„Risastórt sem við höfum gert á tveimur árum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2022 23:00 David Moyes var í skýjunum eftir stórsigur West Ham í Evrópudeildinni í kvöld. Claudio Villa/Getty Images David Moyes, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, var stoltur af sínum mönnum eftir 3-0 sigur liðsins gegn Lyon í átta liða úrslitum EVrópudeildarinnar í kvöld. Hann segir það ótrúlegt hvað liðið er komið langt síðan hann tók við stjórnartaumunum. „Ég er hrikalega stoltur af leikmönnunum, frammistöðunni og líklega mest af frammistöðu okkar í síðari hálfleik í fyrri leiknum þegar við vorum orðnir manni færri,“ sagði Moyes að leik loknum. „Það leit út fyrir að vera röng ákvörðun, en leikmennirnir héldu áfram, gáfust aldrei upp og náðu inn marki áður en við fengum á okkur mark. Ég held að ekki nokkur maður hafi haldið að við værum að fara áfram.“ Moyes segir að liðsheildin í West Ham liðinu sé ótrúleg og að það sé magnað að félagið sé að fara í undanúrslit Evrópudeildarinnar svo stuttu eftir að liðið átti í basli í ensku úrvalsdeildinni. „Þegar þú ert með góðan liðsanda - það er eitthvað sem allir þjálfarar vilja hafa og það er ekki auvelt. Þetta kemur aðallega frá því að vinna leiki því góð úrslit búa til góðan liðsanda. Við erum með góðan hóp af strákum og ég er heppinn.“ „Þeir hafa verið frábærir síðan ég kom hingað. Þetta tveggja ára ferðalag að fara frá því að reyna að bjarga okkur frá falli og nú erum við komnir í undanúrslit í stórri Evrópukeppni. Þetta er magnað og við getum farið að láta okkur hlakka til.“ „Þetta er risastórt sem við höfum gert á tveimur árum. Við erum kannski ekki búnir að vinna neina titla hingað til, en við erum að reyna að keppa við stóru liðin og berjast um Evrópusæti aftur. Að komast svona langt - við erum búnir að vinna stór lið sem eru vön Evrópukeppnum. Þú vinnur ekkert fyrir kvöldið í kvöld, en þetta var stórt augnablik fyrir okkur. Að vinna 3-0 á útivelli í Evrópukeppni eru virkilega góð úrslit,“ sagði Moyes að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
„Ég er hrikalega stoltur af leikmönnunum, frammistöðunni og líklega mest af frammistöðu okkar í síðari hálfleik í fyrri leiknum þegar við vorum orðnir manni færri,“ sagði Moyes að leik loknum. „Það leit út fyrir að vera röng ákvörðun, en leikmennirnir héldu áfram, gáfust aldrei upp og náðu inn marki áður en við fengum á okkur mark. Ég held að ekki nokkur maður hafi haldið að við værum að fara áfram.“ Moyes segir að liðsheildin í West Ham liðinu sé ótrúleg og að það sé magnað að félagið sé að fara í undanúrslit Evrópudeildarinnar svo stuttu eftir að liðið átti í basli í ensku úrvalsdeildinni. „Þegar þú ert með góðan liðsanda - það er eitthvað sem allir þjálfarar vilja hafa og það er ekki auvelt. Þetta kemur aðallega frá því að vinna leiki því góð úrslit búa til góðan liðsanda. Við erum með góðan hóp af strákum og ég er heppinn.“ „Þeir hafa verið frábærir síðan ég kom hingað. Þetta tveggja ára ferðalag að fara frá því að reyna að bjarga okkur frá falli og nú erum við komnir í undanúrslit í stórri Evrópukeppni. Þetta er magnað og við getum farið að láta okkur hlakka til.“ „Þetta er risastórt sem við höfum gert á tveimur árum. Við erum kannski ekki búnir að vinna neina titla hingað til, en við erum að reyna að keppa við stóru liðin og berjast um Evrópusæti aftur. Að komast svona langt - við erum búnir að vinna stór lið sem eru vön Evrópukeppnum. Þú vinnur ekkert fyrir kvöldið í kvöld, en þetta var stórt augnablik fyrir okkur. Að vinna 3-0 á útivelli í Evrópukeppni eru virkilega góð úrslit,“ sagði Moyes að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira