„Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2022 21:52 Ísak Bergmann náði vel saman við Arnór Sigurðsson í kvöld. Vísir/Diego Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. „Mér finnst við koma miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og pressum þá í raun og veru nánast allan seinni hálfleikinn. Við fáum mikið af opnunum þar sem við erum að vinna boltann og hefðum kannski átt að gera betur, en heilt yfir er þetta bara solid leikur.“ segir Ísak. Albanar áttu fína kafla í fyrri hálfleik þar sem íslenska liðið var sett undir töluverða pressu. Það hafði gerst í upphafi leiks, þar sem Albanía fékk fjórar hornspyrnur á fyrstu sex mínútunum og á síðar í hálfleiknum þar sem legið hafði á íslenska liðinu áður en Albanía svo kemst yfir. Ísak útskýrir kaflana sem svo: „Við erum bara of passívir, myndi ég segja. Við erum ekki með hann stóra kafla, en við fáum samt - Arnór [Sigurðsson] fær nokkur færi þarna til að byrja með og ég líka. Þannig að við þurfum að skoða þessar dýfur í okkar leik, við megum ekki fara of neðarlega. En við eigum líka góða kafla svo við þurfum að vera aðeins stabílli í okkar leik. Við erum ungt lið og það mun koma.“ Ísak og Arnór, sem hann nefnir, náðu vel saman í leiknum og sköpuðu mestan usla af íslensku leikmönnunum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Báðir koma þeir af Akranesi og Ísak segir Skagataugina renna djúpt. „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu, sérstaklega er ég með við Hákon [liðsfélaga Ísaks hjá FC Kaupmannahöfn] en líka við Arnór. Mér finnst hann búinn að sýna í sinni frammistöðu hérna og líka úti í Ísrael að hann er klár að taka þessa stöðu. Hann berst allan leikinn, er með gæði. Þetta er ofboðslega vel gert hjá honum því hann hefur spilað nánast ekki neitt með Venezia og kemur hingað og á tvo mjög góða leiki,“ segir Ísak. Ísland mætir San Marínó í æfingaleik á fimmtudag áður en Ísrael heimsækir Laugardalinn á sunnudag í Þjóðadeildinni. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Sjá meira
„Mér finnst við koma miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og pressum þá í raun og veru nánast allan seinni hálfleikinn. Við fáum mikið af opnunum þar sem við erum að vinna boltann og hefðum kannski átt að gera betur, en heilt yfir er þetta bara solid leikur.“ segir Ísak. Albanar áttu fína kafla í fyrri hálfleik þar sem íslenska liðið var sett undir töluverða pressu. Það hafði gerst í upphafi leiks, þar sem Albanía fékk fjórar hornspyrnur á fyrstu sex mínútunum og á síðar í hálfleiknum þar sem legið hafði á íslenska liðinu áður en Albanía svo kemst yfir. Ísak útskýrir kaflana sem svo: „Við erum bara of passívir, myndi ég segja. Við erum ekki með hann stóra kafla, en við fáum samt - Arnór [Sigurðsson] fær nokkur færi þarna til að byrja með og ég líka. Þannig að við þurfum að skoða þessar dýfur í okkar leik, við megum ekki fara of neðarlega. En við eigum líka góða kafla svo við þurfum að vera aðeins stabílli í okkar leik. Við erum ungt lið og það mun koma.“ Ísak og Arnór, sem hann nefnir, náðu vel saman í leiknum og sköpuðu mestan usla af íslensku leikmönnunum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Báðir koma þeir af Akranesi og Ísak segir Skagataugina renna djúpt. „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu, sérstaklega er ég með við Hákon [liðsfélaga Ísaks hjá FC Kaupmannahöfn] en líka við Arnór. Mér finnst hann búinn að sýna í sinni frammistöðu hérna og líka úti í Ísrael að hann er klár að taka þessa stöðu. Hann berst allan leikinn, er með gæði. Þetta er ofboðslega vel gert hjá honum því hann hefur spilað nánast ekki neitt með Venezia og kemur hingað og á tvo mjög góða leiki,“ segir Ísak. Ísland mætir San Marínó í æfingaleik á fimmtudag áður en Ísrael heimsækir Laugardalinn á sunnudag í Þjóðadeildinni.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Sjá meira
Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30
Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42