu að gera sér mat úr því að mynd náðist af Erling Haaland með Alfie pabba sínum í verslun Sainsbury að kaupa ýmsar vörur fyrir heimilið. Þeir fóru yfir það hvað hinn 21 árs gamli Haaland, sem Manchester City keypti frá Dortmund fyrir 51 milljón punda í sumar, og pabbi hans hefðu sett í innkaupakerruna. Þar á meðal var hraðsuðuketill, ruslafata, klósettpappír, skálar og flaska af tómatsósu. Alfie ákvað að skjóta á þennan fréttaflutning og skrifaði: „Vá, næst sjá þeir okkur kannski á bensínstöðinni. Dísel, bensín… 95, 98?“ Wow, next time they might see us at the petrol station. Diesel, petrol . 95, 98? https://t.co/iCo2FFNpWu— Alfie Haaland (@alfiehaaland) July 19, 2022 Þó að flestir hafi sjálfsagt lítinn áhuga á að vita hvaða vörur feðgarnir voru að versla þá er þess beðið með mikilli eftirvæntingu að sjá hvernig Erling Haaland reiðir af í ensku úrvalsdeildinni. Tímabilið hjá City hefst eftir tíu daga með leik við Liverpool um Samfélagsskjöldinn en fyrsti deildarleikur liðsins er svo gegn West Ham 7. ágúst. Áður en að þessum leikjum kemur mun Haaland væntanlega spila sínar fyrstu mínútur í City-treyjunni í vináttuleik gegn mexíkóska liðinu América í nótt eða gegn Bayern München á laugardagskvöld. Haaland skoraði 83 mörk í 87 leikjum fyrir Dortmund áður en hann skrifaði undir samning við City sem gildir til ársins 2027.
Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara með eins marks forskot Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira