„Elskum við ekki svona?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2022 18:14 Sif Atladóttir brosti sínu breiðasta eftir sigur Íslands. Stöð 2 Sport Sif Atladóttir segir að sigurinn á Tékklandi í undankeppni HM í dag hafi verið einn sá sætasti sem hún hefur upplifað með landsliðinu. „Þessi er þarna uppi. Þetta var erfiður leikur og völlurinn þungur. Elskum við ekki svona? Mark eftir langt innkast. Þetta er mjög mikið við og baráttan í liðinu og öllum sem voru fyrir utan var mikil. Þetta var dásamlegt,“ sagði Sif í samtali við Vísi eftir leikinn í Teplice. Íslenska liðið spilaði virkilega sterkan varnarleik og Tékkar áttu ekki skot að marki í leiknum. „Skipulagið var gott. Þær eru góðar að halda boltanum en stinga sér ekki mikið aftur fyrir eins og önnur lið. Við vissum að við yrðum með þær í fanginu. Við gerðum það vel og samskiptin inni á vellinum voru til fyrirmyndar,“ sagði Sif. „Við leystum hluti sjálfar inn á vellinum og ég er ótrúlega stolt af þessu liði að við erum komnar á þann stað að geta leyst hlutina í miðjum leik. Það er stórt skref.“ Hún haltraði út af þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. „Ég henti mér í einn sextíu metra sprett og fékk hana í hnéð. En það er allt í góðu. Ég var búin að hlaupa mikið og það er aðeins farið að hægjast á skrokknum. Svo þurfti ég aðeins að láta dómarana vita að þær færu með takkanna á undan sér. Ég var með ágætis spor eftir stelpuna,“ sagði Sif að lokum. Klippa: Sif Atla efti leik HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Boltinn fór í lærið og eitthvað“ „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru með drullugott lið. Við skoruðum eitt mark þótt það hafi ekki verið það fallegasta. Við gáfum allt í þetta og ég er svo stolt af liðinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, eftir sigurinn á Tékklandi í dag. 12. apríl 2022 18:02 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
„Þessi er þarna uppi. Þetta var erfiður leikur og völlurinn þungur. Elskum við ekki svona? Mark eftir langt innkast. Þetta er mjög mikið við og baráttan í liðinu og öllum sem voru fyrir utan var mikil. Þetta var dásamlegt,“ sagði Sif í samtali við Vísi eftir leikinn í Teplice. Íslenska liðið spilaði virkilega sterkan varnarleik og Tékkar áttu ekki skot að marki í leiknum. „Skipulagið var gott. Þær eru góðar að halda boltanum en stinga sér ekki mikið aftur fyrir eins og önnur lið. Við vissum að við yrðum með þær í fanginu. Við gerðum það vel og samskiptin inni á vellinum voru til fyrirmyndar,“ sagði Sif. „Við leystum hluti sjálfar inn á vellinum og ég er ótrúlega stolt af þessu liði að við erum komnar á þann stað að geta leyst hlutina í miðjum leik. Það er stórt skref.“ Hún haltraði út af þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. „Ég henti mér í einn sextíu metra sprett og fékk hana í hnéð. En það er allt í góðu. Ég var búin að hlaupa mikið og það er aðeins farið að hægjast á skrokknum. Svo þurfti ég aðeins að láta dómarana vita að þær færu með takkanna á undan sér. Ég var með ágætis spor eftir stelpuna,“ sagði Sif að lokum. Klippa: Sif Atla efti leik
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Boltinn fór í lærið og eitthvað“ „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru með drullugott lið. Við skoruðum eitt mark þótt það hafi ekki verið það fallegasta. Við gáfum allt í þetta og ég er svo stolt af liðinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, eftir sigurinn á Tékklandi í dag. 12. apríl 2022 18:02 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
„Boltinn fór í lærið og eitthvað“ „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru með drullugott lið. Við skoruðum eitt mark þótt það hafi ekki verið það fallegasta. Við gáfum allt í þetta og ég er svo stolt af liðinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, eftir sigurinn á Tékklandi í dag. 12. apríl 2022 18:02