Ef ég væri með hatt þá myndi ég taka hann niður Ísak Óli Traustason skrifar 9. maí 2022 23:05 Pétur Rúnar átti góðan leik í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti flottan leik fyrir sitt lið er Tindastóll pakkaði Val saman í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú jöfn 1-1. Pétur Rúnar átti stóran þátt í sigri sinna manna í kvöld en hann endaði með 9 stig, 11 stoðsendingar, 6 fráköst og 2 stolna bolta. Pétur R'unar var eðlilega ánægður með liðið sitt hér í kvöld. ,,Ógeðslega ánægður með það hvernig við komum út í þennan leik og frá fyrstu mínútu til þeirrar seinustu vorum við ógeðslega góðir og við þurfum að byggja á þetta,“ sagði Pétur Rúnar að leik loknum. Tindastóll tapaði fyrsta leiknum í seríunni með einu stigi og hefðu getað stolið sigrinum. Pétur var ánægður hvernig liðsfélagar hans mættu til leiks. ,,Þetta var mjög svekkjandi að tapa leiknum eins og við töpuðum honum síðast, aftur á móti þá er ekki eins og við höfum verið eitthvað betri en þeir en við fengum séns til að vinna þá í síðasta leik og vorum klaufar að taka hann ekki en ég var ánægður hvernig við komum út í þennan leik.“ Tindastóll hélt Val í 75 stigum í þessum leik. Pétur tók undir það að varnarleikur þeirra hefði verið góður hér í kvöld sem og í síðasta leik. ,,Við fengum aðeins of mörg sóknarfráköst á okkur í síðasta leik en ég held að þeir hafi fengið alveg slatta af þeim núna líka en við þurfum að halda áfram að gera það sem við erum að gera.“ ,,Við byrjum leikinn vel varnarlega og svo setjum við skotin okkar í byrjun og fáum smá forskot og höldum því einhvernveginn allan leikinn, þeir ná þessu niður í tíu stig í fjórða annars náðum við að halda þessu út og ég er virkilega ánægður með þetta bæði sóknar og varnarlega.“ Pétur átti flottan leik og stýrði sóknarleik sinna manna vel og sagðist vera ánægður að geta hjálpað ,,ég tek kannski ekki flestu skotin en ég er að gera annað held ég og er að gera ágætlega.“ Það var mikil stemmning í stúkunni í kvöld og var Pétur ánægður með Grettismenn, stuðningsmannasveit Tindastóls. ,,Ef ég væri með hatt þá myndi ég taka hann niður, þetta er sturlað. Þeir mæta á undan mér, ég er mættur einum og hálfum tíma fyrir leik og þeir eru mættir að syngja.“ Næsti leikur fer fram á heimavelli Valsara á Hlíðarenda. Það er liggur fyrir að Tindastóll þurfi að stela einsum leik á heimavelli Vals. Aðspurður hvað Tindastóll þurfi að gera til þess að stela einum leik þar svaraði Pétur ,,segi eins og Hlynur Bærings, stela? Þeir eiga ekki neitt.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Pétur Rúnar átti stóran þátt í sigri sinna manna í kvöld en hann endaði með 9 stig, 11 stoðsendingar, 6 fráköst og 2 stolna bolta. Pétur R'unar var eðlilega ánægður með liðið sitt hér í kvöld. ,,Ógeðslega ánægður með það hvernig við komum út í þennan leik og frá fyrstu mínútu til þeirrar seinustu vorum við ógeðslega góðir og við þurfum að byggja á þetta,“ sagði Pétur Rúnar að leik loknum. Tindastóll tapaði fyrsta leiknum í seríunni með einu stigi og hefðu getað stolið sigrinum. Pétur var ánægður hvernig liðsfélagar hans mættu til leiks. ,,Þetta var mjög svekkjandi að tapa leiknum eins og við töpuðum honum síðast, aftur á móti þá er ekki eins og við höfum verið eitthvað betri en þeir en við fengum séns til að vinna þá í síðasta leik og vorum klaufar að taka hann ekki en ég var ánægður hvernig við komum út í þennan leik.“ Tindastóll hélt Val í 75 stigum í þessum leik. Pétur tók undir það að varnarleikur þeirra hefði verið góður hér í kvöld sem og í síðasta leik. ,,Við fengum aðeins of mörg sóknarfráköst á okkur í síðasta leik en ég held að þeir hafi fengið alveg slatta af þeim núna líka en við þurfum að halda áfram að gera það sem við erum að gera.“ ,,Við byrjum leikinn vel varnarlega og svo setjum við skotin okkar í byrjun og fáum smá forskot og höldum því einhvernveginn allan leikinn, þeir ná þessu niður í tíu stig í fjórða annars náðum við að halda þessu út og ég er virkilega ánægður með þetta bæði sóknar og varnarlega.“ Pétur átti flottan leik og stýrði sóknarleik sinna manna vel og sagðist vera ánægður að geta hjálpað ,,ég tek kannski ekki flestu skotin en ég er að gera annað held ég og er að gera ágætlega.“ Það var mikil stemmning í stúkunni í kvöld og var Pétur ánægður með Grettismenn, stuðningsmannasveit Tindastóls. ,,Ef ég væri með hatt þá myndi ég taka hann niður, þetta er sturlað. Þeir mæta á undan mér, ég er mættur einum og hálfum tíma fyrir leik og þeir eru mættir að syngja.“ Næsti leikur fer fram á heimavelli Valsara á Hlíðarenda. Það er liggur fyrir að Tindastóll þurfi að stela einsum leik á heimavelli Vals. Aðspurður hvað Tindastóll þurfi að gera til þess að stela einum leik þar svaraði Pétur ,,segi eins og Hlynur Bærings, stela? Þeir eiga ekki neitt.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira