Reggie Miller lét Ben Simmons heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2022 11:01 Ben Simmons mætir litríkur til leiks og situr á varamannabekk Brooklyn Nets í þessari úrslitakeppni en hann er ekkert að fara að klæða sig í keppnisbúning liðsins á næstunni eins og menn héldu um tíma. AP/John Minchillo Það er margir búnir að fá nóg af hrakfallasögu NBA-körfuboltamannsins Ben Simmons og nýjustu fréttirnar fóru illa í einn af mestu keppnismönnum sögunnar. Reggie Miller tókst aldrei að vinna NBA-titilinn en var nokkrum sinnum nálægt því. Hann spilaði allan ferilinn með Indiana Pacers og sýndi ávallt ótrúlegan sigurvilja á sínum farsæla ferli þótt að titilinn hafi aldrei komið í hús. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Miller var allt annað en ánægður með nýjustu fréttirnar af Ben Simmons sem hefur verið leikmaður Brooklyn Nets í marga mánuði en hefur enn ekki spilað með liðinu. Orðrómur um endurkomu Simmons hefur verið í gangi alla úrslitakeppnina og bandarískir fjölmiðlamenn þóttust vera búnir að hlera það að hann væri að fara að spila í leik fjögur. Nets tapaði hins vegar þriðja leiknum í röð á móti Boston Celtics og er þvi einum tapleik frá sumarfríi. Eftir tap Nets í leiknum á laugardagskvöldið þá breyttist allt og nú komu fréttir um að Ben Simmons myndi ekki leika með Brooklyn í fjórða leiknum. Í síðasta leik hans datt hann út úr úrslitakeppninni með Philadelphia 76ers og átti þá á hættu að detta út úr úrslitakeppninni í tveimur leikjum í röð sem enginn hefur lent í frá því að úrslitakeppni NBA-deildarinnar var stofnuð. Þessar fréttir kölluðu á hörð viðbrögð frá Reggie Miller. „Ekki láta svona maður!!! Ekki með í leik fjögur þegar orðrómur var um að þú myndir spila þinn fyrsta leik. Þessi gæi er með núll prósent keppnisskap,“ skrifaði Reggie Miller á Twitter. „Það var smá von um að Nets gæti komið til baka í þessu einvígi. Þú ert með KD og Kyrie í liðinu og allt sem þarf er að vinna einn leik og meta stöðuna eftir það,“ skrifaði Miller á Twitter. Hann bætti við í myllumerki. „Sýndu karlmennsku,“ skrifaði Miller. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) NBA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Reggie Miller tókst aldrei að vinna NBA-titilinn en var nokkrum sinnum nálægt því. Hann spilaði allan ferilinn með Indiana Pacers og sýndi ávallt ótrúlegan sigurvilja á sínum farsæla ferli þótt að titilinn hafi aldrei komið í hús. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Miller var allt annað en ánægður með nýjustu fréttirnar af Ben Simmons sem hefur verið leikmaður Brooklyn Nets í marga mánuði en hefur enn ekki spilað með liðinu. Orðrómur um endurkomu Simmons hefur verið í gangi alla úrslitakeppnina og bandarískir fjölmiðlamenn þóttust vera búnir að hlera það að hann væri að fara að spila í leik fjögur. Nets tapaði hins vegar þriðja leiknum í röð á móti Boston Celtics og er þvi einum tapleik frá sumarfríi. Eftir tap Nets í leiknum á laugardagskvöldið þá breyttist allt og nú komu fréttir um að Ben Simmons myndi ekki leika með Brooklyn í fjórða leiknum. Í síðasta leik hans datt hann út úr úrslitakeppninni með Philadelphia 76ers og átti þá á hættu að detta út úr úrslitakeppninni í tveimur leikjum í röð sem enginn hefur lent í frá því að úrslitakeppni NBA-deildarinnar var stofnuð. Þessar fréttir kölluðu á hörð viðbrögð frá Reggie Miller. „Ekki láta svona maður!!! Ekki með í leik fjögur þegar orðrómur var um að þú myndir spila þinn fyrsta leik. Þessi gæi er með núll prósent keppnisskap,“ skrifaði Reggie Miller á Twitter. „Það var smá von um að Nets gæti komið til baka í þessu einvígi. Þú ert með KD og Kyrie í liðinu og allt sem þarf er að vinna einn leik og meta stöðuna eftir það,“ skrifaði Miller á Twitter. Hann bætti við í myllumerki. „Sýndu karlmennsku,“ skrifaði Miller. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
NBA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira