Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 08:30 Sepp Blatter og Michel Platini hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu. Shaun Botterill/Getty Images Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. Blatter, sem var forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA í 17 ár, var sýknaður af ásökunum um fjársvik og fleiri brot af alríkisglæpadómstólnum í svissnesku borginni Bellinzona. Platini, fyrrum forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA og varaforseti FIFA, var einnig sýknaður. Árið 2019 hóf FIFA málsókn gegn þeim Blatter og Platini þar sem markmið málsóknarinnar er að endurheimta peningana sem Michel Platini fékk „undir borðið“ frá Sepp Blatter í janúar árið 2011. Um var að ræða tvær milljónir svissneska franka sem Platini fékk inn á reikninginn sinn, sem samsvaraði um 250 milljónum íslenskra króna. Báðir voru dæmdir sekir fyrir mútur í þessu máli og misstu háttsetta stöðu sína innan fótboltaheimsins. Báðir höfðu þeir neitað ásökunum og sagt að millifærslan hafi verið greiðsla fyrir ráðgjafavinnu Platinis fyrir FIFA. „Ég er ekki saklaus í mínu lífi, en í þessu máli er ég saklaus,“ sagði Blatter við komu sína í dómshúsið í morgun. Blatter var forseti FIFA í 17 ár áður en hann var rekinn árið 2015. Platini var við stjórnvölin hjá UEFA í átta ár áður en hann yfirgaf stöðu sína sama dag og kollegi sinn. FIFA UEFA Sviss Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Blatter og Platini hefjast í dag Réttarhöld vegna meintrar spillingar og fjársvika Sepps Blatter, fyrrum forseta FIFA, og Michels Platini, fyrrum forseta UEFA, hefjast í Bellinzona í Sviss í dag. 8. júní 2022 11:01 Blatter og Platini ákærðir í Sviss Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini. 2. nóvember 2021 15:16 Hefja rannsókn á forseta FIFA í Sviss Sérstakur saksóknari í Sviss hefur hafið rannsókn á máli Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Vísbendingar eru sagðar hafa fundist um glæpsamlegt athæfi í umdeildum samskiptum Infantino við ríkissaksóknara Sviss. 30. júlí 2020 13:06 FIFA stefnir Sepp Blatter og Michel Platini og vill fá allar milljónirnar aftur Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið málsókn gegn fyrrum forseta og fyrrum varaforseti sambandsins en þetta eru þeir Sepp Blatter og Michel Platini. 16. desember 2019 14:30 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Blatter, sem var forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA í 17 ár, var sýknaður af ásökunum um fjársvik og fleiri brot af alríkisglæpadómstólnum í svissnesku borginni Bellinzona. Platini, fyrrum forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA og varaforseti FIFA, var einnig sýknaður. Árið 2019 hóf FIFA málsókn gegn þeim Blatter og Platini þar sem markmið málsóknarinnar er að endurheimta peningana sem Michel Platini fékk „undir borðið“ frá Sepp Blatter í janúar árið 2011. Um var að ræða tvær milljónir svissneska franka sem Platini fékk inn á reikninginn sinn, sem samsvaraði um 250 milljónum íslenskra króna. Báðir voru dæmdir sekir fyrir mútur í þessu máli og misstu háttsetta stöðu sína innan fótboltaheimsins. Báðir höfðu þeir neitað ásökunum og sagt að millifærslan hafi verið greiðsla fyrir ráðgjafavinnu Platinis fyrir FIFA. „Ég er ekki saklaus í mínu lífi, en í þessu máli er ég saklaus,“ sagði Blatter við komu sína í dómshúsið í morgun. Blatter var forseti FIFA í 17 ár áður en hann var rekinn árið 2015. Platini var við stjórnvölin hjá UEFA í átta ár áður en hann yfirgaf stöðu sína sama dag og kollegi sinn.
FIFA UEFA Sviss Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Blatter og Platini hefjast í dag Réttarhöld vegna meintrar spillingar og fjársvika Sepps Blatter, fyrrum forseta FIFA, og Michels Platini, fyrrum forseta UEFA, hefjast í Bellinzona í Sviss í dag. 8. júní 2022 11:01 Blatter og Platini ákærðir í Sviss Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini. 2. nóvember 2021 15:16 Hefja rannsókn á forseta FIFA í Sviss Sérstakur saksóknari í Sviss hefur hafið rannsókn á máli Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Vísbendingar eru sagðar hafa fundist um glæpsamlegt athæfi í umdeildum samskiptum Infantino við ríkissaksóknara Sviss. 30. júlí 2020 13:06 FIFA stefnir Sepp Blatter og Michel Platini og vill fá allar milljónirnar aftur Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið málsókn gegn fyrrum forseta og fyrrum varaforseti sambandsins en þetta eru þeir Sepp Blatter og Michel Platini. 16. desember 2019 14:30 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Réttarhöld yfir Blatter og Platini hefjast í dag Réttarhöld vegna meintrar spillingar og fjársvika Sepps Blatter, fyrrum forseta FIFA, og Michels Platini, fyrrum forseta UEFA, hefjast í Bellinzona í Sviss í dag. 8. júní 2022 11:01
Blatter og Platini ákærðir í Sviss Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini. 2. nóvember 2021 15:16
Hefja rannsókn á forseta FIFA í Sviss Sérstakur saksóknari í Sviss hefur hafið rannsókn á máli Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Vísbendingar eru sagðar hafa fundist um glæpsamlegt athæfi í umdeildum samskiptum Infantino við ríkissaksóknara Sviss. 30. júlí 2020 13:06
FIFA stefnir Sepp Blatter og Michel Platini og vill fá allar milljónirnar aftur Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið málsókn gegn fyrrum forseta og fyrrum varaforseti sambandsins en þetta eru þeir Sepp Blatter og Michel Platini. 16. desember 2019 14:30