Gamli Púlarinn segir mögulega fernu Liverpool ekki betri en þrennu United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 09:30 Leikmenn Manchester United fagna með alla þrjá bikarana vorið 1999. Getty/Morris & Stenning Fyrrum framherji Liverpool á tíunda áratugnum er á þeirri skoðun að þrenna Manchester United frá 1999 sé meira afrek en að vinna fernuna í dag eins og Liverpool á enn möguleika á. Liverpool er búið að vinna enska deildabikarinn, er einu stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og er komið í bæði úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool told a quadruple wouldn't top Man United's treble#LFC https://t.co/AQFBWdSmIx— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 3, 2022 Stan Collymore, sem skoraði 26 mörk í 61 deildarleik fyrir Liverpool frá 1995 til 1997, vill ekki gera of mikið úr mögulegri fernu Liverpool liðsins. Hann segir að hún sé ekki betri en þrenna Manchester United frá 1998/99 en heldur ekki merkilegri en tvenna Tottenham frá 1960/61 og Arsenal 1970/71. Að hans mati yrði þrenna Manchester United síðan merkilegust af þeim öllum. Ástæðan að mati Collymore er hvernig fótboltinn hafi breyst í gegnum tíðina og allir peningarnir sem eru komnir inn í boltann. Vellirnir séu nú betri og líkamleg átök séu minni í leikjunum. Hann viðurkennir þó að enska úrvalsdeildin hafi aldrei séð eins mikil gæði hjá liðum eins og hjá Liverpool og Manchester City þessi misserin. Manchester United varð fyrsta enska liðið til að vinna þrennuna vorið 1999 en liðið tryggði sér þá alla titlana þrjá á ótrúlegum tíu dögum. Liverpool are six games away from immortality pic.twitter.com/XV3wh7w4eb— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2022 United tryggði sér sigur í deildinni 16. maí eftir mikið einvígi við Arsenal, vann Newcastle United í úrslitaleik bikarkeppninnar 22. maí og vann síðan Meistaradeildina eftir endurkomusigur á Bayern München í úrslitaleik í Barcelona 26. maí. „Ég veit að einhver ykkar, þá sérstaklega unga fólkið, muni segja að fótboltinn sé miklu betri í dag en hann var á árum áður. Sem dæmi um það getum við bara skoðað stigin sem Liverpool og City hafi náð í hús á síðustu tveimur til þremur árum og hið mikla bil sem er á milli þessara tveggja liða og restarinnar af deildinni, skrifaði Stan Collymore í pistil sinn í Mirror. „Ég samþykki það sjónarmið en segi líka það að það getur ekki verið tilviljun, þegar að leikurinn reynir ekki eins líkamlega á menn lengur, með minni samkeppni frá öðrum liðum og færri samstuðum í leikjunum, að öll met um alla Evrópu hafi fallið. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að lið fyrri tíma spiluðu á skelfilegum völlum og það voru ekki þessir peningar í boltanum eins og nú, skrifaði Collymore. „Sjáið bara hvernig Liverpool tók Virgil van Dijk og Sadio Mane frá Southampton. Þegar ég spilaði þá eyddi Matt Le Tissier öllum ferli sínum með Saints þrátt fyrir að öll stóru liðin hefðu viljað taka hann eftir tvö eða þrjú ár, hvort sem það var að láta hann spila eða sitja á bekknum, skrifaði Collymore. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=yzAdAJSj7Bs">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira
Liverpool er búið að vinna enska deildabikarinn, er einu stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og er komið í bæði úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool told a quadruple wouldn't top Man United's treble#LFC https://t.co/AQFBWdSmIx— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 3, 2022 Stan Collymore, sem skoraði 26 mörk í 61 deildarleik fyrir Liverpool frá 1995 til 1997, vill ekki gera of mikið úr mögulegri fernu Liverpool liðsins. Hann segir að hún sé ekki betri en þrenna Manchester United frá 1998/99 en heldur ekki merkilegri en tvenna Tottenham frá 1960/61 og Arsenal 1970/71. Að hans mati yrði þrenna Manchester United síðan merkilegust af þeim öllum. Ástæðan að mati Collymore er hvernig fótboltinn hafi breyst í gegnum tíðina og allir peningarnir sem eru komnir inn í boltann. Vellirnir séu nú betri og líkamleg átök séu minni í leikjunum. Hann viðurkennir þó að enska úrvalsdeildin hafi aldrei séð eins mikil gæði hjá liðum eins og hjá Liverpool og Manchester City þessi misserin. Manchester United varð fyrsta enska liðið til að vinna þrennuna vorið 1999 en liðið tryggði sér þá alla titlana þrjá á ótrúlegum tíu dögum. Liverpool are six games away from immortality pic.twitter.com/XV3wh7w4eb— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2022 United tryggði sér sigur í deildinni 16. maí eftir mikið einvígi við Arsenal, vann Newcastle United í úrslitaleik bikarkeppninnar 22. maí og vann síðan Meistaradeildina eftir endurkomusigur á Bayern München í úrslitaleik í Barcelona 26. maí. „Ég veit að einhver ykkar, þá sérstaklega unga fólkið, muni segja að fótboltinn sé miklu betri í dag en hann var á árum áður. Sem dæmi um það getum við bara skoðað stigin sem Liverpool og City hafi náð í hús á síðustu tveimur til þremur árum og hið mikla bil sem er á milli þessara tveggja liða og restarinnar af deildinni, skrifaði Stan Collymore í pistil sinn í Mirror. „Ég samþykki það sjónarmið en segi líka það að það getur ekki verið tilviljun, þegar að leikurinn reynir ekki eins líkamlega á menn lengur, með minni samkeppni frá öðrum liðum og færri samstuðum í leikjunum, að öll met um alla Evrópu hafi fallið. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að lið fyrri tíma spiluðu á skelfilegum völlum og það voru ekki þessir peningar í boltanum eins og nú, skrifaði Collymore. „Sjáið bara hvernig Liverpool tók Virgil van Dijk og Sadio Mane frá Southampton. Þegar ég spilaði þá eyddi Matt Le Tissier öllum ferli sínum með Saints þrátt fyrir að öll stóru liðin hefðu viljað taka hann eftir tvö eða þrjú ár, hvort sem það var að láta hann spila eða sitja á bekknum, skrifaði Collymore. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=yzAdAJSj7Bs">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira