Arnar og Davíð gætu slegist um leikmenn í haust Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2022 13:00 Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu einu sinni A-landsliðinu saman, haustið 2020 þegar þáverandi þjálfarar voru í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/VILHELM Með frábærum árangri sínum síðustu daga hefur U21-landsliðið í fótbolta búið til ákveðið „vandamál“ sem þjálfarar A- og U21-landsliðanna þurfa að takast á við í september. Nú er nefnilega ljóst að A-landsliðið og U21-landsliðið munu spila leik og leiki sem skipta máli, á sama tíma í landsleikjaglugganum 19.-27. september. Sams konar staða var uppi núna í júní og þó að fyrirsögnin á þessari grein gefi annað í skyn þá hafa þeir Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson ekki slegist heldur rætt saman um skynsamlega lausn varðandi það hvort leikmenn fæddir 2000 eða síðar ættu að vera í A- eða U21-landsliðinu. Þannig tala þeir að minnsta kosti út á við og hafa gert í sinni stjórnartíð. Það sem flækir stöðuna í september er að U21-landsliðið leikur þá tvo umspilsleiki við aðra þjóð um eitt laust sæti í lokakeppni EM. Dregið verður í umspilið eftir átta daga. Fyrir leikina í júní var ekki vitað hvort að nokkur möguleiki væri fyrir U21-landsliðið á að ná sæti á EM en svo unnu Íslendingar alla þrjá leiki sína og önnur úrslit féllu með liðinu. Í umspil um EM-sæti eða leik sem gæti skilað EM-umspili? Í haust er öruggt að umspilsleikirnir tveir ráða úrslitum um hvort Ísland kemst á EM í þriðja sinn – á Evrópumót sem auk þess ræður því hvaða landslið komast á Ólympíuleikana í París 2024. Leikur A-landsliðsins í haust, gegn Albaníu, ræður því sömuleiðis hvar Ísland endar í sínum riðli í Þjóðadeildinni. Það skiptir máli varðandi möguleikann á komast á EM í Þýskalandi 2024. Ef A-landsliðið tapar ekki gegn Ísrael á Laugardalsvelli í kvöld á liðið enn möguleika á efsta sæti síns riðils, sem gefur sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM og einnig öruggt sæti í EM-umspili ef til þarf. Það eru efnilegir leikmenn í U21-landsliðinu, þar á meðal Kristian Nökkvi Hlynsson sem Arnar Þór Viðarsson A-landsliðsþjálfari gæti rennt hýru auga til.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Níu í A-landsliðinu sem mættu spila með U21 Það er heill hellingur af leikmönnum í A-landsliðinu núna sem gjaldgengir væru í leiki með U21-landsliðinu. Þar að auki heilluðu leikmenn á borð við Kristian Nökkva Hlynsson, Kristal Mána Ingason og fleiri með frammistöðu sinni í U21-landsliðinu og gætu verið freistandi kostir fyrir Arnar í september. Alls hafa níu leikmenn fæddir 2000 eða síðar verið í A-landsliðshópnum í einum eða fleiri leikjum núna í júní: Patrik Sigurður Gunnarsson Valgeir Lunddal Friðriksson Mikael Egill Ellertsson Ísak Bergmann Jóhannesson Hákon Arnar Haraldsson Þórir Jóhann Helgason Andri Lucas Guðjohnsen Atli Barkarson Bjarki Steinn Bjarkason Bjarki hóf reyndar törnina í A-landsliðshópnum en var svo færður í U21-landsliðið og spilaði í 5-0 sigrinum gegn Kýpur á laugardaginn og 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi. Atli var kallaður í A-landsliðið úr U21-landsliðinu eftir leikinn gegn Ísrael 2. júní vegna meiðsla Willums Þórs Willumssonar. Hefur gerst að U21-landsliðið fái forgang Nú er bara að sjá hvort hefur forgang, A-landsliðið eða U21-landsliðið, þegar til kastanna kemur í september. Eða kannski tala þjálfararnir sig saman um lausn sem báðir eru ánægðir með. Alla jafna hefur A-landslið forgang fram yfir U21-landslið en fordæmi er fyrir því að U21-landsliðið hafi algjöran forgang. Það var í aðdraganda þess að Ísland komst í fyrsta sinn í lokakeppni EM U21-landsliða, sumarið 2011, en stjórn KSÍ gaf þá U21-landsliðsþjálfaranum Eyjólfi Sverrissyni forgang fram yfir A-landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson við val á leikmönnum. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Sjá meira
Nú er nefnilega ljóst að A-landsliðið og U21-landsliðið munu spila leik og leiki sem skipta máli, á sama tíma í landsleikjaglugganum 19.-27. september. Sams konar staða var uppi núna í júní og þó að fyrirsögnin á þessari grein gefi annað í skyn þá hafa þeir Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson ekki slegist heldur rætt saman um skynsamlega lausn varðandi það hvort leikmenn fæddir 2000 eða síðar ættu að vera í A- eða U21-landsliðinu. Þannig tala þeir að minnsta kosti út á við og hafa gert í sinni stjórnartíð. Það sem flækir stöðuna í september er að U21-landsliðið leikur þá tvo umspilsleiki við aðra þjóð um eitt laust sæti í lokakeppni EM. Dregið verður í umspilið eftir átta daga. Fyrir leikina í júní var ekki vitað hvort að nokkur möguleiki væri fyrir U21-landsliðið á að ná sæti á EM en svo unnu Íslendingar alla þrjá leiki sína og önnur úrslit féllu með liðinu. Í umspil um EM-sæti eða leik sem gæti skilað EM-umspili? Í haust er öruggt að umspilsleikirnir tveir ráða úrslitum um hvort Ísland kemst á EM í þriðja sinn – á Evrópumót sem auk þess ræður því hvaða landslið komast á Ólympíuleikana í París 2024. Leikur A-landsliðsins í haust, gegn Albaníu, ræður því sömuleiðis hvar Ísland endar í sínum riðli í Þjóðadeildinni. Það skiptir máli varðandi möguleikann á komast á EM í Þýskalandi 2024. Ef A-landsliðið tapar ekki gegn Ísrael á Laugardalsvelli í kvöld á liðið enn möguleika á efsta sæti síns riðils, sem gefur sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM og einnig öruggt sæti í EM-umspili ef til þarf. Það eru efnilegir leikmenn í U21-landsliðinu, þar á meðal Kristian Nökkvi Hlynsson sem Arnar Þór Viðarsson A-landsliðsþjálfari gæti rennt hýru auga til.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Níu í A-landsliðinu sem mættu spila með U21 Það er heill hellingur af leikmönnum í A-landsliðinu núna sem gjaldgengir væru í leiki með U21-landsliðinu. Þar að auki heilluðu leikmenn á borð við Kristian Nökkva Hlynsson, Kristal Mána Ingason og fleiri með frammistöðu sinni í U21-landsliðinu og gætu verið freistandi kostir fyrir Arnar í september. Alls hafa níu leikmenn fæddir 2000 eða síðar verið í A-landsliðshópnum í einum eða fleiri leikjum núna í júní: Patrik Sigurður Gunnarsson Valgeir Lunddal Friðriksson Mikael Egill Ellertsson Ísak Bergmann Jóhannesson Hákon Arnar Haraldsson Þórir Jóhann Helgason Andri Lucas Guðjohnsen Atli Barkarson Bjarki Steinn Bjarkason Bjarki hóf reyndar törnina í A-landsliðshópnum en var svo færður í U21-landsliðið og spilaði í 5-0 sigrinum gegn Kýpur á laugardaginn og 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi. Atli var kallaður í A-landsliðið úr U21-landsliðinu eftir leikinn gegn Ísrael 2. júní vegna meiðsla Willums Þórs Willumssonar. Hefur gerst að U21-landsliðið fái forgang Nú er bara að sjá hvort hefur forgang, A-landsliðið eða U21-landsliðið, þegar til kastanna kemur í september. Eða kannski tala þjálfararnir sig saman um lausn sem báðir eru ánægðir með. Alla jafna hefur A-landslið forgang fram yfir U21-landslið en fordæmi er fyrir því að U21-landsliðið hafi algjöran forgang. Það var í aðdraganda þess að Ísland komst í fyrsta sinn í lokakeppni EM U21-landsliða, sumarið 2011, en stjórn KSÍ gaf þá U21-landsliðsþjálfaranum Eyjólfi Sverrissyni forgang fram yfir A-landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson við val á leikmönnum.
Patrik Sigurður Gunnarsson Valgeir Lunddal Friðriksson Mikael Egill Ellertsson Ísak Bergmann Jóhannesson Hákon Arnar Haraldsson Þórir Jóhann Helgason Andri Lucas Guðjohnsen Atli Barkarson Bjarki Steinn Bjarkason
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Sjá meira