Rúnar: Eiginlega ósáttur að þeir hafi fengið rautt spjald Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2022 19:12 Rúnar Kristinsson sagði að sínir menn hefðu ekki náð að opna vörn KA nægilega oft. vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, viðurkenndi að það hafi ekki hjálpað sínu liði neitt þegar KA-maðurinn Oleksii Bykov fékk rauða spjaldið í leiknum á Meistaravöllum í dag. KR-ingar sóttu stíft allan leikinn en KA-menn gáfu nánast engin færi á sér. „Það vantaði betri sendingar og kannski fleiri opnanir. En eins og ég sagði fyrir leikinn er KA með frábært skipulag og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Og þessi fáu færi sem við fengum nýttum við ekki,“ sagði Rúnar við Vísi eftir leik. „Við herjuðum á þá allan seinni hálfleikinn, reyndum að vera þolinmóðir með boltann og finna leiðir. En þegar við fundum þær vantaði síðustu sendinguna eða afgreiðsluna. Þeir vörðust ofboðslega vel og eiga heiður skilinn fyrir það.“ Rúnar segir að KA-menn séu sennilega erfiðasta lið deildarinnar að brjóta á bak aftur. „Þeir eru ofboðslega erfiðir. Ég var eiginlega ósáttur að þeir hafi fengið rautt spjald. Það hefði verið betra að vera ellefu gegn ellefu. Þá hefðum við kannski fengið fleiri möguleika á að opna þá. Þeir fóru lítið fram í seinni hálfleik en við þurftum að passa okkur því þeir eru með hraða og góðar skyndisóknir. Við náðum ekki nægilega góðum opnunum og fyrirgjöfum og þeir voru alltaf á undan í boltann inni í teignum og grimmari en við,“ sagði Rúnar. Hann var sammála þeirri fullyrðingu blaðamanns að KR-ingar hafi verið hættulegri meðan það var enn jafnt í liðum. „Við vorum það sennilega í fyrri hálfleik. Í seinni vorum við hættulegir, að sækja og upp við vítateig þeirra allan tímann og reyndum að finna leiðir í gegn sem við fundum ekki. Því fór sem fór. Þeir vörðust vel og lokuðu á okkur þótt þeir væru einum færri,“ sagði Rúnar. Eftir sigur á Fram í 1. umferðinni hefur KR nú aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum. „Þetta er ekki óskastaða mín eða okkar í KR. Við hefðum viljað hafa fleiri stig en við sættum okkur við þetta. Við getum ekki annað. Þetta er búið, við verðum að halda áfram og gera betur næst. Og kannski skora eitt og eitt mark,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla KR Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
„Það vantaði betri sendingar og kannski fleiri opnanir. En eins og ég sagði fyrir leikinn er KA með frábært skipulag og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Og þessi fáu færi sem við fengum nýttum við ekki,“ sagði Rúnar við Vísi eftir leik. „Við herjuðum á þá allan seinni hálfleikinn, reyndum að vera þolinmóðir með boltann og finna leiðir. En þegar við fundum þær vantaði síðustu sendinguna eða afgreiðsluna. Þeir vörðust ofboðslega vel og eiga heiður skilinn fyrir það.“ Rúnar segir að KA-menn séu sennilega erfiðasta lið deildarinnar að brjóta á bak aftur. „Þeir eru ofboðslega erfiðir. Ég var eiginlega ósáttur að þeir hafi fengið rautt spjald. Það hefði verið betra að vera ellefu gegn ellefu. Þá hefðum við kannski fengið fleiri möguleika á að opna þá. Þeir fóru lítið fram í seinni hálfleik en við þurftum að passa okkur því þeir eru með hraða og góðar skyndisóknir. Við náðum ekki nægilega góðum opnunum og fyrirgjöfum og þeir voru alltaf á undan í boltann inni í teignum og grimmari en við,“ sagði Rúnar. Hann var sammála þeirri fullyrðingu blaðamanns að KR-ingar hafi verið hættulegri meðan það var enn jafnt í liðum. „Við vorum það sennilega í fyrri hálfleik. Í seinni vorum við hættulegir, að sækja og upp við vítateig þeirra allan tímann og reyndum að finna leiðir í gegn sem við fundum ekki. Því fór sem fór. Þeir vörðust vel og lokuðu á okkur þótt þeir væru einum færri,“ sagði Rúnar. Eftir sigur á Fram í 1. umferðinni hefur KR nú aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum. „Þetta er ekki óskastaða mín eða okkar í KR. Við hefðum viljað hafa fleiri stig en við sættum okkur við þetta. Við getum ekki annað. Þetta er búið, við verðum að halda áfram og gera betur næst. Og kannski skora eitt og eitt mark,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla KR Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira