Sverrir Þór: Ég væri að ljúga ef ég segðist hafa verið alveg sultuslakur Siggeir Ævarsson skrifar 9. apríl 2022 22:00 Sverrir Þór Sverrisson. Vísir/Bára Spennustigið var í hæstu hæðum í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn lögðu Íslandsmeistara Þórs með einu stigi eftir sigurkörfu frá EC Matthews. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, viðurkenndi að sigrarnir gerðust vart mikið sætari en þessi. „Þetta var mjög sætt. Svaðaleg spenna hérna í restina og við setjum stóra körfu. Það eru nokkrar sekúndur eftir og þeir fá skot, sem að reyndar hefði ekki átt að koma. Við klikkuðum aðeins hérna á smotteríi í restina þannig að hann fær svolítið opnara skot. En það skiptir ekki öllu, þetta snerist bara um að fara héðan með sigur og jafna einvígið,“ sagði Sverrir Þór. Það voru enn rúmar þrjár sekúndur eftir á klukkunni þegar EC kom Grindvíkingum yfir og Þórsarar fengu því einn séns í lokin, og það var Luciano Massarelli sem tók síðasta skotið, óþarflega opinn kannski og búinn að hitta vel í leiknum. Var Sverrir stressaður þegar hann sá skotið ríða af? „Ég væri að ljúga ef ég segðist hafa verið alveg sultuslakur. Auðvitað þegar góður skotmaður fer upp í skot þá er alltaf möguleiki á að hann fari ofan í. En ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég var að hugsa, ég var bara ánægður þegar boltinn skoppaði af hringnum og tíminn að fjara út. En við komum hérna í kvöld og ætluðum að jafna einvígið. Við gerðum það og það er það sem skiptir öllu máli. Ivan Aurrecoechea átti hörkuleik fyrir Grindvíkinga og setti mikla pressu á vörn Þórsara í teignum. Ivan virkaði á köflum ansi pirraður út í dómarana og fannst hann ekki uppskera mikið hjá þeim í kvöld. Gat Sverrir tekið undir þessar kvartanir? „Mér fannst það og sagði það einmitt við þá. En það er bara eins og það er, þeir dæma eins og þeim finnst þeir sjá þetta og maður þarf bara að sætta sig við það. Stundum detta dómarnir með þér og stundum ekki. En hann er sterkur og ég væri alveg til í að sjá hann fá aðeins meira dæmt þegar hann er að fara á körfuna.“ EC Matthews hreinlega tók leikinn yfir undir lokin, skoraði 16 stig af sínum 36 stigum í kvöld í 4. leikhluta og kórónaði leik sinn með sigurkörfunni. Sverrir hlýtur að vera sáttur með þessa frammistöðu, sérstaklega eftir slaka frammistöðu EC í fyrsta leiknum „Hann var frábær. Eftir að hafa varla mætt í fyrsta leikinn og verið ólíkur sjálfum sér. Hann var frábær í kvöld og klárar þetta með sigurkörfunni. Svo að vonandi heldur hann sér í þessum gír. Hann á að vera í svona gír af því að hann er það hæfileikaríkur og góður leikmaður.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
„Þetta var mjög sætt. Svaðaleg spenna hérna í restina og við setjum stóra körfu. Það eru nokkrar sekúndur eftir og þeir fá skot, sem að reyndar hefði ekki átt að koma. Við klikkuðum aðeins hérna á smotteríi í restina þannig að hann fær svolítið opnara skot. En það skiptir ekki öllu, þetta snerist bara um að fara héðan með sigur og jafna einvígið,“ sagði Sverrir Þór. Það voru enn rúmar þrjár sekúndur eftir á klukkunni þegar EC kom Grindvíkingum yfir og Þórsarar fengu því einn séns í lokin, og það var Luciano Massarelli sem tók síðasta skotið, óþarflega opinn kannski og búinn að hitta vel í leiknum. Var Sverrir stressaður þegar hann sá skotið ríða af? „Ég væri að ljúga ef ég segðist hafa verið alveg sultuslakur. Auðvitað þegar góður skotmaður fer upp í skot þá er alltaf möguleiki á að hann fari ofan í. En ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég var að hugsa, ég var bara ánægður þegar boltinn skoppaði af hringnum og tíminn að fjara út. En við komum hérna í kvöld og ætluðum að jafna einvígið. Við gerðum það og það er það sem skiptir öllu máli. Ivan Aurrecoechea átti hörkuleik fyrir Grindvíkinga og setti mikla pressu á vörn Þórsara í teignum. Ivan virkaði á köflum ansi pirraður út í dómarana og fannst hann ekki uppskera mikið hjá þeim í kvöld. Gat Sverrir tekið undir þessar kvartanir? „Mér fannst það og sagði það einmitt við þá. En það er bara eins og það er, þeir dæma eins og þeim finnst þeir sjá þetta og maður þarf bara að sætta sig við það. Stundum detta dómarnir með þér og stundum ekki. En hann er sterkur og ég væri alveg til í að sjá hann fá aðeins meira dæmt þegar hann er að fara á körfuna.“ EC Matthews hreinlega tók leikinn yfir undir lokin, skoraði 16 stig af sínum 36 stigum í kvöld í 4. leikhluta og kórónaði leik sinn með sigurkörfunni. Sverrir hlýtur að vera sáttur með þessa frammistöðu, sérstaklega eftir slaka frammistöðu EC í fyrsta leiknum „Hann var frábær. Eftir að hafa varla mætt í fyrsta leikinn og verið ólíkur sjálfum sér. Hann var frábær í kvöld og klárar þetta með sigurkörfunni. Svo að vonandi heldur hann sér í þessum gír. Hann á að vera í svona gír af því að hann er það hæfileikaríkur og góður leikmaður.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira