Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Karl Lúðvíksson skrifar 23. maí 2022 09:52 Mynd: Stefán Sigurðsson Laxveiðimenn og konur bíða þess nú með eftirvæntingu að komast í árnar til að kasta flugu fyrir þann silfraða. Veiðitíminn hefst 1. júní og það er Urriðafoss sem opnar fyrst allra svæða en það er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir fréttum þaðan frá opnun. Það veit yfirleitt á gott þegar Urriðafoss fer vel af stað og eins og staðan er núna þá verður vatnsstaðan í ánum góð og þá er það bara spurningin um hvernig göngurnar verða. Svæðið við Urriðafoss hefur notið mikilli vinsælda síðustu ár og það er kannski ekkert skrítið þar sem veiðin hefur verið einna best á stöng þar síðan stangveiði hófst á svæðinu. Það er kannski hægt að fá stangir í ágúst á aðalsvæðinu en það skal ekki gleyma því að það er víða veitt í Þjórsá heldur en bara við Urriðafoss. Það eru tvö veiðisvæði fyrir ofan Urriðafoss sem eru líka hjá Iceland Outfitters og þar er veiðivon mjög góð á göngutímanum. Það er kannski ekkert mikið um góða veiðistaði en nóg til þess að halda mönnum uppteknum við veiðina. Tveir til þrír góðir veiðistaðir eru á hvorum bakka en líka nokkrir sem kannski gefa minna. Hluti ástæðunnar fyrir minni veiði á þeim stöðum er síðan líka minni ástundun en þessi efri svæði eru ennþá að kynna sig fyrir veiðimönnum. Þeir sem hafa verið duglegir við að fara þarna frá því að svæðin voru fyrst seld eru farnir að kunna aðeins á þetta. Þeir veiðimenn fara sjaldan laxlausir heim. Stangveiði Flóahreppur Mest lesið Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Einstök hellableikja við Mývatn Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Breiðdalsá tekur vel við sér Veiði Eyjafjarðará að taka við sér á nýjan leik Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði
Veiðitíminn hefst 1. júní og það er Urriðafoss sem opnar fyrst allra svæða en það er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir fréttum þaðan frá opnun. Það veit yfirleitt á gott þegar Urriðafoss fer vel af stað og eins og staðan er núna þá verður vatnsstaðan í ánum góð og þá er það bara spurningin um hvernig göngurnar verða. Svæðið við Urriðafoss hefur notið mikilli vinsælda síðustu ár og það er kannski ekkert skrítið þar sem veiðin hefur verið einna best á stöng þar síðan stangveiði hófst á svæðinu. Það er kannski hægt að fá stangir í ágúst á aðalsvæðinu en það skal ekki gleyma því að það er víða veitt í Þjórsá heldur en bara við Urriðafoss. Það eru tvö veiðisvæði fyrir ofan Urriðafoss sem eru líka hjá Iceland Outfitters og þar er veiðivon mjög góð á göngutímanum. Það er kannski ekkert mikið um góða veiðistaði en nóg til þess að halda mönnum uppteknum við veiðina. Tveir til þrír góðir veiðistaðir eru á hvorum bakka en líka nokkrir sem kannski gefa minna. Hluti ástæðunnar fyrir minni veiði á þeim stöðum er síðan líka minni ástundun en þessi efri svæði eru ennþá að kynna sig fyrir veiðimönnum. Þeir sem hafa verið duglegir við að fara þarna frá því að svæðin voru fyrst seld eru farnir að kunna aðeins á þetta. Þeir veiðimenn fara sjaldan laxlausir heim.
Stangveiði Flóahreppur Mest lesið Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Einstök hellableikja við Mývatn Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Breiðdalsá tekur vel við sér Veiði Eyjafjarðará að taka við sér á nýjan leik Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði