Shaq vill kaupa Orlando Magic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 11:31 Shaquille O'Neal var frábær körfuboltamaður en hefur líka blómstrað í viðskiptaheiminum. AP/Steve Marcus Shaquille O'Neal kom eins og stormsveipur inn í NBA-deildina þegar Orlando Magic valdi hann í nýliðavalinu 1992. Nú vill kappinn eignast félagið sem gerði hann að stórstjörnu á tíunda áratug síðustu aldar. O'Neal er einn besti miðherji í sögu NBA-deildarinnar og varð fjórum sinnum NBA-meistari þar af þrisvar sinnum með Los Angeles Lakers. Shaq hefur gert frábæra hluti í heimi viðskiptanna eftir að körfuboltaferlinum lauk. Í dag á hann fjörutíu líkamsræktarstöðvar og 150 bílaþvottastöðvar auk þess að eiga 155 Five Guys hamborgarastaði. Hann á líka sautján Auntie Anne saltkringlustaði og níu Papa John pizzastaði. Nú vill Shaq eignast körfuboltalið og þá sérstaklega lið Orlando Magic. Orlando Magic legends, @SHAQ and @Dennis3DScott, are ready to purchase the franchise pic.twitter.com/9TXHftpGPC— Be Magic Or Be Gone! (@BeORLMagic) June 25, 2022 Hann beindi orðum sínum til núverandi eiganda Magic liðsins í hlaðvarpsþættinum sínum „The Big Podcast with Shaq“ en félagið er í eigu DeVos fjölskyldunnar. „Ef DeVos fjölskyldan vill selja okkur félagið þá erum við klárir í það að kaupa það núna,“ sagði Shaquille O'Neal og við voru hann og gestur hans í þættinum sem var Dennis Scott sem lék með honum hjá Orlando Magic frá 1992 til 1996. „Ef að þið eruð tilbúin að selja Orlando Magic, seljið þá félagið til einhvers sem getur farið með þann enn lengra. Það erum við. Við höfum peninga í þetta ekki hafa áhyggjur af því,“ sagði Shaq. Shaquille O'Neal var með 27,2 stig og 12,5 fráköst að meðaltali á fjórum tímabilum sínum með Orlando Magic og fór alla leið í lokaúrslitin með liðinu árið 1995. Því hefur félagið aðeins einu sinni náð aftur. Shaq fór til Los Angeles Lakers árið 1996 og lék þar í átta tímabil. NBA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
O'Neal er einn besti miðherji í sögu NBA-deildarinnar og varð fjórum sinnum NBA-meistari þar af þrisvar sinnum með Los Angeles Lakers. Shaq hefur gert frábæra hluti í heimi viðskiptanna eftir að körfuboltaferlinum lauk. Í dag á hann fjörutíu líkamsræktarstöðvar og 150 bílaþvottastöðvar auk þess að eiga 155 Five Guys hamborgarastaði. Hann á líka sautján Auntie Anne saltkringlustaði og níu Papa John pizzastaði. Nú vill Shaq eignast körfuboltalið og þá sérstaklega lið Orlando Magic. Orlando Magic legends, @SHAQ and @Dennis3DScott, are ready to purchase the franchise pic.twitter.com/9TXHftpGPC— Be Magic Or Be Gone! (@BeORLMagic) June 25, 2022 Hann beindi orðum sínum til núverandi eiganda Magic liðsins í hlaðvarpsþættinum sínum „The Big Podcast with Shaq“ en félagið er í eigu DeVos fjölskyldunnar. „Ef DeVos fjölskyldan vill selja okkur félagið þá erum við klárir í það að kaupa það núna,“ sagði Shaquille O'Neal og við voru hann og gestur hans í þættinum sem var Dennis Scott sem lék með honum hjá Orlando Magic frá 1992 til 1996. „Ef að þið eruð tilbúin að selja Orlando Magic, seljið þá félagið til einhvers sem getur farið með þann enn lengra. Það erum við. Við höfum peninga í þetta ekki hafa áhyggjur af því,“ sagði Shaq. Shaquille O'Neal var með 27,2 stig og 12,5 fráköst að meðaltali á fjórum tímabilum sínum með Orlando Magic og fór alla leið í lokaúrslitin með liðinu árið 1995. Því hefur félagið aðeins einu sinni náð aftur. Shaq fór til Los Angeles Lakers árið 1996 og lék þar í átta tímabil.
NBA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira