Veiði

Veiði hófst í Hólaá 1. apríl

Karl Lúðvíksson skrifar
60 sm urriði sem veiddist í Hólaá um daginn
60 sm urriði sem veiddist í Hólaá um daginn Mynd: Veida.is

Hólaá er vel þekkt af veiðimönnum sem sækja í að kasta flugu fyrir bleikju í rennandi vatni en það eru ekki margir sem hafa veitt hana sem vorveiðiá.

Það er önnur aðferðafræði sem á við í vorveiðinni í Hólaá en á þessum tíma þegar það má nota maðk, spún og flugu er fiskurinn ansi hungraður og auðveld bráð. Það þarf að hafa aðeins fyrir því að finna hann en ef agnið kemur nálægt þeim stað þar sem þeir liggja er fiskurinn yfirleitt ansi fljótur að stökkva á agnið.

Mest veiðist af urriða á þessum tíma en hann er ekki góður matfiskur, horaður og illa haldinn eftir veturinn. Veiðimenn ættu að hafa það í huga að sleppa urriðanum og hirða frekar bleikjuna sem oft virðist koma betur undan vetri. Urriðarnir sem eru að veiðast eru mest 1-2 pund en inná milli eru stærri fiskar en sem dæmi veiddist 6 punda urriði þarna um daginn. Urriðinn er uppistaðann af veiðinni í Hólaá þangað til það fer að hlýna vel í lofti og vatnhitinn verður meiri. Það er ekki fyrr en þá sem bleikjan fer úr Laugarvatni í ánna sem eins og veiðimenn þekkja verður oft vel setinn af bleikju.






×