Gamlir landpóstar mynda nýtt fimmtíu kílómetra hlaup Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2022 11:55 Þórhildur Ólöf, forstjóri Póstsins, ætlar að taka þátt í hlaupinu. samsett Nýtt fimmtíu kílómetra utanvegahlaup, Pósthlaupið, verður haldið í fyrsta sinn þann 6. ágúst næstkomandi. Hlaupið verður milli gamalla landpósta sem voru lífæð samskipta á Íslandi um árhundruð. Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins, mun taka þátt hlaupinu og kveðst spennt fyrir áskoruninni. Hugmynd hennar að fimmtíu kílómetra hlaupinu kviknaði eftir að hún náði sjálf fimmtíu ára aldri. Starfsmenn póstsins hafi gripið hugmyndina á lofti, að sögn Þórhildar. „Við lögðumst saman yfir landakort og skoðuðum gamlar landpóstaleiðir og komum auga á að milli Staðarskála og Búðardals liggur skemmtileg leið sem er akkúrat hæfilega löng. Þá var ekki aftur snúið og við ákváðum að Pósthlaupið skyldi verða að veruleika," segir Þórhildur. Þórhildur Ólöf Helgadóttir.aðsend Hlaupið hefst við minnismerki um landpósta sunnan við Staðarskála í Hrútafirði. Þaðan verður hlaupin gömul landpóstaleið yfir Haukadalsskarð niður í Haukadal og sem leið liggur eftir dalnum, meðfram Haukadalsvatni, niður á reiðstíg við Vestfjarðaveg í Dölum og eftir honum og Vestfjarðavegi alla leið í Búðardal. Einnig er í boði að hlaupa 26 km, frá Kirkjufellsrétt innst í Haukadal, eða 7 km, frá flugvellinum á Kambsnesi, í Búðardal. Landpóstar lífæð samskipta á Íslandi Hlaupastjóri Pósthlaupsins er Ragnar Kristinsson, sagnfræðingur og sölumaður hjá Póstinum. Hann segir Landpósta hafa verið lífæð samskipta á Íslandi um árhundruð. Margir voru landsþekktir fyrir elju og harðfylgi og lögðu sig oft í hættu við erfiðar aðstæður til að koma bréfum og pökkum til fólks í sveitum um allt land. Það sé vel við hæfi að minning þeirra sé heiðruð með hlaupi á milli þessara þekktu póststaða. Markið verður við pósthúsið í Búðardal og verða verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki í vegalengdunum þremur. Tekið verður á móti fólki með veitingum úr héraði og er fólk hvatt til að taka fjölskylduna með í hlaupið og gista á tjaldsvæðinu í Búðardal. Hlaupið verður milli gamalla landpósta.aðsend Þórhildur, forstjóri Póstsins, leggur áherslu á að hlaupið sé haldið í náinni samvinnu við íbúa á svæðinu en gjald fyrir þátttöku rennur óskipt til Björgunarsveitarinnar Óskar. „Við ætlum að eiga skemmtilegan dag saman í ágúst. Svo vonumst við til að hlaupið festi sig í sessi og verði vinsæll viðburður til framtíðar,“ segir hún. Nánari upplýsingar um Pósthlaupið er að finna á Hlaup.is og á Facebook. Hlaup Pósturinn Dalabyggð Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins, mun taka þátt hlaupinu og kveðst spennt fyrir áskoruninni. Hugmynd hennar að fimmtíu kílómetra hlaupinu kviknaði eftir að hún náði sjálf fimmtíu ára aldri. Starfsmenn póstsins hafi gripið hugmyndina á lofti, að sögn Þórhildar. „Við lögðumst saman yfir landakort og skoðuðum gamlar landpóstaleiðir og komum auga á að milli Staðarskála og Búðardals liggur skemmtileg leið sem er akkúrat hæfilega löng. Þá var ekki aftur snúið og við ákváðum að Pósthlaupið skyldi verða að veruleika," segir Þórhildur. Þórhildur Ólöf Helgadóttir.aðsend Hlaupið hefst við minnismerki um landpósta sunnan við Staðarskála í Hrútafirði. Þaðan verður hlaupin gömul landpóstaleið yfir Haukadalsskarð niður í Haukadal og sem leið liggur eftir dalnum, meðfram Haukadalsvatni, niður á reiðstíg við Vestfjarðaveg í Dölum og eftir honum og Vestfjarðavegi alla leið í Búðardal. Einnig er í boði að hlaupa 26 km, frá Kirkjufellsrétt innst í Haukadal, eða 7 km, frá flugvellinum á Kambsnesi, í Búðardal. Landpóstar lífæð samskipta á Íslandi Hlaupastjóri Pósthlaupsins er Ragnar Kristinsson, sagnfræðingur og sölumaður hjá Póstinum. Hann segir Landpósta hafa verið lífæð samskipta á Íslandi um árhundruð. Margir voru landsþekktir fyrir elju og harðfylgi og lögðu sig oft í hættu við erfiðar aðstæður til að koma bréfum og pökkum til fólks í sveitum um allt land. Það sé vel við hæfi að minning þeirra sé heiðruð með hlaupi á milli þessara þekktu póststaða. Markið verður við pósthúsið í Búðardal og verða verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki í vegalengdunum þremur. Tekið verður á móti fólki með veitingum úr héraði og er fólk hvatt til að taka fjölskylduna með í hlaupið og gista á tjaldsvæðinu í Búðardal. Hlaupið verður milli gamalla landpósta.aðsend Þórhildur, forstjóri Póstsins, leggur áherslu á að hlaupið sé haldið í náinni samvinnu við íbúa á svæðinu en gjald fyrir þátttöku rennur óskipt til Björgunarsveitarinnar Óskar. „Við ætlum að eiga skemmtilegan dag saman í ágúst. Svo vonumst við til að hlaupið festi sig í sessi og verði vinsæll viðburður til framtíðar,“ segir hún. Nánari upplýsingar um Pósthlaupið er að finna á Hlaup.is og á Facebook.
Hlaup Pósturinn Dalabyggð Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira