Jóhann Þór tekur við Grindavík á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 11:01 Jóhann Þór (til hægri) handsalar samninginn. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Jóhann Þór Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur í Subway-deild karla. Staðfesti körfuknattleiks félagsins þetta í gærkvöld. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins á síðustu leiktíð. Líkt og Vísir greindi frá var í gær ljóst að Sverrir Þór Sverrisson yrði ekki áfram með Grindvíkinga þar sem hann færði sig um set og mun sinna starfi aðstoðarþjálfara Keflavíkur á næstu leiktíð. Grindavík var þar með þjálfaralaust en menn voru ekki lengi að grípa í taumana. Inn kemur Jóhann Þór sem þekkir vel til eftir að hafa stýrt liðinu frá 2015 til 2019. Hann hefur nú samið við félagið út næstu leiktíð. Ekki nóg með að Jóhann Þór hafi stýrt liðinu í fjögur ár heldur var hann aðstoðarmaður árin tvö þar á undan og er því „öllum hnútum kunnugur. Hann var einnig aðstoðarþjálfari félagsins árið 2013 þegar félagið hampaði síðast Íslandsmeistaratitlinum og bikartitlinum árið 2014,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Grindavíkur. „Við erum mjög glöð að fá Jóhann Þór í starf þjálfara liðsins og væntum mikils af honum. Jóhann er mjög fær þjálfari og það eru frábærar fréttir að hann sé að snúa aftur í þjálfun af fullum krafti,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. „Það er spennandi vetur framundan í Grindavík. Við erum að færa okkur á nýjan og glæsilegan keppnisvöll og það ríkir mikil eftirvænting fyrir því að hefjast handa,“ segir Jóhann Þór um nýja - en samt gamla - starfið. Að endingu kemur fram að enn eigi eftir að ráða aðstoðarþjálfara og frekari frétta sé að vænta af leikmannamálum. Orðið á götunni er að landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson gæti verið á leið heim úr atvinnumennsku og samið við Grindavík. Þá má með sanni segja Ólafssynir hafi tekið yfir Grindavík þar sem Ólafur Ólafsson, bróðir Jóhanns Þórs, leikur með Grindavík og þriðji bróðirinn, Þorleifur, stýrir kvennaliði félagsins. Grindavík endaði í 7. sæti Subway deildarinnar með 22 stig á síðustu leiktíð. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá var í gær ljóst að Sverrir Þór Sverrisson yrði ekki áfram með Grindvíkinga þar sem hann færði sig um set og mun sinna starfi aðstoðarþjálfara Keflavíkur á næstu leiktíð. Grindavík var þar með þjálfaralaust en menn voru ekki lengi að grípa í taumana. Inn kemur Jóhann Þór sem þekkir vel til eftir að hafa stýrt liðinu frá 2015 til 2019. Hann hefur nú samið við félagið út næstu leiktíð. Ekki nóg með að Jóhann Þór hafi stýrt liðinu í fjögur ár heldur var hann aðstoðarmaður árin tvö þar á undan og er því „öllum hnútum kunnugur. Hann var einnig aðstoðarþjálfari félagsins árið 2013 þegar félagið hampaði síðast Íslandsmeistaratitlinum og bikartitlinum árið 2014,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Grindavíkur. „Við erum mjög glöð að fá Jóhann Þór í starf þjálfara liðsins og væntum mikils af honum. Jóhann er mjög fær þjálfari og það eru frábærar fréttir að hann sé að snúa aftur í þjálfun af fullum krafti,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. „Það er spennandi vetur framundan í Grindavík. Við erum að færa okkur á nýjan og glæsilegan keppnisvöll og það ríkir mikil eftirvænting fyrir því að hefjast handa,“ segir Jóhann Þór um nýja - en samt gamla - starfið. Að endingu kemur fram að enn eigi eftir að ráða aðstoðarþjálfara og frekari frétta sé að vænta af leikmannamálum. Orðið á götunni er að landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson gæti verið á leið heim úr atvinnumennsku og samið við Grindavík. Þá má með sanni segja Ólafssynir hafi tekið yfir Grindavík þar sem Ólafur Ólafsson, bróðir Jóhanns Þórs, leikur með Grindavík og þriðji bróðirinn, Þorleifur, stýrir kvennaliði félagsins. Grindavík endaði í 7. sæti Subway deildarinnar með 22 stig á síðustu leiktíð. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira