Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Eiður Þór Árnason skrifar 10. maí 2022 21:06 Frammistöðu Systra var vel fangað í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. EBU Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. Alls börðust sautján lönd um pláss í úrslitunum í kvöld en tíu komust áfram og fá að snúa aftur á stóra sviðið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. Mikil spenna ríkti á meðan tilkynnt var hvaða atriði voru hlutskörpust en Ísland var þriðja ríkið til að verða lesið upp í útsendingunni. Auk Íslands komust Sviss, Armenía, Litháen, Portúgal, Noregur, Grikkland, Úkraína, Moldavía og Holland áfram í lokakeppnina. Atkvæði áhorfenda giltu til helmings á móti stigagjöf dómnefnda í hverju þátttökuríki og munu nánari upplýsingar verða veittar um stigagjöfina á næstu dögum. Systur voru fjórtánda atriðið á svið í kvöld með lag Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttur sem nefnist Með hækkandi sól. Með systrunum var bróðir þeirra Eyþór Ingi Eyþórsson á trommum. Flutningur systkinanna gekk vel á sviðinu og hafa fjölmargir hrósað frammistöðunni á samfélagsmiðlum. Íslenski hópurinn fékk áminningu frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva eftir dómararennslið í gær þar sem athugasemd var gerð við stuðningsyfirlýsingu flytjendanna við Úkraínu. Töldu skipuleggjendur ummælin þóttu of pólitísk fyrir keppnina. Ekki var minnst á Úkraínu í lok flutnings þeirra í kvöld. Blaðamannafundur hefst klukkan 21:30 þar sem Systur og aðrir keppendur sem komust áfram í kvöld sitja fyrir svörum. Hægt verður að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Alls börðust sautján lönd um pláss í úrslitunum í kvöld en tíu komust áfram og fá að snúa aftur á stóra sviðið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. Mikil spenna ríkti á meðan tilkynnt var hvaða atriði voru hlutskörpust en Ísland var þriðja ríkið til að verða lesið upp í útsendingunni. Auk Íslands komust Sviss, Armenía, Litháen, Portúgal, Noregur, Grikkland, Úkraína, Moldavía og Holland áfram í lokakeppnina. Atkvæði áhorfenda giltu til helmings á móti stigagjöf dómnefnda í hverju þátttökuríki og munu nánari upplýsingar verða veittar um stigagjöfina á næstu dögum. Systur voru fjórtánda atriðið á svið í kvöld með lag Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttur sem nefnist Með hækkandi sól. Með systrunum var bróðir þeirra Eyþór Ingi Eyþórsson á trommum. Flutningur systkinanna gekk vel á sviðinu og hafa fjölmargir hrósað frammistöðunni á samfélagsmiðlum. Íslenski hópurinn fékk áminningu frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva eftir dómararennslið í gær þar sem athugasemd var gerð við stuðningsyfirlýsingu flytjendanna við Úkraínu. Töldu skipuleggjendur ummælin þóttu of pólitísk fyrir keppnina. Ekki var minnst á Úkraínu í lok flutnings þeirra í kvöld. Blaðamannafundur hefst klukkan 21:30 þar sem Systur og aðrir keppendur sem komust áfram í kvöld sitja fyrir svörum. Hægt verður að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira