Segir að stelpurnar verði að þora í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 15:31 Þorsteinn Halldórsson á æfingu liðsins í Rotherham í gær. Vísir/Vilhelm Landsliðsþjálfarinn biður um hugrekki frá sínum leikmönnum í leiknum mikilvæga á móti Frakklandi á EM í Englandi í kvöld en þar ræðst það hvort íslenska liðið komist í átta liða úrslit keppninnar. Íslenska liðið hefur spilað varnarleikinn mjög vel og aðeins fengið á sig eitt mark utan af velli því hitt markið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Íslensku stelpurnar hafa heldur ekki fengið eitt einasta gula spjald á mótinu. „Ég er ánægður með varnarleikinn heilt yfir. Við höfum varist vel sem lið út um allan völl. Það er vinnusemin sem hefur skilað því að við höfum ekki verið að fá mörk á okkur. Ég er sáttur við varnarleikinn heilt yfir hjá öllum leikmönnum. Við höfum krafist mikils vinnuframlags af þeim og við höfum verið að spila vel varnarlega,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins. Marie-Antoinette Katoto sleit krossband í síðasta leik sem er mikið áfall fyrir franska liðið. Það breytir aftur á móti engu fyrir nálgun Þorsteins á leikinn. „Nei, það breytti alls engu. Ég veit að hún er stórkostlegur leikmaður en við erum ekki að fara breyta hlutum í okkar varnarskipulagi. Við breytum engu.“ sagði Þorsteinn. En hvernig ætlar íslenska liðið að ná í nauðsynleg úrslit á móti Frökkum. „Það eru ákveðnar leiðir sem þær leita alltaf í. Það eru ákveðnar vinnureglur í sóknarleiknum hjá þeim sem við þurfum að vera klárar í að leysa og lesa. Þær leita mjög mikið í þessar leiðir. Við þurfum að vera sterk einn á móti þeim inn í þessum svæðum. Vera tilbúin í smá slagsmál á móti þeim. Þetta er líkamlega sterkt lið og það er hraði í liðinu,“ sagði Þorsteinn og hann vill fá meiri kjark hjá sínum stelpum með boltann. „Svo þurfum við að þora í sóknarleiknum. Þora að vera með boltann, þora að sækja á þær, finna svæðin sem myndast þegar þær eru að sækja. Að við spilum honum inn í það pláss þegar við vinnum hann. Það eru ýmsir hluti sem við þurfum að gera en ég tel að við munum gera þetta á morgun og við ætlum að gera þetta,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Íslenska liðið hefur spilað varnarleikinn mjög vel og aðeins fengið á sig eitt mark utan af velli því hitt markið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Íslensku stelpurnar hafa heldur ekki fengið eitt einasta gula spjald á mótinu. „Ég er ánægður með varnarleikinn heilt yfir. Við höfum varist vel sem lið út um allan völl. Það er vinnusemin sem hefur skilað því að við höfum ekki verið að fá mörk á okkur. Ég er sáttur við varnarleikinn heilt yfir hjá öllum leikmönnum. Við höfum krafist mikils vinnuframlags af þeim og við höfum verið að spila vel varnarlega,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins. Marie-Antoinette Katoto sleit krossband í síðasta leik sem er mikið áfall fyrir franska liðið. Það breytir aftur á móti engu fyrir nálgun Þorsteins á leikinn. „Nei, það breytti alls engu. Ég veit að hún er stórkostlegur leikmaður en við erum ekki að fara breyta hlutum í okkar varnarskipulagi. Við breytum engu.“ sagði Þorsteinn. En hvernig ætlar íslenska liðið að ná í nauðsynleg úrslit á móti Frökkum. „Það eru ákveðnar leiðir sem þær leita alltaf í. Það eru ákveðnar vinnureglur í sóknarleiknum hjá þeim sem við þurfum að vera klárar í að leysa og lesa. Þær leita mjög mikið í þessar leiðir. Við þurfum að vera sterk einn á móti þeim inn í þessum svæðum. Vera tilbúin í smá slagsmál á móti þeim. Þetta er líkamlega sterkt lið og það er hraði í liðinu,“ sagði Þorsteinn og hann vill fá meiri kjark hjá sínum stelpum með boltann. „Svo þurfum við að þora í sóknarleiknum. Þora að vera með boltann, þora að sækja á þær, finna svæðin sem myndast þegar þær eru að sækja. Að við spilum honum inn í það pláss þegar við vinnum hann. Það eru ýmsir hluti sem við þurfum að gera en ég tel að við munum gera þetta á morgun og við ætlum að gera þetta,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira