Liverpool nær samkomulagi við Núñez Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 13:51 Nunez í baráttunni við Joel Matip í leik Liverpool og Benfica í Meistaradeildinni í vor. Fátt virðist koma í veg fyrir að þeir verði liðsfélagar á næstu dögum. Marc Atkins/Getty Images Liverpool hefur samið við úrúgvæska framherjann Darwin Núñez um kaup og kjör og aðeins samkomulag um kaupverð stendur í vegi fyrir vistaskiptum hans frá Benfica í Portúgal til ensku bikarmeistaranna. The Athletic greinir frá því að Liverpool hafi náð samkomulagi við Núñez. Greint var frá því í gær að Liverpool væri í viðræðum við Benfica um kaup á honum og virðist félagið hafa unnið hratt í samningamálum við leikmanninn sjálfan. Búist er við því að hann muni kosta Liverpool allt að 100 milljónir evra, um 80 milljónir punda, og yrði hann þar með dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Líklegt þykir að Liverpool greiði 80 milljónir evra fyrirfram og 20 milljónir geti fylgt í árangurstengdum greiðslum. Núñez er sagður hafa samþykkt fimm ára samning með um sex milljónir evra í árslaun. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er sagður vera mikill aðdáandi leikmannsins en hann skoraði 34 mörk í 41 leik fyrir Benfica á síðustu leiktíð, þar á meðal skoraði hann gegn Liverpool er liðin áttust við í Meistaradeild Evrópu. Klopp heillaðist víst mikið af þeim úrúgvæska í einvígi liðanna og Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, lét nýlega hafa eftir sér að Núñez væri á meðal öflugustu mótherja sem hann hefði mætt. Líklegt þykir að Núñez fylli í skarð Sadio Mané hjá Liverpool en sá senegalski er líklega á leið til Bayern Munchen í Þýskalandi. Þau skipti hafa legið í loftinu um þónokkurn tíma en félögin eiga þar eftir að ná samkomulagi um kaupverð. Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
The Athletic greinir frá því að Liverpool hafi náð samkomulagi við Núñez. Greint var frá því í gær að Liverpool væri í viðræðum við Benfica um kaup á honum og virðist félagið hafa unnið hratt í samningamálum við leikmanninn sjálfan. Búist er við því að hann muni kosta Liverpool allt að 100 milljónir evra, um 80 milljónir punda, og yrði hann þar með dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Líklegt þykir að Liverpool greiði 80 milljónir evra fyrirfram og 20 milljónir geti fylgt í árangurstengdum greiðslum. Núñez er sagður hafa samþykkt fimm ára samning með um sex milljónir evra í árslaun. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er sagður vera mikill aðdáandi leikmannsins en hann skoraði 34 mörk í 41 leik fyrir Benfica á síðustu leiktíð, þar á meðal skoraði hann gegn Liverpool er liðin áttust við í Meistaradeild Evrópu. Klopp heillaðist víst mikið af þeim úrúgvæska í einvígi liðanna og Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, lét nýlega hafa eftir sér að Núñez væri á meðal öflugustu mótherja sem hann hefði mætt. Líklegt þykir að Núñez fylli í skarð Sadio Mané hjá Liverpool en sá senegalski er líklega á leið til Bayern Munchen í Þýskalandi. Þau skipti hafa legið í loftinu um þónokkurn tíma en félögin eiga þar eftir að ná samkomulagi um kaupverð.
Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira