Dacia Duster mest nýskráða bifreiðin í júní Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. júlí 2022 07:01 Dacia Duster í 2022 útlitinu. Duster var mest nýskráða bifreiðin í júní. Toyota var mest nýskráða vörumerkið í nýliðnum júní mánuði með 596 nýskráningar, Kia var í öðru sæti með 256 og Hyundai í þriðja með 223. Mest selda undirtegundin var Dacia Duster með 202 bíla nýskráða í júní, samkvæmt upplýsingum á vef Samgöngustofu. Fjöldi nýskráninga eftir framleiðanda í júní. Samtals voru 2746 bifreiðar nýskráðar í júní. Það er fækkun á milli mánaða, en í maí voru 3187 bifreiðar nýskráðar. Það er samdráttur sem nemur um 14%. Á milli ára er samdrátturinn enn meiri eða 33,3% en alls voru nýskráðar 4117 bifreiðar í júní í fyrra. Toyota Rav4 er næst mest nýskráða undirtegundin í júní með 182 bíla og Land Crusier í þriðja sæti með 171 bíl. Hyundai i20 er í fjórða sæti með 96 bíla á meðan Toyota Yaris er í fimmta með 95 bíla. Fjöldi nýskráðra ökutækja eftir orkugjafa í júní. Orkugjafar Nýskráningar á Duster og Land Cruiser halda uppi nýskráningum dísel bíla. Alls voru 788 díselbílar nýskráðir. Allir Duster-ar sem voru skráðir í júní og allir Land Cruiser-arnir voru dísel bílar. Bensín var næst algengasti orkugjafi nýskráðra bíla í júní með 608 nýskráða bíla. Tengiltvinnbílar voru í þriðja sæti með 568 bíla og bílar með lokað tvinn kerfi í fjórða með 523 bíla. Rafmagnið var svo fimmti vinsælasti kosturinn í júní með 443 bíla nýskráða. Tengdar fréttir Toyota með flestar nýskráningar í maí Toyota trónir á toppi nýskráðra nýrra bifreiða í maí mánuði með 568 bifreiðar nýskráðar. Mitsubishi er í öðru sæti með 428 nýskráðar bifreiðar. Hyundai í þriðja sæti 213 nýskráðar bifreiðar. Alls voru 3573 ökutæki nýskráð í maí, þar af voru 2.367 nýjar bifreiðar. Fréttin byggir á tölum af vef Samgöngustofu. 2. júní 2022 07:01 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent
Fjöldi nýskráninga eftir framleiðanda í júní. Samtals voru 2746 bifreiðar nýskráðar í júní. Það er fækkun á milli mánaða, en í maí voru 3187 bifreiðar nýskráðar. Það er samdráttur sem nemur um 14%. Á milli ára er samdrátturinn enn meiri eða 33,3% en alls voru nýskráðar 4117 bifreiðar í júní í fyrra. Toyota Rav4 er næst mest nýskráða undirtegundin í júní með 182 bíla og Land Crusier í þriðja sæti með 171 bíl. Hyundai i20 er í fjórða sæti með 96 bíla á meðan Toyota Yaris er í fimmta með 95 bíla. Fjöldi nýskráðra ökutækja eftir orkugjafa í júní. Orkugjafar Nýskráningar á Duster og Land Cruiser halda uppi nýskráningum dísel bíla. Alls voru 788 díselbílar nýskráðir. Allir Duster-ar sem voru skráðir í júní og allir Land Cruiser-arnir voru dísel bílar. Bensín var næst algengasti orkugjafi nýskráðra bíla í júní með 608 nýskráða bíla. Tengiltvinnbílar voru í þriðja sæti með 568 bíla og bílar með lokað tvinn kerfi í fjórða með 523 bíla. Rafmagnið var svo fimmti vinsælasti kosturinn í júní með 443 bíla nýskráða.
Tengdar fréttir Toyota með flestar nýskráningar í maí Toyota trónir á toppi nýskráðra nýrra bifreiða í maí mánuði með 568 bifreiðar nýskráðar. Mitsubishi er í öðru sæti með 428 nýskráðar bifreiðar. Hyundai í þriðja sæti 213 nýskráðar bifreiðar. Alls voru 3573 ökutæki nýskráð í maí, þar af voru 2.367 nýjar bifreiðar. Fréttin byggir á tölum af vef Samgöngustofu. 2. júní 2022 07:01 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent
Toyota með flestar nýskráningar í maí Toyota trónir á toppi nýskráðra nýrra bifreiða í maí mánuði með 568 bifreiðar nýskráðar. Mitsubishi er í öðru sæti með 428 nýskráðar bifreiðar. Hyundai í þriðja sæti 213 nýskráðar bifreiðar. Alls voru 3573 ökutæki nýskráð í maí, þar af voru 2.367 nýjar bifreiðar. Fréttin byggir á tölum af vef Samgöngustofu. 2. júní 2022 07:01