Minnti alla á af hverju hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu á sínum tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 12:30 Andrew Wiggins kom, sá og sigraði í nótt. Jed Jacobsohn/Getty Images Það má segja að hetja Golden State Warriors gegn Boston Celtics í nótt hafi í senn verið óvænt en samt ekki. Andrew Wiggins steig upp og sá til þess að Stríðsmennirnir eru nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér NBA meistaratitilinn. Hinn 27 ára gamli Wiggins var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 2014. Cleveland Cavaliers völdu hann en skiptu honum strax til Minnesota Timberwolves. Þar var hann hluti af liði sem var ekki beint líklegt til afreka en hann var samt valinn nýlið ársins. Þegar Wiggins skipti svo yfir til Golden State árið 2020 var liðið í ákveðinni niðursveiflu eftir frábær ár þar á undan. Wiggins hefur hins vegar blómstrað í vetur, var valinn í stjörnuleikinn og er nú stór ástæða þess að Golden State er einum sigri frá því að endurheimta titilinn sem liðið vann þrisvar frá 2015 til 2018. Hann var allt í öllu er Stríðsmennirnir unnu tíu stiga sigur á Boston Celtics í nótt 104-94. Þar af skoraði Wiggins 26 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Andrew Wiggins hammers it home! Q4 on ABC pic.twitter.com/wvxfUxT8Zs— NBA (@NBA) June 14, 2022 Ef ekki hefði verið fyrir ótrúlega þriggja stiga körfu Jordan Poole er flautan gall í lok þriðja leikhluta hefði troðsla Wiggins eflaust orðið fyrir valinu. „Ég er bara að reyna gera allt til að vinna. Hvort sem það er að skora, taka fráköst eða spila vörn þá er ég tilbúinn að gera hvað sem ég er beðinn um út á velli ef það hjálpar liðinu að vinna,“ sagði Wiggins að leik loknum. Like Father, Like Son36 years after his father's clutch Game 5 performance in The Finals, Andrew Wiggins (26 PTS & 13 REB) led the @warriors to a Game 5 victory to take a 3-2 series lead in the #NBAFinals! https://t.co/2YMh63qA6W pic.twitter.com/dz7re0LSU6— NBA (@NBA) June 14, 2022 Nýverið talaði Wiggins um virðinguna sem felst í því að vinna titla í NBA. Hann nefndi sem dæmi að það væri hægt að spila vel en ef þú ert ekki að vinna leiki þá gefur þér enginn þá virðingu sem þú telur þig eiga skilið. Wiggins er nú á góðri leið með að fá þá virðingu sem hann á skilið. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Stríðsmennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum. 14. júní 2022 07:30 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Wiggins var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 2014. Cleveland Cavaliers völdu hann en skiptu honum strax til Minnesota Timberwolves. Þar var hann hluti af liði sem var ekki beint líklegt til afreka en hann var samt valinn nýlið ársins. Þegar Wiggins skipti svo yfir til Golden State árið 2020 var liðið í ákveðinni niðursveiflu eftir frábær ár þar á undan. Wiggins hefur hins vegar blómstrað í vetur, var valinn í stjörnuleikinn og er nú stór ástæða þess að Golden State er einum sigri frá því að endurheimta titilinn sem liðið vann þrisvar frá 2015 til 2018. Hann var allt í öllu er Stríðsmennirnir unnu tíu stiga sigur á Boston Celtics í nótt 104-94. Þar af skoraði Wiggins 26 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Andrew Wiggins hammers it home! Q4 on ABC pic.twitter.com/wvxfUxT8Zs— NBA (@NBA) June 14, 2022 Ef ekki hefði verið fyrir ótrúlega þriggja stiga körfu Jordan Poole er flautan gall í lok þriðja leikhluta hefði troðsla Wiggins eflaust orðið fyrir valinu. „Ég er bara að reyna gera allt til að vinna. Hvort sem það er að skora, taka fráköst eða spila vörn þá er ég tilbúinn að gera hvað sem ég er beðinn um út á velli ef það hjálpar liðinu að vinna,“ sagði Wiggins að leik loknum. Like Father, Like Son36 years after his father's clutch Game 5 performance in The Finals, Andrew Wiggins (26 PTS & 13 REB) led the @warriors to a Game 5 victory to take a 3-2 series lead in the #NBAFinals! https://t.co/2YMh63qA6W pic.twitter.com/dz7re0LSU6— NBA (@NBA) June 14, 2022 Nýverið talaði Wiggins um virðinguna sem felst í því að vinna titla í NBA. Hann nefndi sem dæmi að það væri hægt að spila vel en ef þú ert ekki að vinna leiki þá gefur þér enginn þá virðingu sem þú telur þig eiga skilið. Wiggins er nú á góðri leið með að fá þá virðingu sem hann á skilið.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Stríðsmennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum. 14. júní 2022 07:30 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Stríðsmennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum. 14. júní 2022 07:30