Son upplifði erfiða tíma í Þýskalandi: Ánægður með að sjá þá gráta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 13:30 Nú vitum við aðeins meira um af hverju Son Heung-min var svona rosalega kátur þegar hann skoraði á móti Þýskalandi á HM 2018. EPA-EFE/DIEGO AZUBEL Markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-min, hefur sagt frá mjög erfiðum tíma í hans lífi þegar framherjinn öflugi var ungur leikmaður í Þýskalandi. Son kom í akademíuna hjá Hamburg þegar hann var sautján ára gamall eða árið 2009. Hann var þar allt til þess að hann fór yfir til Bayer Leverkusen árið 2013. Son hefur síðan verið leikmaður Tottenham frá árinu 2015. Son hefur vaxið og dafnað sem knattspyrnumaður og er nú kominn í hóp bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa skorað 23 mörk á síðustu leiktíð. Korean #football icon #SonHeungmin has disclosed facing #racism as a teenager in #Germany, an experience that made the national team's upset #victory over Germany at the 2018 #FIFA #WorldCup that much sweeter for the star. https://t.co/3W6sLkc8Tn— The Korea Times (@koreatimescokr) July 5, 2022 Hann var staddur á viðburði í höfuðborg Suður-Kóreu, Seoul, þegar hann ræddi þessi erfiðu táningsár sín í Þýskalandi. „Ég kom mjög ungur til Þýskalands og þurfti að ganga í gegnum mjög erfiðar og óhugsandi aðstæður,“ sagði Son Heung-min. „Ég varð þarna fórnarlamb mikilla kynþáttaformdóma og þurfti af þeim sökum að upplifa ömurlega tíma. Ég hugsaði þá mikið um að ná að hefna mín einhvern daginn,“ sagði Son. .@SpursOfficial's Son Heung-min says he faced racism as teen in Germany Read: https://t.co/KXVIl5HQlj pic.twitter.com/3AXzXCU1LT— TOI Sports (@toisports) July 5, 2022 Dagur hefndarinnar rann upp 27. júní 2018. Þá skoraði Son í 2-0 sigri Suður-Kóreu á Þýskalandi á HM sem varð til þess að Þjóðverjar komust ekki upp úr sínum riðli. Þjóðverjar voru þarna ríkjandi heimsmeistarar og árangur mikið áfall fyrir þýska knattspyrnu. „Þegar fólk grætur þá vil ég hugga það. Þegar ég sá Þjóðverjana gráta þá var ég ánægður því mér fannst eins og hefði náð að hefna mín,“ sagði Son. Son hefur ekki sloppið við rasisma í Englandi. Á síðasta ári voru átta menn handteknir fyrir rasísk ummæli á Twitter og fréttir um kynþáttafordóma áberandi. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Son kom í akademíuna hjá Hamburg þegar hann var sautján ára gamall eða árið 2009. Hann var þar allt til þess að hann fór yfir til Bayer Leverkusen árið 2013. Son hefur síðan verið leikmaður Tottenham frá árinu 2015. Son hefur vaxið og dafnað sem knattspyrnumaður og er nú kominn í hóp bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa skorað 23 mörk á síðustu leiktíð. Korean #football icon #SonHeungmin has disclosed facing #racism as a teenager in #Germany, an experience that made the national team's upset #victory over Germany at the 2018 #FIFA #WorldCup that much sweeter for the star. https://t.co/3W6sLkc8Tn— The Korea Times (@koreatimescokr) July 5, 2022 Hann var staddur á viðburði í höfuðborg Suður-Kóreu, Seoul, þegar hann ræddi þessi erfiðu táningsár sín í Þýskalandi. „Ég kom mjög ungur til Þýskalands og þurfti að ganga í gegnum mjög erfiðar og óhugsandi aðstæður,“ sagði Son Heung-min. „Ég varð þarna fórnarlamb mikilla kynþáttaformdóma og þurfti af þeim sökum að upplifa ömurlega tíma. Ég hugsaði þá mikið um að ná að hefna mín einhvern daginn,“ sagði Son. .@SpursOfficial's Son Heung-min says he faced racism as teen in Germany Read: https://t.co/KXVIl5HQlj pic.twitter.com/3AXzXCU1LT— TOI Sports (@toisports) July 5, 2022 Dagur hefndarinnar rann upp 27. júní 2018. Þá skoraði Son í 2-0 sigri Suður-Kóreu á Þýskalandi á HM sem varð til þess að Þjóðverjar komust ekki upp úr sínum riðli. Þjóðverjar voru þarna ríkjandi heimsmeistarar og árangur mikið áfall fyrir þýska knattspyrnu. „Þegar fólk grætur þá vil ég hugga það. Þegar ég sá Þjóðverjana gráta þá var ég ánægður því mér fannst eins og hefði náð að hefna mín,“ sagði Son. Son hefur ekki sloppið við rasisma í Englandi. Á síðasta ári voru átta menn handteknir fyrir rasísk ummæli á Twitter og fréttir um kynþáttafordóma áberandi.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira