Kötturinn Nói, þróunarstjóri Forlagsins, er allur Árni Sæberg skrifar 11. júní 2022 21:58 Jóhann Páll Valdimarsson, stofnandi JPV útgáfu, segir köttinn Nóa munu skilja eftir stórt tóm í hjörtum margra. Aðsend Kötturinn Nói, sem sinnti stöðu þróunarstjóra Forlagsins í þau tæplega þrettán ár sem hann lifði, drapst í morgun. Framkvæmdarstjóri bókaútgáfunnar segir starfsfólkið vera í sárum. „Hann Nói var algjörlega einstakur köttur. Hann bjó í Forlaginu nánast alla sína ævi og hefur þar af leiðandi fylgt okkur í næstum þrettán ár. Við og starfsfólkið eigum eftir að sakna hans alveg gríðarlega,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, í samtali við Vísi. Forlagið greindi frá andláti Nóa á Facebooksíðu sinni fyrr í dag. Þar sagði að Nói hafi tekið fyrirtækið út á hverjum einasta degi, kannað birgðastöðuna, velt fyrir sér handritum og bókakápum, losaði starfsfólkið við penna og teygjur og séð um að streitan færi ekki með það á álagstímum. Jóhann Páll Valdimarsson, faðir Egils og stofnandi JPV bókaútgáfu, greindi einnig frá andláti Nóa á Facebook. „Það hryggir mig innilega að tilkynna andlát Nóa. Hann dó í morgun eftir að hafa lent í slysi í nótt. Nói var stórbrotinn köttur, algjör nagli en undurviðkvæmur undir niðri. Hann skilur eftir stórt tóm í hjarta okkar í fjölskyldunni og reyndar fleiri. Nú verðum við að reyna að fylla tómið með yndislegum minningum,“ segir hann. Kettir hafa lengi fylgt útgáfunni Egill Örn segir að kettir hafi alla tíð fylgt útgáfufyrirtækjum fjölskyldunnar. Það sé hefð komin frá afa hans sem rak bókaforlagið Iðunni. Nói var sannkallaður bókaköttur.Aðsend „Fyrst þegar við fórum af stað árið 2001 með JPV útgáfu var Randver köttur titlaður stjórnarformaður fyrirtækisins. Hann lést nú fyrir nokkrum árum síðan en Nói var snemma gerður að þróunarstjóra og stóð sig feykilega vel enda Forlagið undir hans styrku stjórn orðin stærsta útgáfa landins,“ segir Egill Örn. Á ekki von á að vera lengi kattarlaus Egill Örn segir að fráfall Nóa hafi borið brátt að, en talið er að ekið hafi verið á hann í nótt. Hann telur ekki miklar líkur á að fyrirtækið verði kattarlaust lengi en Nói var orðinn eini kötturinn í Forlaginu. „Við byrjum á því að jafna okkur á fráfalli Nóa, en mér finnst ekki ósennilegt að við fáum nýjan þróunarstjóra áður en langt um líður,“ segir Egill, spurður að því hvort staða þróunarstjóra verði auglýst á næstunni. Gæludýr Bókaútgáfa Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
„Hann Nói var algjörlega einstakur köttur. Hann bjó í Forlaginu nánast alla sína ævi og hefur þar af leiðandi fylgt okkur í næstum þrettán ár. Við og starfsfólkið eigum eftir að sakna hans alveg gríðarlega,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, í samtali við Vísi. Forlagið greindi frá andláti Nóa á Facebooksíðu sinni fyrr í dag. Þar sagði að Nói hafi tekið fyrirtækið út á hverjum einasta degi, kannað birgðastöðuna, velt fyrir sér handritum og bókakápum, losaði starfsfólkið við penna og teygjur og séð um að streitan færi ekki með það á álagstímum. Jóhann Páll Valdimarsson, faðir Egils og stofnandi JPV bókaútgáfu, greindi einnig frá andláti Nóa á Facebook. „Það hryggir mig innilega að tilkynna andlát Nóa. Hann dó í morgun eftir að hafa lent í slysi í nótt. Nói var stórbrotinn köttur, algjör nagli en undurviðkvæmur undir niðri. Hann skilur eftir stórt tóm í hjarta okkar í fjölskyldunni og reyndar fleiri. Nú verðum við að reyna að fylla tómið með yndislegum minningum,“ segir hann. Kettir hafa lengi fylgt útgáfunni Egill Örn segir að kettir hafi alla tíð fylgt útgáfufyrirtækjum fjölskyldunnar. Það sé hefð komin frá afa hans sem rak bókaforlagið Iðunni. Nói var sannkallaður bókaköttur.Aðsend „Fyrst þegar við fórum af stað árið 2001 með JPV útgáfu var Randver köttur titlaður stjórnarformaður fyrirtækisins. Hann lést nú fyrir nokkrum árum síðan en Nói var snemma gerður að þróunarstjóra og stóð sig feykilega vel enda Forlagið undir hans styrku stjórn orðin stærsta útgáfa landins,“ segir Egill Örn. Á ekki von á að vera lengi kattarlaus Egill Örn segir að fráfall Nóa hafi borið brátt að, en talið er að ekið hafi verið á hann í nótt. Hann telur ekki miklar líkur á að fyrirtækið verði kattarlaust lengi en Nói var orðinn eini kötturinn í Forlaginu. „Við byrjum á því að jafna okkur á fráfalli Nóa, en mér finnst ekki ósennilegt að við fáum nýjan þróunarstjóra áður en langt um líður,“ segir Egill, spurður að því hvort staða þróunarstjóra verði auglýst á næstunni.
Gæludýr Bókaútgáfa Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira