Sjáðu hetjudáðir markvarðar Forest og brjálaðan fögnuð eftir leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2022 14:32 Brice Samba og Brennan Johnson fallast í faðma eftir sigur Nottingham Forest á Sheffield United í vítaspyrnukeppni í seinni leik liðanna í undanúrslitum umspils um sæti í ensku úrvalsdeildinni. getty/Joe Prior Nottingham Forest komst skrefi nær því að komast upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 23 ár þegar liðið vann Sheffield United í vítaspyrnukeppni í seinni umspilsleik liðanna, 3-2. Brice Samba, markvörður Forest, var hetja liðsins en hann varði þrjár spyrnur í vítakeppninni. Hann varði einnig nokkrum sinnum vel í leiknum sjálfum. Forest mætir Huddersfield Town í úrslitaleik umspilsins á Wembley sunnudaginn 29. maí. Forest vann fyrri leikinn gegn Sheffield United á Bramall Lane, 1-2. Hagur Forest vænkaðist enn frekar þegar Brennan Johnson kom liðinu yfir á 19. mínútu í leiknum í gær. Sander Berge jafnaði fyrir Sheffield United í upphafi seinni hálfleiks og stundarfjórðungi fyrir leikslok kom John Fleck gestunum yfir, 1-2, og jafnaði í 3-3 samanlagt. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því var framlengt. Iliman Ndiaye fékk kjörið færi til að tryggja Sheffield United sigur á 115. mínútu en Samba kom Forest til bjargar með frábærri markvörslu. Hann hélt uppteknum hætti í vítakeppninni og varði tvær fyrstu spyrnur Sheffield United, frá Oliver Norwood og Conor Hourihane. Forest skoraði úr fyrstu þremur spyrnum sínum en Joe Lolley skaut yfir úr fjórðu spyrnu liðsins. Morgan Gibbs-White fékk því tækifæri til að jafna fyrir Sheffield United en Samba varði spyrnu hans og tryggði Forest sigurinn og sæti í leiknum verðmæta á Wembley í lok mánaðarins. Klippa: Vítakeppni Nottingham Forest og Sheffield United Eftir leikinn þustu áhorfendur á City Ground inn á völlinn og fögnuðu gríðarlega. Það setti hins vegar svartan blett á fagnaðarlætin að einn stuðningsmaður Forest skallaði Billy Sharp, fyrirliða Sheffield United. Hann hefur verið handtekinn. Forest byrjaði tímabilið skelfilega og fékk aðeins eitt stig í fyrstu sjö leikjum sínum í ensku B-deildinni. En eftir að Steve Cooper var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins hefur allt breyst og Forest er nú aðeins einum sigri frá því að leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Forest lék síðast í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1998-99. Liðið endaði þá í tuttugasta og neðsta sæti og féll. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá vítaspyrnukeppnina í leik Nottingham Forest og Sheffield United og fagnaðarlætin eftir leik. Enski boltinn Tengdar fréttir Fylgdi í fótspor föður síns og varð annar til að skora í báðum leggjum umspilsins Brennan Johnson skoraði eina mark Nottingham Forest í venjulegum leiktíma er liðið tryggði sér sæti í úrslitum umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. 17. maí 2022 22:30 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira
Brice Samba, markvörður Forest, var hetja liðsins en hann varði þrjár spyrnur í vítakeppninni. Hann varði einnig nokkrum sinnum vel í leiknum sjálfum. Forest mætir Huddersfield Town í úrslitaleik umspilsins á Wembley sunnudaginn 29. maí. Forest vann fyrri leikinn gegn Sheffield United á Bramall Lane, 1-2. Hagur Forest vænkaðist enn frekar þegar Brennan Johnson kom liðinu yfir á 19. mínútu í leiknum í gær. Sander Berge jafnaði fyrir Sheffield United í upphafi seinni hálfleiks og stundarfjórðungi fyrir leikslok kom John Fleck gestunum yfir, 1-2, og jafnaði í 3-3 samanlagt. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því var framlengt. Iliman Ndiaye fékk kjörið færi til að tryggja Sheffield United sigur á 115. mínútu en Samba kom Forest til bjargar með frábærri markvörslu. Hann hélt uppteknum hætti í vítakeppninni og varði tvær fyrstu spyrnur Sheffield United, frá Oliver Norwood og Conor Hourihane. Forest skoraði úr fyrstu þremur spyrnum sínum en Joe Lolley skaut yfir úr fjórðu spyrnu liðsins. Morgan Gibbs-White fékk því tækifæri til að jafna fyrir Sheffield United en Samba varði spyrnu hans og tryggði Forest sigurinn og sæti í leiknum verðmæta á Wembley í lok mánaðarins. Klippa: Vítakeppni Nottingham Forest og Sheffield United Eftir leikinn þustu áhorfendur á City Ground inn á völlinn og fögnuðu gríðarlega. Það setti hins vegar svartan blett á fagnaðarlætin að einn stuðningsmaður Forest skallaði Billy Sharp, fyrirliða Sheffield United. Hann hefur verið handtekinn. Forest byrjaði tímabilið skelfilega og fékk aðeins eitt stig í fyrstu sjö leikjum sínum í ensku B-deildinni. En eftir að Steve Cooper var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins hefur allt breyst og Forest er nú aðeins einum sigri frá því að leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Forest lék síðast í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1998-99. Liðið endaði þá í tuttugasta og neðsta sæti og féll. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá vítaspyrnukeppnina í leik Nottingham Forest og Sheffield United og fagnaðarlætin eftir leik.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fylgdi í fótspor föður síns og varð annar til að skora í báðum leggjum umspilsins Brennan Johnson skoraði eina mark Nottingham Forest í venjulegum leiktíma er liðið tryggði sér sæti í úrslitum umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. 17. maí 2022 22:30 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira
Fylgdi í fótspor föður síns og varð annar til að skora í báðum leggjum umspilsins Brennan Johnson skoraði eina mark Nottingham Forest í venjulegum leiktíma er liðið tryggði sér sæti í úrslitum umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. 17. maí 2022 22:30