Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 5. maí 2022 08:15 Eiður Valdemarsson með flotta veiði úr Vífilstaðavatni Vífilstaðavatn er alltaf jafn vinsælt á þessum árstíma en fáir hafa verið þar við veiðar í kuldanum síðustu daga. Það sem vatnið þarf til að fara í gang eru sólardagar, ekki endilega heitir dagar. Það lifnar vel yfir lífríkinu þegar það er bjart á daginn en einmitt við þau skilyrði fer flugupúpan af stað og þá verður þú mjög fljótt var við bleikjuna sem fer að vaka um allt. Besti tíminn í vatninu finnst mér yfirleitt vera maí og inní júní og þá sérstaklega á kvöldin á björtum dögum. Það er eiginlega nóg að mæta um sjö leitið og veiða til ellefu. Vatnið er grunnt og ef það er mjög lyngt þarf að vaða mjög varlega út í, nota léttar línur til dæmis 4-5#, langa tauma (11-13 fet), 4-5 punda taum og litlar dökkar flugur í stærðum 16-18# en þeir hafa reynst mjög vel. Lykilatriði er síðan að draga löturhægt inn. Það er ekki kominn mikill gróður á þessum tíma og það er sáralítil festa í vatninu. Ef það er mikið um uppítökur er um að gera að nota þurrflugu en það er virkilega gaman ef bleikjan er ekki vör við þig að sjá þær taka þurrflugu allt í kringum þig. Þá þarftu bara að finna út úr því hvernig þú færð hana í fluguna þína. Stangveiði Garðabær Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Veiðin hefst á fimmtudaginn Veiði
Það sem vatnið þarf til að fara í gang eru sólardagar, ekki endilega heitir dagar. Það lifnar vel yfir lífríkinu þegar það er bjart á daginn en einmitt við þau skilyrði fer flugupúpan af stað og þá verður þú mjög fljótt var við bleikjuna sem fer að vaka um allt. Besti tíminn í vatninu finnst mér yfirleitt vera maí og inní júní og þá sérstaklega á kvöldin á björtum dögum. Það er eiginlega nóg að mæta um sjö leitið og veiða til ellefu. Vatnið er grunnt og ef það er mjög lyngt þarf að vaða mjög varlega út í, nota léttar línur til dæmis 4-5#, langa tauma (11-13 fet), 4-5 punda taum og litlar dökkar flugur í stærðum 16-18# en þeir hafa reynst mjög vel. Lykilatriði er síðan að draga löturhægt inn. Það er ekki kominn mikill gróður á þessum tíma og það er sáralítil festa í vatninu. Ef það er mikið um uppítökur er um að gera að nota þurrflugu en það er virkilega gaman ef bleikjan er ekki vör við þig að sjá þær taka þurrflugu allt í kringum þig. Þá þarftu bara að finna út úr því hvernig þú færð hana í fluguna þína.
Stangveiði Garðabær Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Veiðin hefst á fimmtudaginn Veiði