Mesta hrun í lokaúrslitum frá því eftir hrun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2022 12:00 Þetta leit rosalega vel út hjá Tindastólsmönnum fram eftir leik en svo fór allt úrskeiðis hjá þeim. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll var 21 stigi yfir í leiknum á móti Val á Hlíðarenda í gær en tókst að glutra því niður og lenda aftur undir í úrslitaeinvíginu á móti Val. Valsmenn grófu sig upp úr þessari stóru holu, unnu leikinn 94-89 og fá því tvo leiki til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn í 39 ár. Tindastólsmenn voru 52-31 yfir mínútu fyrir hálfleik en Valsmönnum tókst að minnka muninn í sextán stig fyrir hlé, 52-36. Fyrsta karfa seinni hálfleiks var þriggja stiga karfa frá Tindastólsmanninum Taiwo Badmus sem kom liðinu þá nítján stigum yfir, 55-36. Á þeim tímapunkti voru örugglega flestir ef ekki allir búnir að afskrifa Valsmenn sem skoruðu ekki fyrstu tvær mínúturnar í seinni hálfleik. Þá breyttist hins vegar allt en áhlaupið hófst með þriggja stiga körfum frá þeim Pavel Ermolinskij og Callum Reese Lawson. Valsmenn enduðu á því að vinna síðustu átján mínútur leiksins með 24 stiga mun, 48-24. Stólarnir skoruðu 55 stig á fyrstu 22 mínútum leiksins en aðeins 24 stig á síðustu 18 mínútunum. Stólarnir buðu þarna upp á mesta hrun hjá einu liði í lokaúrslitum frá Bankahruninu 2008. KKÍ hefur boðið upp á lifandi tölfræði frá árinu 2008 og þar er hægt að nálgast upplýsingar um forystu liða í hverjum leik frá þeim tíma. Fram að leiknum í gær þá voru Grindvíkingar það lið sem hafði misst niður mesta forskotið í leik í lokaúrslitum. Þeir voru sextán stigum yfir á móti KR á heimavelli í leik tvö í lokaúrslitunum 2017 (20-4) en töpuðu leiknum á endanum með einu stigi, 88-89. Eins og sjá má hér fyrir ofan þá skyldu sextán stig af liðin í fyrsta leikhlutanum en KR-ingar voru þá búnir að minnka muninn niður í tvö stig eftir fyrsta leikhlutann, 23-21. Tvö lið höfðu misst niður fjórtán stiga forskot í úrslitaeinvígunum frá 2008 til 2021 en það voru Stjörnumenn árið 2011 og KR-ingar árið 2019. Stjörnuliðið var fjórtán stigum yfir í þriðja leik á móti KR í úrslitunum fyrir ellefu árum (31-14 í fyrsta leikhluta) en tapaði leiknum á endanum með tuttugu stiga mun, 81-101. KR-ingar hafa þarna tvisvar komið til baka en þeir misstu niður fjórtán stiga forskot á heimavelli í þriðja leik á móti ÍR vorið 2019. KR var þá 64-50 yfir í þriðja leikhlutanum sem var þá það mesta forskot sem lið hefur misst niður í seinni hálfleik fram að leiknum í gær þegar Stólarnir voru nítján stigum yfir í byrjun þriðja leikhluta. KR missti líka niður tólf stiga forskot á móti Grindavík 2014 og Haukum 2016 en vann bæði einvígin á endanum. Hér fyrir neðan má sjá mestu hrunin í lokaúrslitum frá því eftir Bankahrunið 2008. Lið sem hafa misst niður mesta forystu í lokaúrslitum frá 2008: 21 stig - Tindastóll í tapi fyrir Val í þriðja leik úrslitanna 2022 16 stig - Grindavík í tapi fyrir KR í öðrum leik úrslitanna 2017 14 stig - Stjarnan í tapi fyrir KR í þriðja leik úrslitanna 2011 14 stig - KR í tapi fyrir ÍR í þriðja leik úrslitanna 2019 12 stig - KR í tapi fyrir Grindavík í öðrum leik úrslitanna 2014 12 stig - KR í tapi fyrir Haukum í þriðja leik úrslitanna 2016 11 stig - Grindavík í tapi fyrir Stjörnunni í þriðja leik úrslitanna 2013 10 stig - Keflavík í tapi fyrir Þór Þorl. í fjórða leik úrslitanna 2021 Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Valsmenn grófu sig upp úr þessari stóru holu, unnu leikinn 94-89 og fá því tvo leiki til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn í 39 ár. Tindastólsmenn voru 52-31 yfir mínútu fyrir hálfleik en Valsmönnum tókst að minnka muninn í sextán stig fyrir hlé, 52-36. Fyrsta karfa seinni hálfleiks var þriggja stiga karfa frá Tindastólsmanninum Taiwo Badmus sem kom liðinu þá nítján stigum yfir, 55-36. Á þeim tímapunkti voru örugglega flestir ef ekki allir búnir að afskrifa Valsmenn sem skoruðu ekki fyrstu tvær mínúturnar í seinni hálfleik. Þá breyttist hins vegar allt en áhlaupið hófst með þriggja stiga körfum frá þeim Pavel Ermolinskij og Callum Reese Lawson. Valsmenn enduðu á því að vinna síðustu átján mínútur leiksins með 24 stiga mun, 48-24. Stólarnir skoruðu 55 stig á fyrstu 22 mínútum leiksins en aðeins 24 stig á síðustu 18 mínútunum. Stólarnir buðu þarna upp á mesta hrun hjá einu liði í lokaúrslitum frá Bankahruninu 2008. KKÍ hefur boðið upp á lifandi tölfræði frá árinu 2008 og þar er hægt að nálgast upplýsingar um forystu liða í hverjum leik frá þeim tíma. Fram að leiknum í gær þá voru Grindvíkingar það lið sem hafði misst niður mesta forskotið í leik í lokaúrslitum. Þeir voru sextán stigum yfir á móti KR á heimavelli í leik tvö í lokaúrslitunum 2017 (20-4) en töpuðu leiknum á endanum með einu stigi, 88-89. Eins og sjá má hér fyrir ofan þá skyldu sextán stig af liðin í fyrsta leikhlutanum en KR-ingar voru þá búnir að minnka muninn niður í tvö stig eftir fyrsta leikhlutann, 23-21. Tvö lið höfðu misst niður fjórtán stiga forskot í úrslitaeinvígunum frá 2008 til 2021 en það voru Stjörnumenn árið 2011 og KR-ingar árið 2019. Stjörnuliðið var fjórtán stigum yfir í þriðja leik á móti KR í úrslitunum fyrir ellefu árum (31-14 í fyrsta leikhluta) en tapaði leiknum á endanum með tuttugu stiga mun, 81-101. KR-ingar hafa þarna tvisvar komið til baka en þeir misstu niður fjórtán stiga forskot á heimavelli í þriðja leik á móti ÍR vorið 2019. KR var þá 64-50 yfir í þriðja leikhlutanum sem var þá það mesta forskot sem lið hefur misst niður í seinni hálfleik fram að leiknum í gær þegar Stólarnir voru nítján stigum yfir í byrjun þriðja leikhluta. KR missti líka niður tólf stiga forskot á móti Grindavík 2014 og Haukum 2016 en vann bæði einvígin á endanum. Hér fyrir neðan má sjá mestu hrunin í lokaúrslitum frá því eftir Bankahrunið 2008. Lið sem hafa misst niður mesta forystu í lokaúrslitum frá 2008: 21 stig - Tindastóll í tapi fyrir Val í þriðja leik úrslitanna 2022 16 stig - Grindavík í tapi fyrir KR í öðrum leik úrslitanna 2017 14 stig - Stjarnan í tapi fyrir KR í þriðja leik úrslitanna 2011 14 stig - KR í tapi fyrir ÍR í þriðja leik úrslitanna 2019 12 stig - KR í tapi fyrir Grindavík í öðrum leik úrslitanna 2014 12 stig - KR í tapi fyrir Haukum í þriðja leik úrslitanna 2016 11 stig - Grindavík í tapi fyrir Stjörnunni í þriðja leik úrslitanna 2013 10 stig - Keflavík í tapi fyrir Þór Þorl. í fjórða leik úrslitanna 2021
Lið sem hafa misst niður mesta forystu í lokaúrslitum frá 2008: 21 stig - Tindastóll í tapi fyrir Val í þriðja leik úrslitanna 2022 16 stig - Grindavík í tapi fyrir KR í öðrum leik úrslitanna 2017 14 stig - Stjarnan í tapi fyrir KR í þriðja leik úrslitanna 2011 14 stig - KR í tapi fyrir ÍR í þriðja leik úrslitanna 2019 12 stig - KR í tapi fyrir Grindavík í öðrum leik úrslitanna 2014 12 stig - KR í tapi fyrir Haukum í þriðja leik úrslitanna 2016 11 stig - Grindavík í tapi fyrir Stjörnunni í þriðja leik úrslitanna 2013 10 stig - Keflavík í tapi fyrir Þór Þorl. í fjórða leik úrslitanna 2021
Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins