Oddvitaáskorunin: Vill alla kattahatara til Húsavíkur Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2022 09:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Snorri Ásmundsson leiðir lista Kattaframboðsins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum. Snorri Ásmundsson hefur verið starfandi sem myndlistamaður í tuttugu og fimm ár en á þeim tíma hefur Snorri staðið fyrir ýmsum samfélagsgjörningum sem hafa gjarnan vakið mikla athygli. Þar má nefna borgarstjóra framboð, forseta framboð og verið fyrsta karlkyns fjallkonan í Reykjavík. Einnig hefur Snorri boðið landslýð aflátsbréf til sölu gegn fyrirgefningu syndanna. Snorri hefur látið til sín taka sem gagnrýnandi á samfélagslegt ástand og notar til þess ýmsa miðla, t.d. málverk og teikningu, skúlptúr og innsetningar auk þess að hafa tekið kvikmyndalistina í sína þjónustu til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Snorri er mikill baráttumaður fyrir ketti og er tengdur þeim andlega og hefur tekið að sér katta pössun um allan heim. Hann stofnaði kattaframboðið til að koma í veg fyrir banni við lausagöngu katta á Akureyri og hefur auk þess mikin áhuga á að betrumbæta bæinn. Hann býður sig fram til að klekkja á hatri og heimsku. Hann vill hjálpa fólki að opna hug sinn og hjarta fyrir fegurðinni og þakklætinu. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Eyjafjörðurinn það er óumdeilanlegt, Ásbyrgi er þar næst í röðinni. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég vil hatursfulla kisu hatarana úr bæjarstjórn og alla kattahatara burt úr bænum. Þeir geta flutt á Húsavík og þá reddast húsnæðisvandinn á Akureyri. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég spila mikið tölvuleiki…mjög mikið, enda finnst mér gaman að leika mér. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Hér árum áður þegar ég stundaði áfengisdrykkju átti ég oft samskipti við lögregluna. Einu sinni keyrði lögreglan mig heim til mín því ég var ofurölvi. Ekki vildi betur til en að þegar ég var rétt kominn inn í húsið sá ég bíllyklanna á bílnum hennar mömmu hangandi á nagla upp á vegg. Ég greip þá og fór út í bíl og setti allt í botn og keyrði fram úr lögreglubílnum sem keyrði mig heim nokkrum mínútum áður. Hún hóf strax að elta mig og ég náði að keyra í veg fyrir lögreglubílinn svo hann keyrði upp í snjóruðning, en það voru fleiri lögreglubílar að bætast í leikinn og ég var króaður af og ég hljóp þá eins og fætur toguðu en aftur tókst lögreglan að króa mig af inn í húsagörðum þá er sagt að ég hafi sagt. „Þið hefðuð aldrei náð mér hefði ég verið á Malibunum hans pabba.” Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, osta, chilli og jalapeno. Hvaða lag peppar þig mest? In Private, Dusty Springfield. Annars kemur ABBA mér alltaf í gott skap. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 50 í röð. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Brandarinn með konuna sem fór með barnið í strætó og bílstjórinn sagði henni að hann hefði aldrei séð svona ljótt barn. Hvað er þitt draumafríi? Ég er í því núna hér í Californiu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði mjög fín. Uppáhalds tónlistarmaður? Ennio Morricone. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Mér finnst ekkert skrýtið við það sem ég hef gert. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ég sjálfur því það er ekki til betri leikari, en ef ég nennti því ekki væri það líklega Josh Brolin. Hefur þú verið í verbúð? Já Grímsey, Höfn, Vestmannaeyjum og Grindavík. Áhrifamesta kvikmyndin? The Godfather hafði mótandi áhrif á mig. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei ég hef aldrei horft á þá. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Mexico eða suður Evrópu. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Unstoppable með Sia. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Snorri Ásmundsson leiðir lista Kattaframboðsins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum. Snorri Ásmundsson hefur verið starfandi sem myndlistamaður í tuttugu og fimm ár en á þeim tíma hefur Snorri staðið fyrir ýmsum samfélagsgjörningum sem hafa gjarnan vakið mikla athygli. Þar má nefna borgarstjóra framboð, forseta framboð og verið fyrsta karlkyns fjallkonan í Reykjavík. Einnig hefur Snorri boðið landslýð aflátsbréf til sölu gegn fyrirgefningu syndanna. Snorri hefur látið til sín taka sem gagnrýnandi á samfélagslegt ástand og notar til þess ýmsa miðla, t.d. málverk og teikningu, skúlptúr og innsetningar auk þess að hafa tekið kvikmyndalistina í sína þjónustu til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Snorri er mikill baráttumaður fyrir ketti og er tengdur þeim andlega og hefur tekið að sér katta pössun um allan heim. Hann stofnaði kattaframboðið til að koma í veg fyrir banni við lausagöngu katta á Akureyri og hefur auk þess mikin áhuga á að betrumbæta bæinn. Hann býður sig fram til að klekkja á hatri og heimsku. Hann vill hjálpa fólki að opna hug sinn og hjarta fyrir fegurðinni og þakklætinu. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Eyjafjörðurinn það er óumdeilanlegt, Ásbyrgi er þar næst í röðinni. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég vil hatursfulla kisu hatarana úr bæjarstjórn og alla kattahatara burt úr bænum. Þeir geta flutt á Húsavík og þá reddast húsnæðisvandinn á Akureyri. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég spila mikið tölvuleiki…mjög mikið, enda finnst mér gaman að leika mér. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Hér árum áður þegar ég stundaði áfengisdrykkju átti ég oft samskipti við lögregluna. Einu sinni keyrði lögreglan mig heim til mín því ég var ofurölvi. Ekki vildi betur til en að þegar ég var rétt kominn inn í húsið sá ég bíllyklanna á bílnum hennar mömmu hangandi á nagla upp á vegg. Ég greip þá og fór út í bíl og setti allt í botn og keyrði fram úr lögreglubílnum sem keyrði mig heim nokkrum mínútum áður. Hún hóf strax að elta mig og ég náði að keyra í veg fyrir lögreglubílinn svo hann keyrði upp í snjóruðning, en það voru fleiri lögreglubílar að bætast í leikinn og ég var króaður af og ég hljóp þá eins og fætur toguðu en aftur tókst lögreglan að króa mig af inn í húsagörðum þá er sagt að ég hafi sagt. „Þið hefðuð aldrei náð mér hefði ég verið á Malibunum hans pabba.” Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, osta, chilli og jalapeno. Hvaða lag peppar þig mest? In Private, Dusty Springfield. Annars kemur ABBA mér alltaf í gott skap. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 50 í röð. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Brandarinn með konuna sem fór með barnið í strætó og bílstjórinn sagði henni að hann hefði aldrei séð svona ljótt barn. Hvað er þitt draumafríi? Ég er í því núna hér í Californiu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði mjög fín. Uppáhalds tónlistarmaður? Ennio Morricone. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Mér finnst ekkert skrýtið við það sem ég hef gert. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ég sjálfur því það er ekki til betri leikari, en ef ég nennti því ekki væri það líklega Josh Brolin. Hefur þú verið í verbúð? Já Grímsey, Höfn, Vestmannaeyjum og Grindavík. Áhrifamesta kvikmyndin? The Godfather hafði mótandi áhrif á mig. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei ég hef aldrei horft á þá. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Mexico eða suður Evrópu. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Unstoppable með Sia.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira