Halldór: Sé ekki hvaða lið á að stoppa Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2022 22:06 Halldór Sigfússon viðurkenndi að sínir menn hefðu ekki átt mikla möguleika gegn ógnarsterku liði Vals. vísir/hulda margrét Halldór Sigfússon, þjálfari Selfoss, sagði að slæmur lokakafli á fyrri hálfleik hafi verið banabiti sinna manna gegn Val í kvöld. „Við vorum með einhverja 6-7 tapaða bolta á tíu mínútum. Það var ótrúlegt og við köstuðum leiknum eiginlega frá okkur. Þeir voru fljótir að komast að komast sjö mörkum yfir og þetta endaði í níu mörkum. Við gerðum okkur erfitt fyrir,“ sagði Halldór við Vísi eftir leik. „Við erum í vandræðum. Einar [Sverrisson] er meiddur. Við reyndum að hafa hann kláran en það var ekki hægt. Gummi [Guðmundur Hólmar Helgason] var slæmur og það vantar í liðið. Árni Steinn [Steinþórsson] reyndi að komast í takt en þetta er kannski okkar saga í vetur. Við höfum aldrei verið með alla leikmennina og aldrei náð almennilegum takti.“ Þrátt fyrir að vera kominn í sumarfrí kveðst Halldór vera sáttur með sína menn og hverju þeir áorkuðu í vetur. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við komumst í undanúrslit í bikar og í undanúrslit í deildar. Það munaði ótrúlega litlu að við færum í bikarúrslit. En við vorum bara ekki nógu góðir á móti þessu Valsliði í þessu einvígi. Það verður að segjast eins og er,“ sagði Halldór. „Ég óska Valsmönnum til hamingju. Þetta er frábært lið og miðað við hvernig þeir eru að spila núna sé ég ekki hvaða lið á að stoppa þá.“ Selfoss var sjö mörkum undir í hálfleik, 19-12, og brekkan því orðin ansi brött. „Auðvitað er erfitt að vera sjö mörkum undir. Valsliðið gefur ekkert mörg færi á sér. En auðvitað vildum við berjast til síðasta manns og reyna að setja meiri pressu á þá fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Við komum með smá áhlaup, settum þetta niður í sex mörk og fengum dauðafæri til að minnka muninn í fimm mörk. Þá hefði kannski getað komið smá meðbyr með okkur,“ sagði Halldór. Eftir leik tvö kvartaði hann yfir að Valsmenn tækju ítrekað ólöglega miðju og hann hjó í sama knérum eftir leikinn í kvöld. „Ég verð að segja að mér þykir það mjög undarlegt að það skuli allt í einu vera hægt að dæma einhverjar sex ólöglegar miðjur í seinni hálfleik en bara ein í þeim fyrri þegar leikurinn er í járnum. En þegar hann var búinn fengu dómararnir allt í einu sens fyrir að róa leikinn. Því það eru ótrúlega margar miðjur kolólöglegar,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Sjá meira
„Við vorum með einhverja 6-7 tapaða bolta á tíu mínútum. Það var ótrúlegt og við köstuðum leiknum eiginlega frá okkur. Þeir voru fljótir að komast að komast sjö mörkum yfir og þetta endaði í níu mörkum. Við gerðum okkur erfitt fyrir,“ sagði Halldór við Vísi eftir leik. „Við erum í vandræðum. Einar [Sverrisson] er meiddur. Við reyndum að hafa hann kláran en það var ekki hægt. Gummi [Guðmundur Hólmar Helgason] var slæmur og það vantar í liðið. Árni Steinn [Steinþórsson] reyndi að komast í takt en þetta er kannski okkar saga í vetur. Við höfum aldrei verið með alla leikmennina og aldrei náð almennilegum takti.“ Þrátt fyrir að vera kominn í sumarfrí kveðst Halldór vera sáttur með sína menn og hverju þeir áorkuðu í vetur. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við komumst í undanúrslit í bikar og í undanúrslit í deildar. Það munaði ótrúlega litlu að við færum í bikarúrslit. En við vorum bara ekki nógu góðir á móti þessu Valsliði í þessu einvígi. Það verður að segjast eins og er,“ sagði Halldór. „Ég óska Valsmönnum til hamingju. Þetta er frábært lið og miðað við hvernig þeir eru að spila núna sé ég ekki hvaða lið á að stoppa þá.“ Selfoss var sjö mörkum undir í hálfleik, 19-12, og brekkan því orðin ansi brött. „Auðvitað er erfitt að vera sjö mörkum undir. Valsliðið gefur ekkert mörg færi á sér. En auðvitað vildum við berjast til síðasta manns og reyna að setja meiri pressu á þá fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Við komum með smá áhlaup, settum þetta niður í sex mörk og fengum dauðafæri til að minnka muninn í fimm mörk. Þá hefði kannski getað komið smá meðbyr með okkur,“ sagði Halldór. Eftir leik tvö kvartaði hann yfir að Valsmenn tækju ítrekað ólöglega miðju og hann hjó í sama knérum eftir leikinn í kvöld. „Ég verð að segja að mér þykir það mjög undarlegt að það skuli allt í einu vera hægt að dæma einhverjar sex ólöglegar miðjur í seinni hálfleik en bara ein í þeim fyrri þegar leikurinn er í járnum. En þegar hann var búinn fengu dómararnir allt í einu sens fyrir að róa leikinn. Því það eru ótrúlega margar miðjur kolólöglegar,“ sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Sjá meira