Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2022 09:01 Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir komu inn í landsliðið á sama tíma. vísir/vilhelm Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. Jafnöldrurnar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir (fæddar 2001) komu báðar inn í landsliðið haustið 2019 og stimpluðu sig strax inn. Þær eru núna lykilmenn í íslenska liðinu sem er á leið á sitt fjórða Evrópumót í sumar. Þær Karólína og Sveindís bera eldri og reyndari leikmönnum íslenska liðsins afar vel söguna. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að sjá hvað þær eru frábærar. Þær eru frábærir karakterar og magnaðar íþróttamanneskjur,“ sagði Karólína. „Yngri kynslóðin er kannski með tæknilegu hliðina fram yfir eldri kynslóðina en það er magnað að horfa á þær og ekkert smá skemmtilegt að spila með þeim núna.“ Klippa: Karólína um fyrirmyndirnar Sveindís tekur í sama streng og Karólína og talar afar vel um eldri kynslóðina í íslenska liðinu. „Það er geðveikt. Þær eru líka frábærar persónur. Ég hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta og kynnast þeim,“ sagði Sveindís. „Þær eru geðveikt skemmtilegar og hafa tekið vel á móti mér. Líka að æfa með þeim, það er ótrúlega hátt tempó á æfingum og maður vill ekki gera nein mistök. Þegar þú ert með góða leikmenn í kringum þig gengur alltaf miklu betur og maður lítur betur út.“ Klippa: Sveindís um fyrirmyndirnar Sveindís og Karólína léku saman með Breiðabliki sumarið 2020 og urðu Íslandsmeistarar með liðinu. Eftir tímabilið sömdu þær báðar við þýsk félög; Sveindís við Wolfsburg og Karólína við Bayern München. Þessi lið börðumst um þýska meistaratitilinn sem Sveindís og stöllur hennar unnu á endanum. Bayern varð hins vegar meistari á síðasta tímabili. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn. 16. maí 2022 09:00 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00 Hlakkar til að spila á troðfullum Nývangi: „Þetta er klikkað“ Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 22. apríl 2022 11:31 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Jafnöldrurnar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir (fæddar 2001) komu báðar inn í landsliðið haustið 2019 og stimpluðu sig strax inn. Þær eru núna lykilmenn í íslenska liðinu sem er á leið á sitt fjórða Evrópumót í sumar. Þær Karólína og Sveindís bera eldri og reyndari leikmönnum íslenska liðsins afar vel söguna. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að sjá hvað þær eru frábærar. Þær eru frábærir karakterar og magnaðar íþróttamanneskjur,“ sagði Karólína. „Yngri kynslóðin er kannski með tæknilegu hliðina fram yfir eldri kynslóðina en það er magnað að horfa á þær og ekkert smá skemmtilegt að spila með þeim núna.“ Klippa: Karólína um fyrirmyndirnar Sveindís tekur í sama streng og Karólína og talar afar vel um eldri kynslóðina í íslenska liðinu. „Það er geðveikt. Þær eru líka frábærar persónur. Ég hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta og kynnast þeim,“ sagði Sveindís. „Þær eru geðveikt skemmtilegar og hafa tekið vel á móti mér. Líka að æfa með þeim, það er ótrúlega hátt tempó á æfingum og maður vill ekki gera nein mistök. Þegar þú ert með góða leikmenn í kringum þig gengur alltaf miklu betur og maður lítur betur út.“ Klippa: Sveindís um fyrirmyndirnar Sveindís og Karólína léku saman með Breiðabliki sumarið 2020 og urðu Íslandsmeistarar með liðinu. Eftir tímabilið sömdu þær báðar við þýsk félög; Sveindís við Wolfsburg og Karólína við Bayern München. Þessi lið börðumst um þýska meistaratitilinn sem Sveindís og stöllur hennar unnu á endanum. Bayern varð hins vegar meistari á síðasta tímabili.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn. 16. maí 2022 09:00 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00 Hlakkar til að spila á troðfullum Nývangi: „Þetta er klikkað“ Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 22. apríl 2022 11:31 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn. 16. maí 2022 09:00
Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00
Hlakkar til að spila á troðfullum Nývangi: „Þetta er klikkað“ Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 22. apríl 2022 11:31