„Óvæntasta fólk verður að hetjum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júlí 2022 07:01 Baltasar Kormákur hefur haft mikinn áhuga á hestum alveg frá því að hann var ungur drengur. Lilja Jóns Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur farið þvers og kruss um landið á hestbaki en áhugi hans á hestum kom ansi snemma í ljós. Hann vil meina að reiðmennska sé andleg hvíld. „Ég byrjaði tveggja ára í hestamennsku. Sagan sem mamma og pabbi segja er þannig að ég hafi klifrað upp á grindverk, beðið eftir því að hestarnir löbbuðu fram hjá, stokkið á þá og riðið svo berbakt inn í hesthús. Tveggja ára. Þannig að það þótti allavega snemma ljóst að ég væri ekki hræddur við þessar skepnur,“ segir Baltasar Kormákur í viðtali á bloggi 66°Norður í tilefni þess að Landsmót hestamanna er einmitt nú um helgina. Þeir vinir sem Baltasar hefur haldið í úr barnæsku eru þeir sem voru með honum í hestunum. „Við gerðum allt í hesthúsunum á þeim árum. Ég fór meira að segja ríðandi niður í Þinghólsskóla á hestbaki og sótti einkunnirnar mínar. Því ég var bara farinn upp í hesthús á vorin og sást varla meir í bænum.“ „Ég hef keppt í alls konar íþróttum og var lengi í siglingum... en það eina sem ég hef aldrei hætt eru hestarnir. Hestamennskan er ein ástæðan fyrir því að ég hef aldrei viljað flytja frá Íslandi, til dæmis til Hollywood þar sem vinnan mín er. Ég verð einfaldlega að eiga hesta og komast í þessar ferðir. Fjölskyldan skiptir auðvitað mestu máli - en það er auðveldara að flytja hana með sér. Hins vegar get ég ekki lifað án þessarar tengingar við íslenska hestinn og íslenska náttúru,“ segir hann. Baltasar byrjaði að fara í langar hestaferðir þegar hann var tvítugur. Pabbi hans kenndi honum á einni nóttu hvernig ætti að gera hlutina og síðan þá hefur hann farið í ferðir á hverju einasta sumri. „Ég er búinn að fara þvers og kruss um landið á hestum og er yfirleitt gaurinn fremst með áttavitann og kortið, dröslandi þessum vitleysingum sem fylgja manni yfir hálendið vinstri og hægri. Og nú er maður kominn á miðjan aldur og þá fer maður að telja niður: „Hvað á ég eiginlega mörg sumur eftir? Hvað eru margar hestaferðir eftir?““ Pabbi Baltasars er spænskur og dreymdi alltaf um að eiga hesta. Það eru hins vegar engin hesthúsahverfi í Barselóna en um leið og hann kom til Íslands þá fékk hann sér hesta. Í dag er hann orðinn 84 ára gamall og er nýhættur að fara í reiðtúra. Mikið andlegt álag í vinnunni „Það er alltaf pressa á manni. Það er mjög mikið líkamlegt erfiði að fara í þessar ferðir. Maður er 12-14 tíma á hnakknum, að reka stóðið; þetta getur verið svolítill hasar og læti. En þetta er svo mikil andleg hvíld. Þannig að þegar ég kem niður af hálendinu eftir kannski tveggja vikna ferð, þá er ég algjörlega endurnærður.“ Hann segir hvern einasta hest vera með sinn eigin karakter og að þeir séu misgóðir í sumum hlutum. Sumir séu til dæmis betri í að synda en aðrir. „Ef það er erfið á sem þarf að þvera þá leggur maður á sundhestana meðan aðrir eru kannski betri í að leggja á landið. Þannig að maður les í aðstæður og skepnurnar og verður svolítill frummaður. Fólk spyr oft hvernig maður þrífi sig en maður þarf ekkert að þrífa sig. Maður skilur hvernig fólk hafði það í gamla daga. Það var ekkert grútskítugt og ógeðsleg lykt alltaf heldur veðrast óhreinindin af manni og húðin þrífur sig sjálf.“ Baltasar vill meina að í svona ferðum verði óvæntasta fólk að hetjum. Þá er það ekki endilega gaurinn með mestu lætin og stælana. „Það er bara hver sá eða sú sem er harðastur af sér. Þessar ferðir hafa kennt mér - og það hefur nýst mér eins og þegar ég hef verið að gera myndir eins og Everest - að sá sem hefur mestan andlegan styrk er mesta hetjan,“ segir Baltasar. Hestar Landsmót hestamanna Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
„Ég byrjaði tveggja ára í hestamennsku. Sagan sem mamma og pabbi segja er þannig að ég hafi klifrað upp á grindverk, beðið eftir því að hestarnir löbbuðu fram hjá, stokkið á þá og riðið svo berbakt inn í hesthús. Tveggja ára. Þannig að það þótti allavega snemma ljóst að ég væri ekki hræddur við þessar skepnur,“ segir Baltasar Kormákur í viðtali á bloggi 66°Norður í tilefni þess að Landsmót hestamanna er einmitt nú um helgina. Þeir vinir sem Baltasar hefur haldið í úr barnæsku eru þeir sem voru með honum í hestunum. „Við gerðum allt í hesthúsunum á þeim árum. Ég fór meira að segja ríðandi niður í Þinghólsskóla á hestbaki og sótti einkunnirnar mínar. Því ég var bara farinn upp í hesthús á vorin og sást varla meir í bænum.“ „Ég hef keppt í alls konar íþróttum og var lengi í siglingum... en það eina sem ég hef aldrei hætt eru hestarnir. Hestamennskan er ein ástæðan fyrir því að ég hef aldrei viljað flytja frá Íslandi, til dæmis til Hollywood þar sem vinnan mín er. Ég verð einfaldlega að eiga hesta og komast í þessar ferðir. Fjölskyldan skiptir auðvitað mestu máli - en það er auðveldara að flytja hana með sér. Hins vegar get ég ekki lifað án þessarar tengingar við íslenska hestinn og íslenska náttúru,“ segir hann. Baltasar byrjaði að fara í langar hestaferðir þegar hann var tvítugur. Pabbi hans kenndi honum á einni nóttu hvernig ætti að gera hlutina og síðan þá hefur hann farið í ferðir á hverju einasta sumri. „Ég er búinn að fara þvers og kruss um landið á hestum og er yfirleitt gaurinn fremst með áttavitann og kortið, dröslandi þessum vitleysingum sem fylgja manni yfir hálendið vinstri og hægri. Og nú er maður kominn á miðjan aldur og þá fer maður að telja niður: „Hvað á ég eiginlega mörg sumur eftir? Hvað eru margar hestaferðir eftir?““ Pabbi Baltasars er spænskur og dreymdi alltaf um að eiga hesta. Það eru hins vegar engin hesthúsahverfi í Barselóna en um leið og hann kom til Íslands þá fékk hann sér hesta. Í dag er hann orðinn 84 ára gamall og er nýhættur að fara í reiðtúra. Mikið andlegt álag í vinnunni „Það er alltaf pressa á manni. Það er mjög mikið líkamlegt erfiði að fara í þessar ferðir. Maður er 12-14 tíma á hnakknum, að reka stóðið; þetta getur verið svolítill hasar og læti. En þetta er svo mikil andleg hvíld. Þannig að þegar ég kem niður af hálendinu eftir kannski tveggja vikna ferð, þá er ég algjörlega endurnærður.“ Hann segir hvern einasta hest vera með sinn eigin karakter og að þeir séu misgóðir í sumum hlutum. Sumir séu til dæmis betri í að synda en aðrir. „Ef það er erfið á sem þarf að þvera þá leggur maður á sundhestana meðan aðrir eru kannski betri í að leggja á landið. Þannig að maður les í aðstæður og skepnurnar og verður svolítill frummaður. Fólk spyr oft hvernig maður þrífi sig en maður þarf ekkert að þrífa sig. Maður skilur hvernig fólk hafði það í gamla daga. Það var ekkert grútskítugt og ógeðsleg lykt alltaf heldur veðrast óhreinindin af manni og húðin þrífur sig sjálf.“ Baltasar vill meina að í svona ferðum verði óvæntasta fólk að hetjum. Þá er það ekki endilega gaurinn með mestu lætin og stælana. „Það er bara hver sá eða sú sem er harðastur af sér. Þessar ferðir hafa kennt mér - og það hefur nýst mér eins og þegar ég hef verið að gera myndir eins og Everest - að sá sem hefur mestan andlegan styrk er mesta hetjan,“ segir Baltasar.
Hestar Landsmót hestamanna Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira