Gunnhildur Yrsa: Sandra átti stórkostlegan leik Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2022 19:18 EM Englandi í knattspyrnu kvenna, leikur gegn Ítalíu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir stóð í ströngu á miðju íslenska liðsins í dag. Hún var stolt af liðsfélögum sínum í dag og sagði að þær ætluðu að fara erfiðu leiðina í 8-liða úrslitin. „Auðvitað er þetta svekkjandi, við skorum snemma og vörðumst frábærlega. Ég verð að hrósa stelpunum, þær gáfu allt í varnarleikinn,“ sagði Gunnhildur Yrsa þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spjallaði við hana að leik loknum í kvöld. „Við hleyptum þeim inn í leikinn en Sandra átti stórkostlegan leik, ég skil ekki af hverju hún var ekki maður leiksins. Stelpurnar mega vera stoltar, Ítalía er með sterkt lið og við förum bara erfiðari leiðina og tökum Frakkana,“ bætti Gunnhildur Yrsa við en Ísland mætir Frökkum í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag. Hún sagðist eiga eftir að horfa aftur á leikinn til að átta sig aðeins betur á hvernig hann spilaðist. „Þær eru að vinna seinni boltana sem gerði okkur erfitt að halda boltanum. Svona er fótboltinn, við fáum á okkur þetta mark og það er eriftt að koma til baka. Við spiluðum fyrir fjórum dögum en mér fannst stelpurnar standa sig frábærlega.“ „Ítalía er með mjög sterkt lið og eru fyrir ofan okkur á FIFA listanum. Það er erfitt að taka bara eitt stig, við skorum fyrst og hefðum getað haldið þeim frá markinu. Mér fannst þær ekki skapa sér mikið í fyrri, síðan byrjuðum við að opna fyrir þeim í seinni hálfleik og þær áttu helling af færum.“ Hún sagði að nú þyrfti liðið að ná í íslensku geðveikina. „Við ákváðum að setja pressu á okkur og ná í íslensku geðveikina. Ef það er eitthvað sem við getum er það að finna okkar geðveiki og víkingarnir mæta, við mætum brjálaðar gegn Frökkum. Þessi hópur er geggjaður og gefur allt í alla leiki og við munum gera það gegn Frökkum.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elísa: Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið Elísa Viðarsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands í dag og var að vonum svekkjandi með úrslitin en fann íslenska liðið hafa góða stjórn á leiknum. 14. júlí 2022 19:07 Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum. 14. júlí 2022 19:06 Þorsteinn hálfdapur eftir leik en vill að Frakkar vinni Belga í kvöld Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi að íslenska liðið hafi ekki spilað sitt besta leik í jafnteflinu á móti Ítalíu á EM í Englandi í kvöld. 14. júlí 2022 18:50 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira
„Auðvitað er þetta svekkjandi, við skorum snemma og vörðumst frábærlega. Ég verð að hrósa stelpunum, þær gáfu allt í varnarleikinn,“ sagði Gunnhildur Yrsa þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spjallaði við hana að leik loknum í kvöld. „Við hleyptum þeim inn í leikinn en Sandra átti stórkostlegan leik, ég skil ekki af hverju hún var ekki maður leiksins. Stelpurnar mega vera stoltar, Ítalía er með sterkt lið og við förum bara erfiðari leiðina og tökum Frakkana,“ bætti Gunnhildur Yrsa við en Ísland mætir Frökkum í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag. Hún sagðist eiga eftir að horfa aftur á leikinn til að átta sig aðeins betur á hvernig hann spilaðist. „Þær eru að vinna seinni boltana sem gerði okkur erfitt að halda boltanum. Svona er fótboltinn, við fáum á okkur þetta mark og það er eriftt að koma til baka. Við spiluðum fyrir fjórum dögum en mér fannst stelpurnar standa sig frábærlega.“ „Ítalía er með mjög sterkt lið og eru fyrir ofan okkur á FIFA listanum. Það er erfitt að taka bara eitt stig, við skorum fyrst og hefðum getað haldið þeim frá markinu. Mér fannst þær ekki skapa sér mikið í fyrri, síðan byrjuðum við að opna fyrir þeim í seinni hálfleik og þær áttu helling af færum.“ Hún sagði að nú þyrfti liðið að ná í íslensku geðveikina. „Við ákváðum að setja pressu á okkur og ná í íslensku geðveikina. Ef það er eitthvað sem við getum er það að finna okkar geðveiki og víkingarnir mæta, við mætum brjálaðar gegn Frökkum. Þessi hópur er geggjaður og gefur allt í alla leiki og við munum gera það gegn Frökkum.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elísa: Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið Elísa Viðarsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands í dag og var að vonum svekkjandi með úrslitin en fann íslenska liðið hafa góða stjórn á leiknum. 14. júlí 2022 19:07 Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum. 14. júlí 2022 19:06 Þorsteinn hálfdapur eftir leik en vill að Frakkar vinni Belga í kvöld Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi að íslenska liðið hafi ekki spilað sitt besta leik í jafnteflinu á móti Ítalíu á EM í Englandi í kvöld. 14. júlí 2022 18:50 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira
Elísa: Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið Elísa Viðarsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands í dag og var að vonum svekkjandi með úrslitin en fann íslenska liðið hafa góða stjórn á leiknum. 14. júlí 2022 19:07
Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum. 14. júlí 2022 19:06
Þorsteinn hálfdapur eftir leik en vill að Frakkar vinni Belga í kvöld Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi að íslenska liðið hafi ekki spilað sitt besta leik í jafnteflinu á móti Ítalíu á EM í Englandi í kvöld. 14. júlí 2022 18:50