„Er harðasti Valsarinn í heiminum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2022 11:31 Má ég heyra? vísir/bára Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni. „Það er alltaf erfitt að gera upp á milli titla en ég set hann alveg efst með hinum. Þetta er ólýsanleg tilfinning, að fá að vera Íslandsmeistari fyrir framan þessa áhorfendur. Þetta er gjörsamlega geðveikt,“ sagði Kristófer. Tæplega fjögurra áratuga bið Vals eftir Íslandsmeistaratitli lauk loks í gær. Kristófer segir sérstakt að vera hluti af liðinu sem braut þennan þykka ís. „Þetta er algjör heiður. Við vorum vonsviknir að detta út í fyrra og ætluðum okkur titilinn. Við vissum að við ættum að rífa þetta félag upp á hæsta plan. Það var helvíti erfitt að labba út og sjá alltaf 1983 á veggnum,“ sagði Kristófer og vísaði til meistaraveggsins fræga á Hlíðarenda. „Þetta hefur verið markmiðið frá byrjun og það er geggjað að fá að upplifa þetta núna eftir alla þessa mánuði.“ Klippa: Viðtal við Kristófer Acox Kristófer segir að Valsmenn séu ekki saddir og ætli sér að byggja ofan á árangur tímabilsins. „Algjörlega. Maður vill alltaf verja titilinn og halda áfram. Allir sem upplifðu þetta núna vilja pottþétt upplifa þetta aftur. Við erum að reyna að búa til alvöru stemmningu. Horfum í kringum okkur. Þetta er komið til að vera,“ sagði Kristófer. En hversu mikill Valsari er Kristófer orðinn? „Ég er harðasti Valsarinn í heiminum,“ svaraði Kristófer sem skoraði þrettán stig og tók nítján fráköst í oddaleiknum í gær. Kristófer er uppalinn hjá KR en yfirgaf félagið 2020 vegna launadeilu sem fór fyrir dómstóla. KR var á endanum gert að greiða honum tæpar fjórar milljónir króna vegna vangoldinna launa. Í úrslitakeppninni var Kristófer með 11,6 stig og 10,1 fráköst að meðaltali í leik. Í deildarkeppninni var hann með 15,0 stig og 11,3 fráköst að meðaltali í leik. Subway-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
„Það er alltaf erfitt að gera upp á milli titla en ég set hann alveg efst með hinum. Þetta er ólýsanleg tilfinning, að fá að vera Íslandsmeistari fyrir framan þessa áhorfendur. Þetta er gjörsamlega geðveikt,“ sagði Kristófer. Tæplega fjögurra áratuga bið Vals eftir Íslandsmeistaratitli lauk loks í gær. Kristófer segir sérstakt að vera hluti af liðinu sem braut þennan þykka ís. „Þetta er algjör heiður. Við vorum vonsviknir að detta út í fyrra og ætluðum okkur titilinn. Við vissum að við ættum að rífa þetta félag upp á hæsta plan. Það var helvíti erfitt að labba út og sjá alltaf 1983 á veggnum,“ sagði Kristófer og vísaði til meistaraveggsins fræga á Hlíðarenda. „Þetta hefur verið markmiðið frá byrjun og það er geggjað að fá að upplifa þetta núna eftir alla þessa mánuði.“ Klippa: Viðtal við Kristófer Acox Kristófer segir að Valsmenn séu ekki saddir og ætli sér að byggja ofan á árangur tímabilsins. „Algjörlega. Maður vill alltaf verja titilinn og halda áfram. Allir sem upplifðu þetta núna vilja pottþétt upplifa þetta aftur. Við erum að reyna að búa til alvöru stemmningu. Horfum í kringum okkur. Þetta er komið til að vera,“ sagði Kristófer. En hversu mikill Valsari er Kristófer orðinn? „Ég er harðasti Valsarinn í heiminum,“ svaraði Kristófer sem skoraði þrettán stig og tók nítján fráköst í oddaleiknum í gær. Kristófer er uppalinn hjá KR en yfirgaf félagið 2020 vegna launadeilu sem fór fyrir dómstóla. KR var á endanum gert að greiða honum tæpar fjórar milljónir króna vegna vangoldinna launa. Í úrslitakeppninni var Kristófer með 11,6 stig og 10,1 fráköst að meðaltali í leik. Í deildarkeppninni var hann með 15,0 stig og 11,3 fráköst að meðaltali í leik.
Subway-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira