Fimmtán ára vill bæjarstjórastólinn: „Ég hef allavega stuðning félaga minna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2022 20:07 Hér er Sigurjón ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta lýðveldisins. Hver veit nema Sigurjón reyni einn daginn að komast á Bessastaði? Mosfellingur á sextánda aldursári hefur sótt um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Meðal stefnumála hans er að styðja betur við kennara og gera Mosó að grænna samfélagi. Í gær var greint frá því að þrjátíu hefðu sótt um stöðu bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Á listanum mátti meðal annars finna nafn Sigurjóns Nóa Ríkharðssonar, sem skráður er sem nemi. Sigurjón er fæddur árið 2006 og kemur til með að hefja nám við Menntaskólann í Sund í haust. „Ég sá þetta bara auglýst á Instagram-síðu Mosfellsbæjar og fannst sniðugt að sækja um,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu, þá nýkominn úr unglingavinnunni. Við umsóknina þurfti hann að skila inn grunnupplýsingum um sig auk ferilskrár. Flóknara var umsóknarferlið ekki. Aðspurður segist Sigurjón hóflega bjartsýnn á að hreppa starfið, en í hópi umsækjenda má meðal annars finna fyrrverandi sveitarstjóra, lögfræðinga og forstjóra. „Ég hef allavega stuðning félaga minna,“ segir Sigurjón léttur í bragði. Með stefnumálin á reiðum höndum Þegar Sigurjón er inntur eftir þeim málefnum sem hann myndi vilja koma til leiðar, færi svo að hann yrði ráðinn til að stýra Mosfellsbæ, stendur ekki á svörum. Á liðnu skólaári vann hann að kosningaverkefni í skólanum, þar sem hann vann að mótun stefnumála. „Við vildum fá betra íþróttastarf, hækka aldurstakmark á sköttum í 18 ára, fleiri og nýrri leiktæki, biðja Hopp um að staðsetja fleiri rafmagnsfarartæki í Mosfellsbæ , styðja betur við kennara og gera Mosfellsbæ að grænna samfélagi,“ segir Sigurjón og bætir við að hann gæti vel séð fyrir sér að yfirfæra stefnumálin, í það minnsta að hluta, yfir á sveitarstjórastarfið. Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Krakkar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Í gær var greint frá því að þrjátíu hefðu sótt um stöðu bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Á listanum mátti meðal annars finna nafn Sigurjóns Nóa Ríkharðssonar, sem skráður er sem nemi. Sigurjón er fæddur árið 2006 og kemur til með að hefja nám við Menntaskólann í Sund í haust. „Ég sá þetta bara auglýst á Instagram-síðu Mosfellsbæjar og fannst sniðugt að sækja um,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu, þá nýkominn úr unglingavinnunni. Við umsóknina þurfti hann að skila inn grunnupplýsingum um sig auk ferilskrár. Flóknara var umsóknarferlið ekki. Aðspurður segist Sigurjón hóflega bjartsýnn á að hreppa starfið, en í hópi umsækjenda má meðal annars finna fyrrverandi sveitarstjóra, lögfræðinga og forstjóra. „Ég hef allavega stuðning félaga minna,“ segir Sigurjón léttur í bragði. Með stefnumálin á reiðum höndum Þegar Sigurjón er inntur eftir þeim málefnum sem hann myndi vilja koma til leiðar, færi svo að hann yrði ráðinn til að stýra Mosfellsbæ, stendur ekki á svörum. Á liðnu skólaári vann hann að kosningaverkefni í skólanum, þar sem hann vann að mótun stefnumála. „Við vildum fá betra íþróttastarf, hækka aldurstakmark á sköttum í 18 ára, fleiri og nýrri leiktæki, biðja Hopp um að staðsetja fleiri rafmagnsfarartæki í Mosfellsbæ , styðja betur við kennara og gera Mosfellsbæ að grænna samfélagi,“ segir Sigurjón og bætir við að hann gæti vel séð fyrir sér að yfirfæra stefnumálin, í það minnsta að hluta, yfir á sveitarstjórastarfið.
Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Krakkar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira