Ómar og Gísli þýskir meistarar með Magdeburg Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júní 2022 18:48 Ómar Ingi Magnússon í leik kvöldsins. Ronny Hartmann/picture alliance via Getty Images Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson urðu í kvöld þýskir meistarar í handbolta með Magdeburg er liðið vann fimm marka sigur gegn HBW Balingen-Weilstetten, 31-26. Þrátt fyrir að enn séu tvær umferðir eftir af deildinni er Magdeburg nú þegar búið að tryggja sér titilinn. Fyrir leik kvöldsins þurfti liðið aðeins eitt stig úr seinustu þremur leikjum sínum til að verða meistari. Magdeburg tók á móti Íslendingaliði HBW Balingen-Weilstetten sem situr í næst neðsta sæti deildarinnar og því bjuggust flestir við nokkuð öruggum sigir Magdeburg. Gestirnir í Balingen gáfu heimamönnum þó hörkuleik og þegar flautað var til hálfleiks var staðan jöfn, 15-15. Heimamenn í Magdeburg áttu í nokkrum erfiðleikum með að hrista fallbaráttuliðið af sér og þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka var staðan enn jöfn, 24-24. Magdeburg náði þá góðu áhlaupi á lokamínútunum og vann að lokum fimm marka sigur, 31-26, og titillinn því í höfn. Ómar Ingi Magnússon var markahæsti leikmaður Magdeburg og skoraði sjö mörk í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti einnig góðan leik og skoraði fjögur mörk. Daníel Þór Ingason og Oddur Grétarsson komust ekki á blað fyrir Balingen. WIR SIND DEUTSCHER MEISTER!!!DANKE 💚❤️ pic.twitter.com/WYp1zmg7sL— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) June 2, 2022 Þá voru fleiri Íslendingar í eldlínunni á sama tíma, en Janus Daði Smárason skoraði sex mörk er Göppingen vann tveggja marka sigur gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen, 30-28. Að lokum þurftu Viggó Kristjánsson, Andri Már Rúnarsson og félagar þeirra í Stuttgart að sætta sig við tveggja marka tap gegn Tus N-Lubbecke, 29-31. Þýski handboltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Þrátt fyrir að enn séu tvær umferðir eftir af deildinni er Magdeburg nú þegar búið að tryggja sér titilinn. Fyrir leik kvöldsins þurfti liðið aðeins eitt stig úr seinustu þremur leikjum sínum til að verða meistari. Magdeburg tók á móti Íslendingaliði HBW Balingen-Weilstetten sem situr í næst neðsta sæti deildarinnar og því bjuggust flestir við nokkuð öruggum sigir Magdeburg. Gestirnir í Balingen gáfu heimamönnum þó hörkuleik og þegar flautað var til hálfleiks var staðan jöfn, 15-15. Heimamenn í Magdeburg áttu í nokkrum erfiðleikum með að hrista fallbaráttuliðið af sér og þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka var staðan enn jöfn, 24-24. Magdeburg náði þá góðu áhlaupi á lokamínútunum og vann að lokum fimm marka sigur, 31-26, og titillinn því í höfn. Ómar Ingi Magnússon var markahæsti leikmaður Magdeburg og skoraði sjö mörk í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti einnig góðan leik og skoraði fjögur mörk. Daníel Þór Ingason og Oddur Grétarsson komust ekki á blað fyrir Balingen. WIR SIND DEUTSCHER MEISTER!!!DANKE 💚❤️ pic.twitter.com/WYp1zmg7sL— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) June 2, 2022 Þá voru fleiri Íslendingar í eldlínunni á sama tíma, en Janus Daði Smárason skoraði sex mörk er Göppingen vann tveggja marka sigur gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen, 30-28. Að lokum þurftu Viggó Kristjánsson, Andri Már Rúnarsson og félagar þeirra í Stuttgart að sætta sig við tveggja marka tap gegn Tus N-Lubbecke, 29-31.
Þýski handboltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira