Gætu sameinað krafta sína á nýjan leik í von um að steypa Stríðsmönnunum af stóli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 07:30 Gætu þessir tveir leikið saman í gulu á næstu leiktíð? Mike Stobe/Getty Images Kyrie Irving, leikstjórnandi Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, virðist vera að hugsa sér til hreyfings. Hefur Los Angeles Lakers verið nefnt til sögunnar en það þýðir að Kyrie og Lebron James gætu endurtekið söguna og steypt Golden State Warriors af stóli. Kyrie Irving og LeBron James skráðu sig saman í sögubækurnar þegar þeir fóru fyrir liði Cleveland Cavaliers árið 2016. Liðið var 1-3 undir gegn Golden State Warriors í úrslitum NBA-deildarinnar en kom á einhvern ótrúlegan hátt til baka og vann meistaratitilinn eftir þrjá sigra í röð. Ári síðar var liðið í úrslitum á nýjan leik en þá hefndi Golden State fyrir tapið ári áður. Í kjölfarið ákvað Kyrie að hann vildi yfirgefa Cavaliers. Fór hann til Boston Celtics sumarið 2017 og svo Brooklyn Nets tveimur árum síðar. Could Kyrie Irving reunite with LeBron James in Los Angeles?@joevardon covered their stint together with the Cavs.Here s a look at how it unfolded the first time: https://t.co/0voYewFo8G pic.twitter.com/oaNklp5m8g— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) June 21, 2022 Þó svo að Irving hafi sagt í apríl á þessu ári að hann væri ekki að fara fet virðist nú vera komið annað hljóð í skrokkinn. Samningur Kyrie við Nets rennur út 29. júní næstkomandi og sem stendur virðast litlar sem engar líkur á að því að hann verði leikmaður liðsins á næstu leiktíð. Aðallega hafa þrjú lið verið nefnd til sögunnar sem næsti áfangastaður leikstjórnandans sérvitra. Um er að ræða Los Angeles liðin tvö og svo New York Knicks. Án þess að fara of djúpt í samninga NBA-deildarinnar og hvernig hægt er að skipta leikmönnum milli félaga er ljóst að Lakers getur aðeins fengið Irving í sínar raðir ef hann semur við Nets og lætur svo skipta sér til Englaborgarinnar. The Los Angeles Lakers are considered the "most significant threat" for Kyrie Irving, per Woj on NBA Today#NBATwitter #LakeShow pic.twitter.com/aMM7BjwPig— (@_Talkin_NBA) June 22, 2022 Það virðist vera raunhæfur möguleiki og því gætu LeBron og Kyrie, ásamt Anthony Davis, gert atlögu að Golden State Warriors. Það er ef allir haldast heilir og veirulausir. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Kyrie Irving og LeBron James skráðu sig saman í sögubækurnar þegar þeir fóru fyrir liði Cleveland Cavaliers árið 2016. Liðið var 1-3 undir gegn Golden State Warriors í úrslitum NBA-deildarinnar en kom á einhvern ótrúlegan hátt til baka og vann meistaratitilinn eftir þrjá sigra í röð. Ári síðar var liðið í úrslitum á nýjan leik en þá hefndi Golden State fyrir tapið ári áður. Í kjölfarið ákvað Kyrie að hann vildi yfirgefa Cavaliers. Fór hann til Boston Celtics sumarið 2017 og svo Brooklyn Nets tveimur árum síðar. Could Kyrie Irving reunite with LeBron James in Los Angeles?@joevardon covered their stint together with the Cavs.Here s a look at how it unfolded the first time: https://t.co/0voYewFo8G pic.twitter.com/oaNklp5m8g— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) June 21, 2022 Þó svo að Irving hafi sagt í apríl á þessu ári að hann væri ekki að fara fet virðist nú vera komið annað hljóð í skrokkinn. Samningur Kyrie við Nets rennur út 29. júní næstkomandi og sem stendur virðast litlar sem engar líkur á að því að hann verði leikmaður liðsins á næstu leiktíð. Aðallega hafa þrjú lið verið nefnd til sögunnar sem næsti áfangastaður leikstjórnandans sérvitra. Um er að ræða Los Angeles liðin tvö og svo New York Knicks. Án þess að fara of djúpt í samninga NBA-deildarinnar og hvernig hægt er að skipta leikmönnum milli félaga er ljóst að Lakers getur aðeins fengið Irving í sínar raðir ef hann semur við Nets og lætur svo skipta sér til Englaborgarinnar. The Los Angeles Lakers are considered the "most significant threat" for Kyrie Irving, per Woj on NBA Today#NBATwitter #LakeShow pic.twitter.com/aMM7BjwPig— (@_Talkin_NBA) June 22, 2022 Það virðist vera raunhæfur möguleiki og því gætu LeBron og Kyrie, ásamt Anthony Davis, gert atlögu að Golden State Warriors. Það er ef allir haldast heilir og veirulausir. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins