„Frammistaðan hjá liðinu í þessum þremur leikjum er sú sem við höfum verið að bíða eftir“ Siggeir Ævarsson skrifar 11. apríl 2022 22:54 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Bára Dröfn Kristinsdóttir Finnur Freyr þjálfari Valsmanna var stoltur af frammistöðu sinna manna eftir að þeir sópuðu bikarmeisturum Stjörnunnar út í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í kvöld. Hvaða tilfinningar börðust um í brjósti Finns strax eftir leik? „Ég er bara hrikalega stoltur af strákunum. Frammistaðan hjá liðinu í þessum þremur leikjum er sú sem við höfum verið að bíða eftir. Ég hef oft talað um að við eigum mikið inni, getum gert betur og eigum mörg vopn inni. Í þessum þremur leikjum finnst mér við hafa gert virkilega vel á móti frábæru Stjörnuliði, bikarmeisturunum. Þeir eru gríðarlega vel þjálfaðir og með líklega besta leikmann deildarinnar í Turner. Að ná þremur svona góðum frammistöðum er eitthvað sem ég er virkilega stoltur af.“ Robert Turner var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld en megnið af stigum hans kom undir lokin, og Valsmenn náðu að halda aftur af honum megnið af leiknum, og raunar Stjörnumönnum heilt yfir, sem skoruðu aðeins 85 stig alls. „Það kemur svona smá óðagots móment þar sem hann keyrir af stað og hann er frábær leikmaður. Mér fannst hann bara gera vel hérna undir lokin í þessu óöryggis mómenti. Við náðum framan af að hægja vel á honum en Hopkins og Hlynur frábærir í byrjun leiks. Við vissum að þetta móment myndi koma, ég hefði viljað tækla það aðeins betur varnarlega. En að öðru leyti var þetta bara virkilega vel gert.“ Stigaskor Valsmanna dreifðist vel í kvöld og Jacob Calloway steig heldur betur upp og skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Það hlýtur að vera ákveðið lúxusvandamál ef svo má orða það, að eiga svona marga menn sem geta sett fullt af stigum á töfluna? „Við vissum það að það býr mikið í þessum strákum og við vissum það þegar við náðum í Jacob að hann kemur með eitthvað í liðið sem okkur hafði vantað, sem er þessi skorun og þessir skothæfileikar en er samt svona stór. Kári var líka virkilega að stíga upp. Pablo fær skurð á fótinn í síðasta leik og óvíst hvort hann gæti spilað. Pavel var með ælupest fyrir síðasta leik og Kristófer lenti í árekstri á leiðinni í leikinn. Það er nóg búið að ganga á en einhvern veginn ná menn að þjappa sér saman og frammistaðan fyrst og fremst í þessum fyrstu þremur bara mjög góð.“ Nú fá Valsmenn væntanlega lengstu hvíld allra liða sem komast áfram í 4-liða úrslit. Er það jákvætt eða neikvætt í huga Finns? „Ég held að það sé bara gott. Af fenginni reynslu þá er gott að geta náð þessum pásum milli sería, náð að „recover-a“ og við erum kannski á eftir sumum liðum með það að gera að við höfum náttúrulega ekki verið saman með þetta lið frá fyrsta degi svo að það er gott að geta fengið tíma til að undirbúa fyrir næsta seríu, hver sem andstæðingurinn verður.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 95-85 | Valsmenn sópuðu Stjörnunni úr leik Valsmenn unnu öflugan tíu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 95-85 og Valsmenn eru á leið í undanúrslit eftir að hafa unnið alla þrjá leiki liðanna. 11. apríl 2022 21:59 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri Sjá meira
„Ég er bara hrikalega stoltur af strákunum. Frammistaðan hjá liðinu í þessum þremur leikjum er sú sem við höfum verið að bíða eftir. Ég hef oft talað um að við eigum mikið inni, getum gert betur og eigum mörg vopn inni. Í þessum þremur leikjum finnst mér við hafa gert virkilega vel á móti frábæru Stjörnuliði, bikarmeisturunum. Þeir eru gríðarlega vel þjálfaðir og með líklega besta leikmann deildarinnar í Turner. Að ná þremur svona góðum frammistöðum er eitthvað sem ég er virkilega stoltur af.“ Robert Turner var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld en megnið af stigum hans kom undir lokin, og Valsmenn náðu að halda aftur af honum megnið af leiknum, og raunar Stjörnumönnum heilt yfir, sem skoruðu aðeins 85 stig alls. „Það kemur svona smá óðagots móment þar sem hann keyrir af stað og hann er frábær leikmaður. Mér fannst hann bara gera vel hérna undir lokin í þessu óöryggis mómenti. Við náðum framan af að hægja vel á honum en Hopkins og Hlynur frábærir í byrjun leiks. Við vissum að þetta móment myndi koma, ég hefði viljað tækla það aðeins betur varnarlega. En að öðru leyti var þetta bara virkilega vel gert.“ Stigaskor Valsmanna dreifðist vel í kvöld og Jacob Calloway steig heldur betur upp og skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Það hlýtur að vera ákveðið lúxusvandamál ef svo má orða það, að eiga svona marga menn sem geta sett fullt af stigum á töfluna? „Við vissum það að það býr mikið í þessum strákum og við vissum það þegar við náðum í Jacob að hann kemur með eitthvað í liðið sem okkur hafði vantað, sem er þessi skorun og þessir skothæfileikar en er samt svona stór. Kári var líka virkilega að stíga upp. Pablo fær skurð á fótinn í síðasta leik og óvíst hvort hann gæti spilað. Pavel var með ælupest fyrir síðasta leik og Kristófer lenti í árekstri á leiðinni í leikinn. Það er nóg búið að ganga á en einhvern veginn ná menn að þjappa sér saman og frammistaðan fyrst og fremst í þessum fyrstu þremur bara mjög góð.“ Nú fá Valsmenn væntanlega lengstu hvíld allra liða sem komast áfram í 4-liða úrslit. Er það jákvætt eða neikvætt í huga Finns? „Ég held að það sé bara gott. Af fenginni reynslu þá er gott að geta náð þessum pásum milli sería, náð að „recover-a“ og við erum kannski á eftir sumum liðum með það að gera að við höfum náttúrulega ekki verið saman með þetta lið frá fyrsta degi svo að það er gott að geta fengið tíma til að undirbúa fyrir næsta seríu, hver sem andstæðingurinn verður.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 95-85 | Valsmenn sópuðu Stjörnunni úr leik Valsmenn unnu öflugan tíu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 95-85 og Valsmenn eru á leið í undanúrslit eftir að hafa unnið alla þrjá leiki liðanna. 11. apríl 2022 21:59 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 95-85 | Valsmenn sópuðu Stjörnunni úr leik Valsmenn unnu öflugan tíu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 95-85 og Valsmenn eru á leið í undanúrslit eftir að hafa unnið alla þrjá leiki liðanna. 11. apríl 2022 21:59
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins