Kylfingar sem gengu til liðs við LIV hóta að höfða mál gegn Evrópumótaröðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2022 14:01 Lee Westwood er einn af þeim kylfingum sem sendi bréfið. Charles Laberge/LIV Golf/via Getty Images Sextán kylfingar sem tóku þátt á fyrsta móti sádí-arabísku LIV-mótaraðarinnar í golfi hafa hótað því að höfða mál gegn Evrópumótaröðinni, DP World Tour, ef refsingar þeirra fyrir að taka þátt í móti á vegum LIV verða ekki afturkallaðar fyrir klukkan 17 í dag. Meðal þessara sextán kylfinga eru nöfn á borð við Ian Poulter og Lee Westwood, en hver og einn þeirra var sektaður um rúmar sextán milljónir króna. Þá var þeim einnig bannað að taka þátt í Genesis Scottish Open mótinu, ásamt tveimur öðrum mótum sem haldin eru í samstarfi við PGA-mótaröðina. Kylfingarnir sextán sendu frá sér opið bréf þar sem þeir biðja Evópumótaröðina að endurskoða refsingarnar. Þá vilja þeir einnig meina að eftir að sambandið milli Evrópumótaraðarinnar og PGA-mótaraðarinnar styrktist hafi Evrópumótaröðin þurft að víkja að einhverju leiti fyrir PGA-mótaröðinni. 16 players have threatened the DP World Tour with legal action unless the sanctions for competing in the first LIV Golf Series event are rescinded by 5pm on Friday. pic.twitter.com/9YpeexhC6a— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 30, 2022 „Í síðustu samskiptum okkar við Hr. Pelley sagði hann að allt sem við gerum í lífinu hafi afleiðingar,“ segir í bréfinu og er þá átt við Keith Pelley, forstjóra Evrópumótaraðarinnar. „Við erum sammála því og við höfum áhyggjur af því að það sem Evrópumótaröðin gerði okkur, LIV-mótaröðinni og golfi í heild, muni hafa slæmar afleiðingar fyrir Evrópumótaröðina. Mótaröð sem okkur þykir mjög vænt um, þrátt fyrir samskipti okkar við hana seinustu daga. Markmið þessa bréfs er ekki að sundra okkur frekar, heldur til að svara yfirlýsingum mótaraðarinnar og spyrja hana spurninga sem við viljum fá svar við og þurfum að ræða í þaula. Í stað þess að eyða tíma, orku, fjármunum og einbeitingu í áfrýjanir, lögbönn og kærur, þá biðjum við ykkur, forráðamenn Evrópumótaraðarinnar, að endurskoða nýlegar refsingar og refsiaðgerðir, og biðjum ykkur frekar að einbeita ykkur að því að greiða leið fram á við sem mun nýtast meðlimum Evrópumótaraðarinnar og golfi í heild. Að lokum biðjum við ykkur að afturkalla sektirnar og bönnin fyrir klukkan 17:00, föstudaginn 1. júlí 2022. Að auki þá teljum við yfir fimm prósent af meðlimum Evrópumótaraðarinnar og samkvæmt samþykktum hennar köllum við eftir því að þið boðið til fundar með meðlimum mótaraðarinnar til að ræða þessi mikilvægu mál. Ef ekki, neyðumst við til þess að grípa til annarra aðgerða sem okkur standa til boða til að leiðrétta þetta ranglæti,“ sekir að lokum í bréfinu. Talsmaður Evrópumótaraðarinnar hefur staðfest að bréfið hafi borist og að vænta megi svars við því í dag. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira
Meðal þessara sextán kylfinga eru nöfn á borð við Ian Poulter og Lee Westwood, en hver og einn þeirra var sektaður um rúmar sextán milljónir króna. Þá var þeim einnig bannað að taka þátt í Genesis Scottish Open mótinu, ásamt tveimur öðrum mótum sem haldin eru í samstarfi við PGA-mótaröðina. Kylfingarnir sextán sendu frá sér opið bréf þar sem þeir biðja Evópumótaröðina að endurskoða refsingarnar. Þá vilja þeir einnig meina að eftir að sambandið milli Evrópumótaraðarinnar og PGA-mótaraðarinnar styrktist hafi Evrópumótaröðin þurft að víkja að einhverju leiti fyrir PGA-mótaröðinni. 16 players have threatened the DP World Tour with legal action unless the sanctions for competing in the first LIV Golf Series event are rescinded by 5pm on Friday. pic.twitter.com/9YpeexhC6a— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 30, 2022 „Í síðustu samskiptum okkar við Hr. Pelley sagði hann að allt sem við gerum í lífinu hafi afleiðingar,“ segir í bréfinu og er þá átt við Keith Pelley, forstjóra Evrópumótaraðarinnar. „Við erum sammála því og við höfum áhyggjur af því að það sem Evrópumótaröðin gerði okkur, LIV-mótaröðinni og golfi í heild, muni hafa slæmar afleiðingar fyrir Evrópumótaröðina. Mótaröð sem okkur þykir mjög vænt um, þrátt fyrir samskipti okkar við hana seinustu daga. Markmið þessa bréfs er ekki að sundra okkur frekar, heldur til að svara yfirlýsingum mótaraðarinnar og spyrja hana spurninga sem við viljum fá svar við og þurfum að ræða í þaula. Í stað þess að eyða tíma, orku, fjármunum og einbeitingu í áfrýjanir, lögbönn og kærur, þá biðjum við ykkur, forráðamenn Evrópumótaraðarinnar, að endurskoða nýlegar refsingar og refsiaðgerðir, og biðjum ykkur frekar að einbeita ykkur að því að greiða leið fram á við sem mun nýtast meðlimum Evrópumótaraðarinnar og golfi í heild. Að lokum biðjum við ykkur að afturkalla sektirnar og bönnin fyrir klukkan 17:00, föstudaginn 1. júlí 2022. Að auki þá teljum við yfir fimm prósent af meðlimum Evrópumótaraðarinnar og samkvæmt samþykktum hennar köllum við eftir því að þið boðið til fundar með meðlimum mótaraðarinnar til að ræða þessi mikilvægu mál. Ef ekki, neyðumst við til þess að grípa til annarra aðgerða sem okkur standa til boða til að leiðrétta þetta ranglæti,“ sekir að lokum í bréfinu. Talsmaður Evrópumótaraðarinnar hefur staðfest að bréfið hafi borist og að vænta megi svars við því í dag.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira