Þorsteinn sendir reynsluboltana fram fyrir skjöldu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2022 09:30 Glódís Perla Viggósdóttir fagnar hér einu marki íslenska liðsins í vináttuleiknum á móti Póllandi á dögunum. Glódís mun ræða við íslensku fjölmiðlanna í dag. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Það verða eflaust talsverð viðbrigði fyrir íslensku landsliðskonurnar í dag þegar þær mun í fyrsta sinn hitta fyrir íslensku fjölmiðlasveitina sem mun fylgjast með hverju fótmáli hjá þeim á Evrópumótinu í Englandi. Margir íslenskir fjölmiðlar eru mættir til Crewe til að fylgjast með þessu spennandi íslenska liði og hluti af því að keppa meðal bestu knattspyrnuþjóða Evrópu er að gefa íslensku þjóðinni sýn inn í líf sitt á þessu risastóra sviði. Stelpurnar munu því hitta fjölmiðlamenn reglulega á meðan mótinu stendur og leyfa þjóðinni að fylgjast enn betur með sér. Þetta kallar auðvitað á meira áreiti og breytingu hjá stelpunum sem hafa nánast fengið að vera í friði síðustu rúmu vikuna. Nú eru þær hins vegar mættar þangað sem þær munu eyða næstu tveimur vikum og vonandi lengur ef vel gengið á EM. Þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hafði þetta örugglega í huga þegar hann valdi hvaða leikmenn liðsins mæta í viðtölin við fjölmiðlamennina í dag. Liðið æfir þá á æfingasvæðinu hjá liði Crewe Alexandra en fyrir hana fá fjórir leikmenn það verkefni að ræða við fjölmiðla. Það vantar ekki íslenska fjölmiðlafólkið á svæðið og því verður nóg að gera hjá þessum leikmönnum fyrir æfingu í dag. Þorsteinn treystir á reynsluna því hann sendir fjóra af reyndustu leikmönnum liðsins fram fyrir skjöldu. Þetta eru markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir, varnarmennirnir Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir auk miðjumannsins Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Engin af þessum öflugu leikmönnum er að mæta á sitt fyrsta Evrópumót og þótt að umfangið og umstangið í kringum liðið hafi aldrei verið meira þá munar mikið um það. Vísisfólk er að sjálfsögðu í þessum fjölmiðlahópi og fyrstu viðtöl ættu því að detta inn á Vísir í dag. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Margir íslenskir fjölmiðlar eru mættir til Crewe til að fylgjast með þessu spennandi íslenska liði og hluti af því að keppa meðal bestu knattspyrnuþjóða Evrópu er að gefa íslensku þjóðinni sýn inn í líf sitt á þessu risastóra sviði. Stelpurnar munu því hitta fjölmiðlamenn reglulega á meðan mótinu stendur og leyfa þjóðinni að fylgjast enn betur með sér. Þetta kallar auðvitað á meira áreiti og breytingu hjá stelpunum sem hafa nánast fengið að vera í friði síðustu rúmu vikuna. Nú eru þær hins vegar mættar þangað sem þær munu eyða næstu tveimur vikum og vonandi lengur ef vel gengið á EM. Þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hafði þetta örugglega í huga þegar hann valdi hvaða leikmenn liðsins mæta í viðtölin við fjölmiðlamennina í dag. Liðið æfir þá á æfingasvæðinu hjá liði Crewe Alexandra en fyrir hana fá fjórir leikmenn það verkefni að ræða við fjölmiðla. Það vantar ekki íslenska fjölmiðlafólkið á svæðið og því verður nóg að gera hjá þessum leikmönnum fyrir æfingu í dag. Þorsteinn treystir á reynsluna því hann sendir fjóra af reyndustu leikmönnum liðsins fram fyrir skjöldu. Þetta eru markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir, varnarmennirnir Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir auk miðjumannsins Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Engin af þessum öflugu leikmönnum er að mæta á sitt fyrsta Evrópumót og þótt að umfangið og umstangið í kringum liðið hafi aldrei verið meira þá munar mikið um það. Vísisfólk er að sjálfsögðu í þessum fjölmiðlahópi og fyrstu viðtöl ættu því að detta inn á Vísir í dag.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira