Svali býst við fullum Hlíðarenda í kvöld: Stór stund fyrir lítil hjörtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 14:30 Svali Björgvinsson ræðir hér við Guðjón Guðmundsson á Hlíðarenda í dag. S2 Sport Svali Björgvinsson var leikmaður Valsliðsins þegar körfuboltalið félagsins var síðast í úrslitum. Nú er hann formaður Körfuknattleiksdeildar Vals og fram undan er stærsti leikur félagsins í langan tíma. Guðjón Guðmundsson kíkti á Hlíðarenda og kannaði stöðuna á húsinu fyrir fyrsta úrslitaleik Vals og Tindastóls í kvöld. „Úrslitin á Íslandsmótinu í körfubolta hefjast hér á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur tekur á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum. Það er sannarlega mikið undir og við heyrðum í guðföður körfuboltans á Hlíðarenda, Svala Björgvinssyni,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Þetta er stór stund fyrir lítil hjörtu fyrir okkur Valsmenn. Það er langt síðan við höfum verið hérna og þetta er mjög gaman,“ sagði Svali Björgvinsson. Svali er búinn að berjast fyrir körfuboltann í Val í mjög langan tíma og hvernig er tilfinningin að sjá liðið vera komið alla leið í úrslit. „Hún er bara geggjuð. Það er fullt af fólki, hér í Val og öðrum félögum, að leggja mikið á sig til að komast í úrslit. Það er uppskera. Það er vor. Þetta er ofsalega gaman,“ sagði Svali. Valsmenn hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í 39 ár eða síðan 1983. „Það er langur tími í körfubolta en það er stuttur tími í jarðsögulegu samhengi. Það er samt styttra síðan að Valur varð Íslandsmeistari í körfubolta heldur en Tindastóll,“ sagði Svali. „Það eru allir að stefna á það að koma hingað, ná þessum áfanga og fylla húsið. Frábært lið Tindastóls og mikil stemmning með þeim. Þetta verður ekkert skemmtilegra. Þeir sem eru í íþróttum eru í þessu til þess að komast á þennan stall, fá þessa upplifun og þessa spennu sem fylgir þessu. Ef þú færð slíka umbun þá þarf ekki jól, ekki páska og ekki sumardaginn fyrsta. Ef þú upplifir þetta einu sinni á ári þá er lífið ansi nálægt alsælu,“ sagði Svali. Svali býst við því að það verði fullt hús á Hlíðarenda í kvöld. Það seldust sex hundruð miðar þegar miðasalan opnaði á þriðjudaginn. „Það er mikil eftirspurn eftir miðum sem er bara geggjað. Því fleiri því betra,“ sagði Svali. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Gaupa við Svala á Hlíðarenda fyrr í dag. Klippa: Gaupi ræðir við Svala fyrir leik kvöldsins Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
Guðjón Guðmundsson kíkti á Hlíðarenda og kannaði stöðuna á húsinu fyrir fyrsta úrslitaleik Vals og Tindastóls í kvöld. „Úrslitin á Íslandsmótinu í körfubolta hefjast hér á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur tekur á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum. Það er sannarlega mikið undir og við heyrðum í guðföður körfuboltans á Hlíðarenda, Svala Björgvinssyni,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Þetta er stór stund fyrir lítil hjörtu fyrir okkur Valsmenn. Það er langt síðan við höfum verið hérna og þetta er mjög gaman,“ sagði Svali Björgvinsson. Svali er búinn að berjast fyrir körfuboltann í Val í mjög langan tíma og hvernig er tilfinningin að sjá liðið vera komið alla leið í úrslit. „Hún er bara geggjuð. Það er fullt af fólki, hér í Val og öðrum félögum, að leggja mikið á sig til að komast í úrslit. Það er uppskera. Það er vor. Þetta er ofsalega gaman,“ sagði Svali. Valsmenn hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í 39 ár eða síðan 1983. „Það er langur tími í körfubolta en það er stuttur tími í jarðsögulegu samhengi. Það er samt styttra síðan að Valur varð Íslandsmeistari í körfubolta heldur en Tindastóll,“ sagði Svali. „Það eru allir að stefna á það að koma hingað, ná þessum áfanga og fylla húsið. Frábært lið Tindastóls og mikil stemmning með þeim. Þetta verður ekkert skemmtilegra. Þeir sem eru í íþróttum eru í þessu til þess að komast á þennan stall, fá þessa upplifun og þessa spennu sem fylgir þessu. Ef þú færð slíka umbun þá þarf ekki jól, ekki páska og ekki sumardaginn fyrsta. Ef þú upplifir þetta einu sinni á ári þá er lífið ansi nálægt alsælu,“ sagði Svali. Svali býst við því að það verði fullt hús á Hlíðarenda í kvöld. Það seldust sex hundruð miðar þegar miðasalan opnaði á þriðjudaginn. „Það er mikil eftirspurn eftir miðum sem er bara geggjað. Því fleiri því betra,“ sagði Svali. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Gaupa við Svala á Hlíðarenda fyrr í dag. Klippa: Gaupi ræðir við Svala fyrir leik kvöldsins
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira